Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 7
’ía
Viðtal við Olaf Ingólfsson, stud. mag.
í JÚLÍ síðastliðnum dvaldi
hópur 'íslendinga á norrænu móti,
sem haldið var á Útey í Noregi.
Hér fer á eftir viðtal við Ólaf
Ingólfsson, stud. mag., sem var
fararstjóri þeirra félaga.
— Hvar í Noregi er Útey?
— Þessi eyja er í vatni, sem
heitir Tyrifjorden og er í um 40
km. fjarlægð frá Oslo. Eyjuna
á Samband ungra jafnaðarmanna
í Noregi.
— Hverjir sóttu mótið og hver
var tilgangur þess?
— SUJ í Noregi (AUF) ásamt
ungu fólki úr verkalýðshreyfing-
unni stofnaði til þessa móts og
sá um það. Þangað var komið
.ungt fólk úr jafnaðarmannafélög-
um frá öllum Norðurlöndunum,
alls um 800 manns. Auk þess
voru gestir frá Póllandi, Indlandi,
Júgóslavíu, Yestur-Þýzkalandi og
Dóminíska lýðveldinu. Tiigangur
mótsins var aðallega sá, að þarna
kæmi saman sem flest ungt fólk
frá hinum ýmsu þjóðum, til þess
að það gæti kynnzt, skipzt á skoð-
unum og lært hvað af öðru bæði
um land og þjóð og um starfsemi
félaganna og flokkanna. Þarna
voru éinnig haldin pólitísk nám-
skeið og ýmsir merkir menn
fengnir til að halda fyrirlestra m.
a. Daninn Jan Hækkerup, sem er
framkvæmdastjóri Alþjóðasam-
bands ungra jafnaðarmanna (IU-
SY) og Iteiulf Steen. varaformað-
ur norska verkamannaflokksins.
— Hvernig er umhorfs á eynni,
Ólafur Ingólfsson
og hvernig var fyrirkomulag
mótsins?
— Þessi cyja er 10.2 ha. að
stærð og að miklu leyti vaxin
skógi. Þar eru samt nokkur stór
í jóður og svæði til íþróttaiðkana.
Mótið var sett að kvöldi 13.
júlí, en þann dag og daginn áður
var fólk að streyma til eyjarinn-
ar og koma sér fyrir.
Við íslendingarnir lögðum af
stað með flugvél frá Reykjavík
um morguninn 12. júlí og flug-
um fyrst til Bergen með viðkomu
í Færeyjum. í Bergen þurftum
við að bíða 4 klst., en ekki þótti
okkur það neitt verra, því að þar
með gafst okkur tækifæri til að
skoða örlítið þessa merkilegu
borg. Síðan flugum við til Osló
og þar tóku á móti okkur Arvid
Jacobsen, ritari AUF, — og fleiri.
Þeir óku okkur til vatnsins þar
sem ferja beið. Okkur voru lánuð
tjöld og viðleguútbúnaður, en
annars höfðu flestir slíkt með sér
enda skemmra að komnir.
Þarna á eynni var komið á fót
ýmsum stofnunum, þarna var
verzlun þar sem fengust matur
og nýlenduvörur, þarna var póst-
hús, sjúkrahús, hátalarakerfi um
alla eyna, skrifstofur, eldhús,
samkomusalur og þrjá fyrstu dag-
ana var meira að segja útibú frá
Arbeiternes Landsbank.
Um kvöldið 13. júlí var svo
mótið sett. Formaður AUF, Ola
Teigen, bauð gesti velkomna og
opnunarræðuna hélt formaður
Norska verkamannaflokksins,
Tryggve Bratteli.
Síðan gekk mótið í stuttu máli
þannig fyrir sig: Á daginn var
lítið skipulagt sérstakt, nema
þegar námskeiðin voru, eö þau
fóru fram um hádegisléytið. Á
hverju kvoldi var kvöidvaka. Þá
komu vfram ýmsir • þekktir
j skemmtikraftar, mest söngfólk.
I Annars , skemmtu þátttakendur
hinna ýmsu þjóða með söng og
dansi o. fl. Eftir kvöldvökuna var
stiginn dans til kl. há-lf eitt. Að
dansinum loknum var oftast varð-
eldur. Þær stundir eru mér einna
eftirminnilégastar. Þá var sam-
söngur og leikið undir á gítar,
eða þá að nokkrar manneskjur
sungu og spiluðu. Stundum voru
haldnar stuttar ræður, þar á með-
■ ■
Jan Hækkerup fr.kv.stj. Alþjóðasambands ungra jaf naðarmanna og Peter Berk, ritari SUJ í Danmörku
al talaði Ingvar Carlson, yngsti
þingmaður Svía.
