Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Rltstjórnarfull-
trúl: ElOur GuBnason. — Símar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 14906.
AOsetur AlþýSuhúslO vlð Hverfisgötu, Heykjavlk. — PrantsmlOja AlþýOu
blaOslns. — Askrlftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kc. 7.00 elntaklO.
Gtgefandl AlþýOuflokkurinH.
Betri skilyrði
ÞAÐ VAR án efa spor í rétta átt að setja Hagráð
á stofn, safna þar saman fulltrúum helztu hagsmuna^
samtaka í efnahagslífi, veita þeim ítarlegar upplýsing-
ar um ástand og horfur og fá þá til að ræða málin.
Hingað til hefur verið of lítið um slíkar viðræður,
fyrr en komið var að iverkföllum í kjaradeilum.
jk
Efnahagsstofnunin hefur lagt ítarlega skýrslu fyrir
Hagráð og var hún rædd á fjórum fundum. Skýrsl-
an er fróðleg og er í henni að finna miklar upplýsing-
ar um hina ýmsu þætti efnahagsmálanna.
í skýrslunni segir Efnabagsstofnunin meðal ann-
ars, að sérstaklega hagstæð skilyrði samfara skyn-
samlegri stefnu í efnahagsmálum hafi skapað grund-
völl fyrir bættum lífskjörum nú síðustu ár. Hins veg-
ar kemur fram ótti um, að hin hagstæðu skilyrði, en
þáu eru helzt aflamagn og verðlag útflutningsafurða,
séu ekki lengur fyrir hendi.
Lokaniðurstaða skýrslunnar er þó byggð á trausti
og bjartsýni. Þar segir: „Skilyrðin til þess að ná betra
jafnvægi í þróun efnahagsmála eru nú hagstæðari
hér á landi en þau hafa verið oft áður, þegar svipaðir
erfiðleikar hafa steðjað að. Afkoma almennings er
góð og hetri en nokkru sinni fyrr. Enda þótt greiðslu
tjöfnuður muni snúast til hins verra á þessu ári, eru
iengir meiriháttar erfiðleikar fyrirsjáanlegir í greiðslu-
jviðskiptum við önnur lönd, enda nýtur landið trausts
jerlendis og gialdeyrisvarasjóðir eru fyrir hendi.
jÁbrifa aukins aðhalds í peningamálum á Iausafjár-
jstöðu bankanna er mjög tekið að gæta, samtímis því,
jsem hundinn hefur verið endi á þann halla, sem var
-á ríkisbúskapnum á árunum 1964 og 1965. Enda þótt
umfangsmiklai framkvæmdir séu á döfinni eru fram-
kvæmdaþarfir og fyrirætlanir í mörgum greinum nú
minni en verið hefur um skeið“.
1 Að lokum segir svo í skýrslu'nni: „Þessi skilyrði eru
íþó í sjálfu sér ekki nægileg til að ná árangri, nema
“til komi áframhaldandi aðhald í fjármálum og pen-
jingamálum, raunsæi og festa í framkvæmdaáætlun
Iríkis, siveitarfélaga og annarra opinberra aðila, og
isamkomulag um laun og verðlag, er setji þróun
þeirra hæfileg mörk. Þetta eru nú brýnustu verkef-n-
m í íslenzkum efnahagsmálum, þau verkefni, sem
jyerður að leysa, ef skapa á svigrúm til nýrrar sóknar
■þil framfara og <velmegunar.“
' Skýrsla Efnahagsstofnunarinnar er ítarlegt yfirlit,
stutt af miklum tölulegum upplýsingum. Framundan
•eru þýðingarmiklir samningar milli hinna ýmsu að-
iía vinnumarkaðsins, svo og aðrar efnahagslegar á-
kvarðanir. í umræðum um bau mál öll er gott, að
fslík skýrsla skuli liggja fyrir
'4 -8- -ieptember 1966 - ALÞÝÐUBLAOIÐ
SEMPLAST
TIL BLÖNDUNAR í STESNSTEYPU
SEMPLAST
í steinsteypu gefur aukið togþol og slitþol
meiri sveiganleika og betri viðloðun.
Semplaststeypu má leggja í mjög þunnu lagi.
Semplaststeypu má flísa niður í ekki neitt án
þess að springi eða kvarnist úr henni.
Semplaststeypu má leggja beint á gamla,
slitna og sprungna steypu án þess að höggva
þurfi upp áður.
Semplaststeypa er óviðjafnanleg til viðgerða
og holufyllinga í múr.
Semplaststeypa á gólf gerir þau fjaðurmögnuð
og endingarbetri.
Semplaststeypa deyfir hávaða og fyrirbyggir
rykmyndun.
SEMPLAST er ódýrara en öll önnur
sambærileg efni sem völ er á.
Rafbúð
Domus MEDICA —
Egilsgötu 3.
Sími 18022.
KÆLiSKAPAR
Höfum fengið nokkra kæliskápa frá hinu
heimsþekkta firma
í stærðum 132 1. og 230 1.
Verðið sérlega hagstætt.
★ DÝRTÍÐARUPPBÓT
GAMLA FÓLKSINS.
Ekki getur Þjóðviljinn glaðzt yf-
ir því, a'ð gamla fólkið, öryrkjar og aðrir, sem
njóta bóta almannatrygginganna, skuli nú fá
df’rtíðaruppbætur eins og aðrir launþegar. Rit-
stjóri kommúnistablaðsins stenzt ekki freisting-
una að nota jafnvel þetta til árása á Alþýðublaðið
fyrir að hafa talað um „mannúðlega stefnu“ í
þessu sambandi.
Vafalaust má deila um, hvort sú
iiugsjón jafnaðarstefnunnar að útrýma fátækt og
jafna aðstöðumun fólks í lífsbaráttunni eigi skylt
við mannúð eða ekki. Hitt er rétt hjá ritstjóra
I’jóðviljans, að það verða í dag að teljast sjálf-
sögð mannréttindi, að þetta fólk fái laun frá þjóð-
félaginu.
Hins vegar er freistandi að
spyrja: Úr því að Þjóðviljinn telur þetta baráttu-
mál jafnaðarmanna nú til sjálfsagðra mannrétt-
inda, hvers vegna gekk þá svo illa að fá trygg-
ingamálum þokað fram í vinstri stjórninni? — Af
liverju voru almannatryggingar þá ekki stóraukn-
ar eins og viðreisnarstjórnin gerði 1960? — Af
hverju ákvað vinstri stjórnin ekki, að ellilaun
skyldu liækka í samræmi. við kaup verkamanna,
eins og núverandi stjórn hefur gert?
★ VERÐBÓLGAN OG
1 GREIÐSLUR TRYGGINGA.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að gamla fólkið, öryrkjar og aðrlr þeir,
sem lifa að meira eða minna leyti á launum frá
almannatryggingum, fara jafnan illa út úr verð-
bólgu — verr en aðrir. Það hefur þurft að flytja
frumvarp á Alþingi og fá það samþykkt sem lög
fyrir hverja smáhækkun á launum þessa fólks —
þar til nú fyrir skömmu. Fyrir frumkvæði AI-
þýðuflokksins fékkst það loks samþykkt, að elli-
laun og aðrar greiðslur af því tagi mætti hækka
til samræmis við laun verkamanna við' fiskvinnu.
Þeir fá dýrtíðaruppbætur og nú. heíur verið á-
kveðin hækkun til gamla fólksins til samræmis.
Þetta er mikið spor í rétta átt og hefði ÞjóðVilj-
inn átt að gleðjast yfir því í stað þess að nota
það sem tilefni hnútukasts í garð Alþýðublaðsins.