Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 2
í stuttu Santo Domingo: — 900 hermd arverkamenn munu hrinda af stað pólitískri morðöldu í öllu Dóminikanska lýðveldinu á næstu mánuðum og útrýma öll um stjórnmálaleiðtogum lands ins, án tillits til stjórnmála- skoðana þeii-ra, að því er stjórn arandstöðuleiðtogi hélt fram í þingræðu í gær. Dji'bouti: — Lögreglan í Franska Sómalílandi hefur á að landið gangi aftur í SÞ Ýmsir þingmenn krefjast þess að forsetanum verði bannað að halda útvarpsræður með gagn rýni á stjórnina. París: — De Gaulle forseti hyllti í gær framfarir þær sem orðið hefðu í undirbúningnum að smíði franskrar vetnis- sprengju, Hann sagði, að þetta starf væri mjög mikilvægt fyr ir framtíð landsins og heims handtekið 2.500 manns eftir ó- friðinn. eirðir og fundi þar sem krafizt hefur verið sjálfsstjórnar. Ó- tryggt ástand hefur verið í höf uðboriginni siðan De Gaulle for seti kom í heimsókn þangað í síðasta mánuði. Djakarta: — „Binn sterki maður“ Indónesíu, Suharto hersliöfðingi neyðist nú að fá Sukarno forseta til iað fallast Saigon: — Bandarískar upp lýsingar herma ,að 1000 komm ún’star hafi fallið í viku hverri í Vietnamstríðinu á undanförn um mánuðum, eða álíka stór fjöldi o!g kvaddur er í norður vietnamiska herinn í hverri viku. 5046 Bandaríkjahermenn hafa fallið í stríðinu, þar af 3299 síðan um áramót Rauðvar aso Peking 15. 9. (NTB-Reuter.) Stórar fylkihgar Kauðvaróliða og stúdenta söfnuöust saman í dag á stærsta torgi Peking, Torgi hins himneska friðar .Kunnugir í Pek ing telja, að hér sé uxn að ræða mesta fjöldafund, sem haldinn hef ur verið í borginni. Samtímis söfn uðust um 25.000 hermenn á torg inu. Erlendir fréttaritarar telja að hinn stórköstlegi fjöldafundur kunni að vera lok núverandi stigs hinnar svokölluðu menningarbylt ingar, sem miðar að því að út rýma öllum borgaraleígum leifum og menjum lénsskipuiags. í fjórar 20 fórust í v-þýzkum kafbót, einum bjargaö HAAG 15. 9. (NTB-Reuter). Óttast er að 20 menn af vestur (þýzka kafbátnum „Hai“ hafi týnt Iífi, þegar báturinn sökk í miklu fárviðri á Norðursjó í gærkvöldi 21 maður var á bátnum. Eini maðurinn af áhöfninni, sem Ciefur verið bjargað, Pieter Silb ernagel, 23 ára, var itekinn um tborð í brezka togarann „St. Mart í morgun, og hafði sjónum. Silbernagel var fluttur í hollenzk ri þyrlu til bæjarins Wittmund, Eri; snemma Ciánn þá verið 13 tima skammt frá Wilhelmshaven í Vest ur-Þýzkalandi. Skip, flugvélar og þyrlur taka þátt í leit að mönnum, sem kunna að hafa komizt lífs af, en báturinn sökk 200 sjómílur undan austur- strönd Englands. Þýzk, hollenzk brezk, dönsk og bandarísk skip taka þátt í leitinni. Brezka ferjan „Spero“ hefur tilkynnt að vestur þýzkt herskip hafi fundið lík margra sem fórust. í útvarpsviðtali um borð í St. Martin, sagði Silbernagel frá hinni ævintýralegu björgun sinni. Hann sagði að minnsta kosti tíu af áhöfninni hefðu ekki komizt úr bátnum þegar hann sökk um kl. 17 í gær eftir að leki -hafði komið að honum í haugasjó. — Þetta gerðist allt í einni svip an. Þegar sjór tók að flæða inn í vélarrúmið, vissi ég, að eitthvað hefði komið fyrir. Við flýttum okkur að yfirgefa bátinn. Sjö menn gengu á undan mér upp á þilfar, og þegar ég kom upp sökk báturinn. Ég held að 10 eða 12 menn hafi verið niðri í bátnum vikur hefur kínverska þjóðin ver ið vitni að því, að þúsundir her skárra ungmenna hafa ruðzt um götur Peking og annarra borga með opinberu samþykki flokksins. Búizt er við sendinefndum margra erlendra ríkja í Peking á byltingardeginum 1. október. Sennilega vilja kínverskir leiðtog ar að meiri ró hafi þá færzt yfir. Aldrei áður hefur jafnstóru svæði verið lokað í miðhluta Pek ing svo áð allar hliðargötur í igrennd við Torg hins himneska friðar gætu fyllzt af fólki. Erlend um blaðamönnum og Kínverjum, sem tóku ekki þátt í undirbúning num, var stranglega bannað að fara fram hjá tálmunum. í rúm lega sex tíma