Á daginn var hægt að gera sér
margt til skemmtunar. Flesta
dagana var sérstaklega gott veð-
ur, jafnvel stundum í það heit-
asta, t. d. einn daginn var 28
stiga hiti og nær alltaf logn. En
við hitanum var það einfalda ráð
tekið að stinga sér í vatnið og
synda, enda var það mjög iðkað.
Tjaldbúðunum var skipt niður
í átta bæi. Hver bær kaus sér
stjórn. Bæirnir kepptu svo sín í
milli í íþróttum, svo sem knatt-
spyrnu og blaki, og eins voru
kappleikir þjóða í millum. Sam-
göngur við eyna voru með ferju
á klukkutíma fresti á : daginn, og
eins áætlunarbílar til Osló og til
Hönefoss, en það er litill, mjög
vinalegur bær — í um 26 km.
fjarlægð frá Útey.
Á liverjum degi voru hengd
upp blöð þar sem tilkynntir voru
helztu dagskrárliðir hvern dag.
Einnig kom nokkrum sinnum út
blað, „Utöya posten" og var það
borið um allt. Eitt sinn voru boð-
aðar kosningar eftir nokkra daga
og vissu fáir hvað væri á seyði.
Kvöldið áður en þær skyldu fara
ijram héldu / írambjóðendur
tveggja flokka ræður af mikilli
mælsku og furðulegustu mál voru
á stefnuskránni. Flokkarnir
nefndust Romantiske Radikale
Venstre og Det Sexualdemokrat-
iske Parti. Kosningadaginn var
mikið líf í tuskunum og baráttan
hörð. Stefnuskrárnar og framboðs
listarnir komu og var dreift um
allt. Um kvöldið var kosið og var
mikill spenningur og tvísýnt um
úrslit.
Fór svo að Romantiske Radi-
kale Venstre hlutu nauman meiri-
hluta og skyldu þeir mynda stjórn.
Ekki vildu hinir una við þetta.
Næsta morgun þegar mer.n vökn-
uðu stóðu menn á öllum mikil-
vægum stöðum með vatnsbyssur
og loftriffla í höndum. Bylting
hafði verið gerð og kúgurunum
steypt. í staðinn fyrir Utöya post-
en kom nú út Revolusjons Tid-
ende, sem birti fréttir af bylting-
unni og kynnti leiðtogann Leo
Folkowitz og aðra í ráðinu, m. a.
sex eða sjö varaforseta.
Þetta var eitt af mörgum up.p-
átækjum, sem fólk hafði sér til
skemmtunar.
— Hvers finnst þér þú hafa
orðið vísari af kynningu við fólk-
ið?
— Vitaskuld fór ekki allur
tíminn í skemmtanir. Það sem
mér finnst ekki livað minnst
verðmætt var sú kynning og þekk
ing á lífi og starfi fólksins, sem
fékkst af viðtölum við einstakl-
inga. Við eyddum þannig mikl-
um tíma í að tala við fólk up
starfsemi og skipulag félaganna
svo að dæmi sé nefnt. Unghreyf-
ingin hér á landi er í tveimur
stigum, þ.e.a.s. FUJ á hinum
ýmsu stöðum og svo aftur Sam-
band ungra jafnaðarmanna. Éíi
t. d. í Svíþjóð er hreyfingin ,;í
þremur stigum. Minnstu einifíg-
arnar eru aðeins klúbbar með 60
—70 félaga, síðan koma heildir,
sem fara eftir landssvæðum, t- d.
ein borg. Síðast eru landssám-
tökin SSU.
Félagslífið er mjög fjöi’ugt og
samkomur í klúbbunum eru reglu-
legar. Á þessum samkomum g*er-
ist hvort tveggja að fólk skemmtir
sér og á hinn bóginn fer fram
kennsla í fundarstörfum ^ Q.g
stjórnmálum. Haldnir^ eru um-
ræðufundir og rætt um jafnt utan
sem innanríkismál. Mér finjast
unga íólkið á hinum Norðuriönd-
unum láta sig meira varða það
Framhald á bls.íLO.
16. september 1966 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^