Alþýðublaðið - 26.08.1966, Page 3
Flugmálafé-
lagið 30 ára
Rvík, ÓTJ.
FLUGMÁLAFÉLAG íslands átti
þr'játíu ára afmæli í gær, og var
þess minnzt á þingi Flugmálasam-
bands NorSurlands sem stendur
yfir á Hótel Lofleiðir þessa dag-
ana.
Lúðvig Guðmunds-
son skólastjóri
látinn
Ludvig Guðmundsson fyrrver-
andi skólastjóri andaðist á Lands-
spítalanum í gærmorgun. Ludvig
var fæddur 23. júní árið 1897 í
Reykjavík. Hann varð stúdent ár-
ið 1917 og stundaði síðan nám
bæði heima og erlendis. Hann var
skólastjóri á Hvítárbakka 1927—
1931 og skólastjóri Gagnfræða-
skólans á ísafirði 1931—1938.
Hann fluttist til Reykjavikur 1938
og stofnaði Handíðaskólann 1939
og var skólasfjóri hans þar til
fyrir örfáum árum.
Ludvig Guðmundsson var þekkt
ur borgari i Reykjavik, hann
starfaði af miklum áliuga að ýms-
um málum og var m.a. einn af
forgöngumönnum þess að liafizt
Var lianda um byggingu stúdenta-
garðs við Háskólann. Kona Lud-
vigs er Sigríður Hailgrímsdóttir
og lifir liún mann sinn.
Fulltrúar Konunglega Danska
flugklúbbsins og Konunglega
Sænska flugkliibbsins færðu Flug
málafélagi íslands æðstu heiðurs-
merki sem klúbbar þeirra veita
og Baldvin Jónsson hrl. tók við
þeim, en hann er forseti þessara
norrænu samtdka i ár.
Hann sagði fréttamönnum að
þetta væri fjórði fundur sam-
bandsins, sem var stofnað 1963.
Mörg mál hafi verið á dagskrá á
þinginu, svo sem umræður um
útgáfu sameiginlegs tímarits,
samþykkt nafn á ensku fyrir þau,
rætt var um keppni í veifiugi,
sv-ifflugi, modelflugi, og fallhlíf-
arstökki, um skipti á nemendum
í vélflugi og sviffiugi og um ör-
yggisreglur fyrir næturfrug. Enska
nafnið var samþykkt Association
of Nordie Aiociubs, og skamm-
stöfunin verður A.N.A. Tilgangur
samtakanna er einkum að efla
einkaflug, og vera fyrirsvarsmað-
ur einkaflugmanna á alþjóðavett-
vangi. Flugmálafélögin á hinum
Norðurlöndunum fá mikla og
góða styrki frá stjórnum sinna
landa, enda er mikill hluti flug-
manna þjálfaðir á þeirra vegum.
Á íslandi er styrkur þessi muri
minni.
Washington 25. 8. (NTB-Reuter)
Mcnamara lýsti því yfir lá blaða
mannafundi í dag, að stjórn Norð
ur-Vietnam hygði ekki á friðar
samninga.
Á hverjum mánuði koma um
það bil fimm þúsund hermenn
til Suður-Vietnam frá norðrinu.
Er það helmingi meira en fyrir
eilnu ári. Mcnamara sagði enn
fremur, að árásirnar á flugvelli
og eldflaugastöðvar væru þegar
farnar að bera árangur, sem her
stjórn Bandaríkjanna hefði vænzt
Ennfremur hefðu loftárásirnar á
ojíustöðvar horið árangur.
London 25. 8.. (NTB)
Tvö stór verkalýðsfélög í Bret
landi hafa ákveðið að styðja að
gerðir Wilsons í efnahagsmáhm
um. Þetta éru samtök járnbrautar
starfsmanna og póstmanna.
KIRKJUDAGUR LANG-
HOLTSSAFNAÐAR 1966
Hinn árlegi kirkjufundur okkar'
verður 28. ágúst eða næstkomandi
sunnudag. Eins og ávallt áður
verða hátíðahöldin fjölbreytt með
virðulegri dagskrá. Biskupinn yf-
ir íslandi, herra Sigurbjörn Ein-
arsson, mun prédika í hátíðaguð-
þjónustu, sem hefst klukkan 2
eftir hádegi.
Klukkan 4 verður samkoma
lielguð yngri safnaðarmeðlimum.
Áð kvöldi verður hátíðasamkoma
í Safnaðarheimilinu. Formaður
sóknarnefndar, Helgi Þorláksson,
skólastjóri, flytur ávarp, en aðal-
ræðumaður kvöldsins verður
Helgi Bergs alþingismaður. Lista-
konurnar Sigurveig Hjaltested
og Margrét Eggertsdóttir munu
skcmmta með söng, svo mun
kirkjukórinn og syngja lög. Ung
stúika, Sigrún Garðarsdóttir, sem
nýkomin er heim eftir ársdvöl í
Framhald á 15. síðu.