gengu endalausar þyrpingar um göturnar til torgs ins, og voru bumbur barðar og borin spjöld með myndum af Mao Tse-tung og tilvitnunum í rit hans. Þetta er þriðji stóri fjöldafund urinn á fjórum vikum í sambandi við menningarbyltinlguna. Þegar Rauðu varðliðarnir hófu starfsemi s-'na skoruðu blöðin á þjóðina að taka byitingareldmóð þeirra sér til fyrirmyndar. En í dag skoraði flokksmálgagnifð, „AlþýðudagblaS ið“ á Rauðu varðliðana og bylting arsinnaða stúdenta að taka sér verkamenn, bændur og hermenn til fyrirmyndar. Sagt var, að Rauðu varðliðarnir mættu ekki trufla framleiðslu fyrirtækja og upp- skerustörfin á landsbyggðinni og Framhald á bls. 15 Sendinefríd ís- lands hjá SÞ Sendinefnd íslands í upphafi 21. allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna verður þannig skipuð: Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, formaður, Hannes Kjart- ansson, sendiherra, varaformaður, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Jó- hannes Elíasson, bankastjóri, Krist ján Albertsson, sendiráðunautur, Friðjón Þórðarson, sýslumaður og Haraldur Kröyer, sendiráðunaut- ur. Merkur jassEeik- ari í heimsókn r> Rvk, — GbG . YUSEF LATEEF, hinn merki, ■bandaríski jazzleikari, verður um næstu helgi gestur Jazzklúbbs Reykjavíkur. Næstkomandi mánu dagskvöld 19. september, mun fiann koma fram í Tjarnarbúð og •er þetta eina kvöldið, sem hann Ikemur fram í Reykjavík. Lateef cr á heimleið frá Evrópu en þar hefíir hann spilað að undanförnu r,ú síðast í Kaupmannahöfn. Yusef Lateef fæddist í Tenness tee fýiki í Bandarikjunum árið 1920 og byrjaði að leika opinberlega 19 íra'gamall. Síðan hefur hann að rnesjtu leyti verið í New York, Haijn lék með hljómsveit Dizzy CilBespie 1949, en það sama ár snéiist hann til Múhameðstrúar og tók |upp þetta nafn. Hans eiginlega er William Evans. Lateef lék sem einleikari með hljóm Charles Mingus. Hann leik flautu, obae og tenórsaxófón. rukjþess sem hann hefur gert til raunir með að leika jazz á austur lenzk tró-blásturshljóðfæri, isvo sem indverska hljógfærið shannas og sýrlenzka liljóðfærið argol, sem er tvöföld bambusflauta. Undanfarin ár hefur Lateef ver ið kjörinn einn af fremstu flautu og Oboe leikurum Bandaríkjanna 'á sviði jazzins. þegar þetta gerðist. — Öldurnar voru risaháar. Ég gæti trúað að þær hafi verið sex metrar. Þrír félagar mínir höfðu engin björgunarbelti. Þeir urðu ekld langlífir. Við misstum isam bandið við hvern annan í sjónum og sjálfum tókst mér að halda mér á floti í 13 tíma þar >til mér var’ bjargað. Silbernagel var mjög þjak'aður þegar honurn var bjargað, en ó- meiddur. Seinna var hann flutt Framhald á 15. síðu. HERFERÐ GEGN HUNDUM Undanfarin. ár hefur hundahald verið bannað í Kópavogi. Hefir lögreglan séð um að þessu væri framfylgt ,eft»r því sem kostur hefir verið á. Þrátt fyrir bann þetta og eft irlit með framkvæmd þess hafa fáeinir einstaklingar brotið þessi ákvæði um lengri eða skemmri tíma. Hefir lögreglan stundum sætt nokkru aðkasti vegna afskipta af þessum málum og krafa um að setturn reglum sé hlýtt, talin of sókn á hendur saklausu fólki. Nú fyrir skömmu síðan gerðist það, að einn af þessum óleyfilegu hundum beit framan a£ fingri barns úr nærliggjandi húsi. Var sagt frá þessu atviki í dagblöðum daginn eftir. Lögrelglan vill að gefnu tifl- efni, aðvara bæjarbúa stranglega um að hlýta settum reglum um bann við hundahaldi, sem gildir undantekningarlaust fyrir alla aðra en ábúendur lögbýla. Mun lögreglan framvegis láta aflífa alla þá hunda, sem ekki er leyfi fyrir, án frekari viðvörunar. SAMKOMUL.AG hefur tekizt á samveldisráðstefnunni í London nm yfirlýsingu í Rhodesíumálinu. Þar með hefur verið komið, i veg fyrir úrsögn að minnsta kosti tveggja Afríkjuríkja úr samveld- inu. Hér sjást nokkrir Afríkufuiltrúar ræðast við fyrir utan Marl- borough House þar sem ráðstefnan fer fram. 2 16. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.