Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 9
Heimur • . v r-v 'ú'icr 2^ og hugur Alfræðasafn AB : MANNSHUGU RINN eftir John Rowan Wilson og ritstjóra •tímiaritsins Uife. Jóhann S. Hannesson íslenzkaði. VÍSINDAMAÐURINN eftir Henry Margenau, David Berga- mini og ritstjóra tímaritsins Life. Hjörtur Halldórsson ís- lenzkaði. Almenna bókafélagið, Reykja- vík 1966, 200 bls. Almenna bókafélagið hefur um skeið gefið út flokk alþýðlegra fræðirita, stórar og veglegar bæk- ur með miklum myndakosti, og mun þessi nýbreytni í bókagerð hafa hlotið góðar undirtektir og vinsældir lesenda. Mér er sagt, að sumar fyrstu bækurnar séu löngu uppseldar og harla torgæt ar á fornsölum. Fyrstar voru „landabækurnar” sem orðnar voru 12 talsins, þegar útgáfunni lauk í fyrra, en síðan hóf AB útgáfu á nýju „alfræðisafni” og eru þegar komnar út fimm bækur í þeim flokki. Fjalla þær um hin sundur- leitustu efni, en auk bókanna tveggja sem hér er getið, eru komnar út í flokknum bækur um frumuna, mannslíkamann og könnun heimsins. Og þessa dag- ana bytast nýjar bækur við flokkinn. um veðrið og hreysti og sjúkdóma. Útgáfa þessara bókaflokka beggja, og fleiri hiiðstæðir flokk- ar eru til sem enn hafa ekki ver- ið þýddir, er sannarlega alþjóð- legt fyrirtæki. Bækurnar eru samdar og gefnar út í frumútgáfu í Bandaríkjunum á vegum tíma- ritsins Life, en þær koma jafn- harðan út í þýðingu víða um lönd, og er útgáfa þeirra að verulegu leyti sameiginleg. í íslenzku gerð- inni eru bækurnar t.a.m. prent- aðar og bundnar í Holiandi en textinn að vísu settur hér á landi. Með þessum hætti verða bækurn- ar tii muna ódýrari í framleiðslu en ellegar og frágangur þeirra vandaðri en kostur væri heima fyrir; er líka mikill útlitsmunur þessara bóka og þeirra tilrauna sem hér hafa verið gerðar til hlið- stæðrar bókagerðar_. Enda mun þessi alþjóðlega aiþýðufræðsla hvergi hafa hlotið neitt viðlíka undirtektir og hér á landi, þa sem bækurnar koma í opið cg ófyllt skarð í íslenzkan bókakost; hér er sem kunnugt er fátt skrif- að við almenningshæfi um fræði og vísindi. Hafa jafnvel veriö skrifaðar hátíðlegar forustugrein- ar um það í blö’ðin hverjum stór- tíðindum þessar bækur sæti í ís- lenzku menningarlífi! Það mun þó mála sannast að bækur þessar brjóti engin mál til mergjar fyrir lesanda sinn, enda warla til þess ætlazt, né ryðja dþær neinar nýjar leiðir í ís- Jenzkri bólcagerð, þó þær séu til marks um það, hve innlend bóka- útgáfa er enn fátækleg á mörgum sviðurp. En þegar bezt lætur greina þær lesandanum ljóst og lipurlega frá viðfangsefnum sín- um, vel fallnar til þess að vekja forvitni og áhuga, skapa þörf fyr- ir gagngerari fróðleik, hvort held- ur er urh framandi lönd og þjóð- ir eða tiltekin fræðisvið og vís- indagreinar, þj óðf élagsfyrirbæri eða framkvæmdir. Höfuðprýði þessara bóka er að vísu mynda- kostur þeirra, mikill og fjöl- fjölbreyttur, margar myndirnar í litum og frágangur allur hinn vandaðasti. En það er einnig vand- að vel til textans sem auðvitað á að vera ljós og auðskilinn, læsi- iegur hverjum leikmanni; bæk- urnar leitast við að skemmta um leið og þær fræða. Liggur í aug- um uppi að á miklu ríður að vel sé vandað til þýðingar þeirra, ekki sízt þar sem bækurnar munu eink- um hentugar unglingum, en ís- lenzkt. vísindamál, alþýðlegt eða fræðilegt, enn sem komið er fá- tæklegt og heiti og hugtök einatt á reiki. Fer ekki hjá að misbrest- ur verði á þessu með köflum, þar sem margir og misjafnir þý’ðend- ur kcma við sögu. En reynist mál- far þýðinga sem þessara verulega ófullkomið eða jafnvel óviðun- andi með öllu er hætt við að út- gáfa þeirra komi fyrir lítið, verði einungis til að rugla lesandann í ríminu, birgja honum iitsýn í stað þess að opna nýja. Síðustu bækurnar tvær í „al- fræðisafni AB” eiu til dæmis um . kosti og galla þessara bóka. Báð- ar eru nákvæmlega jafnstórar og i sömu sniðum, myndaval beggja mikið og skemmtilegt og mynd- irnar raunar ekki síður ætlaðar lesandanum til skemmtunar, dægrastyttingar en beinnar upp- fræðslu. Báðar bækurnar brjóta upp á vandamálum, kynna þau fyrir lesandanum frekar en þær ætli sér að leiða neina frásögn til lykta. Mannshugurinn þykir mér líka áhugaverð bók, dável heppnuð hlaðamennska í máli og my-ndum. Þar er gerð