-v
Blaðamenn hlusta á fyrilestur um borð í Gorch Fock.
BEZIA TÆKIÐ 1 WAlf-
UNAR A FORINGJAEFNU
Rvk.-GbG.
Reykvíkingum er að góðu
kunnugt þýzka skólaskipið Go
rch Fock, en það hefur kom-
ið hingað nokkrum sinnum áð-
ur. Skipherrann, hr. Lohm-
eyer hafði fund með biaða-
mönnum í gær og lýsti rútu
skipsins og tilgangi þess og
stað innan sjóhers Vestur-
Þýzkalands. Enda þótt við ís-
lendingar séum ekki hernaðar-
þjóð í orðsins réttu merkingu,
kann mörgum að þykja forvitni
legt, hvernig á því stendur, að
svo tæknimenntuð þjóð sem
Þjóðverjar viðhalda hinu hinu
forna kerfi í þjálfun væntan-
legra yfirmanna í sjóhernum
og gefa þeim sínar fyrstu lex-
íur sjómennskunnar á segl-
skipi.
Æðsti undirmaður skipstjór-
ans, hr. Schmidt, sem að
nokkru tók út sína skóiun á
þessu skipi, lýsti afar skemmti
lega þeim anda, sem ríkir yfir
siglutrjám Gorch Fock.
„Við teljum seglskipið
bezta tækið til að kenna hinum
upprennandi foringjaefnum að
losa sig við einstaklingshyggju
hins hversdagslega og borgara
lega lífs I landi og kynnast
nauðsyn þess að vinna saman
og losa sig algerlega við þau
litlu sérsjónarmið, sem vél-
væðingin hefur í för með sér.
Seglin á þessu skipi eru 220
fermetrar. Þau eru þykk og
þau eru þung. Þessum ungu
mönnum lærist skjótt. að það
er betra að vera samhentir
til að reilsa þau og fella. Og
það tekur aðeins 2 mínútur að
fella þau - ef allir eru sam-
taka - allir 160, sem á skipinu
eru. Stundum eru 25 menn á
sama kaðlinum og þeir læra,
að hver og einn verður að
vinna með hinum. Þessir ungu
menn verða að klifra upp í
möstur og hagræða seglum,
hvort sem þeim líkar betur
eða verr. Það að sigrast á
sjálfum sér, sínum sérsjónar-
miðum, í slíkum tilfellum, er
eitt hið mikilvægasta í þeirri
undirbúningsþjálfun, sem sjó-
liðarnir fá hér sína fyrstu þrjá
mánuði í sjómennsku fyrir
þýzka sjóherinn.Slíkt er hverj-
um manni nauðsynlegt og
hollt og það gerir þeim kleift
að sigrast á f jölmörgum vanda
málum öðrum, sem á vegi
þeirra verða síðar, er þeir
gerast yfirmenn og þurfa að
horfast í augu við ýmsan
vanda.
Skipherrann, hr. Lohmeyer,
kvað sér einkar ánægjulegt að
koma enn einu sinni til íslands
og hann kvaðst vona, að veð-
Framhald á 15. síðu.
RÚSSNESK LISTAKONA SÝNIR HÉR
Reykjavík 26. ágúst.
Á morgun opnar listakona af
rússneskum ættum, Natalia Fried
rich að nafni, sýningu í sýningar
sal Guðmundar Árnasonar, Berg
staðastræti 15 Reykjavík. Sýnir
hún þar um 20 Iandslagsstemmn
ingar, allar gerðar hér á landi
síðustu þrjá mánuðina. Eru mynd
ir allar málaðar með japanskri
olíukrít.
Natalia Friedrich hefur hlotið
menntun sína í Listaháskólanum
í Kaupmannahöfn og nam hún þar
hjá William Scharff og Niels Ler
gaard. Hún hefur sýnt verk sín
á fjöldamörgum samsýningum m.
a. á Haustsýningunum í Kaup-
manna höfn 1958, 1959 og 60.
Auk þess hefur hún sýnt í Árhús
um og Fredericia. Síðasta sýning
Natalíu var í Athenæum Kunst
-handel í Kaupm.h. og var sýninga:
innar lofsamlega getið í dönsku:
blöðum.
Listakonan hefur gert víðrejs
Hefur hún ferðast til flestr
Evrópulanda og auk þess dvalis
Egyptalandi og Mexícó. %
Sýning Natalíu verður opin fr<
til 8. sept. og er sýningartími flri
kl. 9—6 alla daga, nema lauga
daga og sunnudaga. Þ
26. ágúst 1966 - cALÞÝÐUBLAÐIÐ ^