í stuttu máli grein fyrir nokkrum helztu sál- fræðikenningum nútímans, kónn- unum og tilraunum í sálfræði, lýst þekkingu okkar á heilanum sjálfum, gerð hans og starfi, lýst greindarmælingum og rann- sókn mannlegra námshátta í stutt- um og læsilegum þáttum. Bókinni heponast að vcrða í senn skemmti- leg og fróðleg, vekja iesandanum áhuga á viðfangsefninu og nokk- urn skilning bess, og ‘il anr.ars né meii a verður ekki með góðu móti ætlazt af slikri bók. Og, býð- ing Jóhanns Hannessonar virðist levst af hendi með mikilli prýði, málið jafnan ljóst og lipurt og alveg eðlilegt. Sama verður því miður ekkí sagt um þýðing Hjartar Halldórs- sonar, sem er einatt snúin og klúðruð og torskilin með köflum; hann virðist alveg óeðlilega háður málskipan frumtextans. Og Vís- indamaðurinn er frómt frá sagt fjarska leiðinleg bók og líklega gagnslítil eftir því, efni hennar raunverulega allt og ekkert. Þar tekst hvorki að gera viðhlítandi grein fyrir „hinni vísindalegu að- ferð” né' vísindamönnum sem manntegund eða stétt, eins og til- ætlunin virðist, og bollaleggingar bókarinnar um samhengi vísinda og listar, vísinda og trúarbragða, vísinda og stjórnmála eru fjarska- lega yfirborðslegar. Væri þó efni bókarinnar mikið, ef auðnuðust einhver tök á því, að gera grein fyrir margumtöluðum menningar- klofningi okkar tíma, milli lærðra og leikra, milli hinna tveggja „menningarkerfa” sem ó íslenzku eru nefnd ófimlega „hugvisindi” og „raunvísindi.” En hér leiðir blaðamannsaðferð þessara bóka lit í meinlítið og meiningarlítið tal um daginn og veginn. Þess sér að sjálfsögðu stað hvarvetna í þessum bókum að þær eru ekki samdar fyrir íslenzka lesendur séráparti. Efniviður þeirra er að sjálfsögðu amerískur að langmestu leyti, frásagnarefni og myndir, og frásögnin miðuð við þarfir og þekkingu amerískra les- enda. Yrðu slíkar bækur að sjálf- sögðu skemmtilegri og Hklega gagnlegri, ef unnt væri að stað- færa frásögn þeirra að einhverju leyti fyrir islenzka lesendur, þar sem sérfræði sleppir og komið er að almennari efnum eins og víða er í þessum bókum tveimur. En bækurnar virðast þýddar ó- breyttar eins og þær koma fyrir af skepnunni. Og áreiðanlega væri þarflegt að gera bókaskrána sem hverju bindi fylgir sérstak- lega úr garði fyrir íslenzka les- endur, geta þeirra rita um sömu eða skyld fræði sem til kunna að vera á íslenzku og annarra þeirra rita, sem íslenzkum lesendum eru aðgengilegust. Um þetta er ekki hirt en bókaskrá frumútgáfunnar prentuð óbreytt. Þá eru orðskýr- ingar og nýyrðaskrár einatt þarf- legar með þýðingum sem þessum; slíkar skýringar fylgja fyrstu bindunum þremur en ekki seinni bókunum. Með þessum einföldu viðbótum yrði safnið þó töluvert gagnlggra lesöndum sínum. Ritstjóri íslenzku útgáfunnar á „alfræðasafninu” er Jón Eyþórs- son veðurfræðingur, en ekki- er alveg Ijóst í hverju ritstjórn hans sé fólgin nema ef vera skyldi um- sjón með prófarkalestri og eftir- lit eftir málfai’i þýðendanna sem að vísu er mikið verkefni og mik- ið undir því komið. Þá er einnig mikilsvert að velja bækur rétti- lega til útgáfu ef bókaflokkuiinn er. ekki þýddur allur. En nytsam- legastar virðast þær bækur af þessu tagi vera, sem fjalla um til- tekin, afmörkuð svið, sem grein verður gerð fyrir í tillölulega stuttu máli, efnissvið sem nokkru varða, en eru 'þó ekki sérlega uá- læg okkur né önnur eðá veiga- meiri rit aögengileg um þau. Ó.J. óskast strax. Vaktavinna. Upplýiingar í síma 17758. Ryðfrí búsðhöld í mikla úrvali — Einnig norskir berja- og ávaxtasuðupottar. Góðar vörur — gott verð. SmrSjubúðin við Háteigsveg — Sími 21222. Oskum eftir mönnum til að vinna við sandblástur. S. Heigasen hf. Súðarvogi 20. — Sími 36177. ATVINNA Karlmenn og stúlkur óskast til starfa í verksmiðju vora nú þegar. Yfirvinna. Mötu neyti á staðnum. Upplýsingar hjá verk- stjóra. HAmPmiAH H.F. Stakkiiolti 4, sími 11600. LAUST STARF Loftskeytamenn óskast til starfa hjá Lands- símanum (til vaktavinnu). Nánari upplýsingar hjá forstjóra radíó- tæknideildar og ritsímastjóra. Reykjavík, 14. september 1966. Póst- og símamálastjórnin. SENDISVEINN Sendisveinn óskast nú þegar. Þarf að hafa hjól. Hassagerti ileykjavikur Auglýsingasíminn er 14906 16. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.