Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 11
Valur átti í erfið- leikum með Þrótt EFTIR að hafa farið á kostum um hálft meginland Evrópu, máttu Valsmenn prísa sig sæla, að hafa tvö stig út úr Þrótti í I. deildinni í síðasta leiknum, sem fram fór ó Laugardalsvellinum á miðviku daginn var. Með þessum úrslitum standa Valsmenn og Keflvíking- ar jafnt að vígi að stigum, 14 hvor en aukaleikur verður að skera úr Úrslit FRÍ-mótsins í greininni um mót FRÍ í blað- inu í gær féllu niður úrslit í þrem greinúm. Við leiðréttum þetta hér með: Kúluvarp: Neal Steinhauer, USA 19,07 Guðrh. Hermannsson, KR 15,90 Erlendur Valdimarsson, ÍR 14,19 Sigurþór Hjörleifsson, HSH 14,18 Kringlukast: Neal Steinhauer, USA 50,62 Þorsteinn Alfreðsson, UBK 47,76 Erlendur Valdimarsson, ÍR 45,25 Þorsteinn Löve, ÍR 45,10 Langstökk: Ólafur Guðmundsson, KR 7,15 Donald Jóhannesson, UBK 6,41 Hróðmar Helgason, Á 5,26 Snorri Ásgeirsson, ÍR 5,22 um það, hvor skuli hljóta íslands meistaratitilinn í ár. Mun innan tíðar verða látið sverfa til stáls þar um. Er þá betra að vera „vel til pas“ og við öllu búinn. Það var Ingvar Elísson, sem skor aði þetta eina mark, sem gert var í leiknum. Skotið var að marki Þróttar, en boltinn hrökk frá varn arleikmanni og til Ingvars, sem skoraði viðstöðulaust. Þetta skeði á 9 mínútu leiksins, en er um 9 mín. voru eftir af leiknum, fékk Þróttur eitt sitt bezta tækifæri til að jafna. Haukur Þorvaldsson komst í Igegn cg skaut úr send ingu frá Erni Steinssen, en boltinn straukst við stöngina utanverða. Þarna skall hurð nærri hælum. hvað fastast við Valsmarkið. Þrátt fyrir það þó leikurinn væri næsta þófkenndur, var hann samt æði spennandi á köflum. Vegna hinnar naumu áðstöðu Vals og möguleika Þróttar til að jafna. Leikur Þróttar var um margt einn sá bezti, sem liðið hefir sýnt í sum ar, einkum þó á köflum í síðari há’fleiknum. Rafn Hjaltalín frá Akureyri dæmdi leikinn. Fórst honum það ekki nógu vel úr hendi. Röng innvörp á báða bóga, lét hann af skiptalaus, svo og línuverðirnir, sem og voru að norðan. Einnig ýmiskonar stjak og ýtingar með höndum, sem miðframvörður Þrótt ar gerði sig sekan um hvað eftir annað, slapp framhjá dómurunum. Auk þess dæmdi hann tvö mörk, sem Valsmenn gerðu, að því er virtist alveg löglega, sem rang lega gerð. Það fyrra kom þegar á fyrstu mínútu leiksins, mark vörður Þróttar og sóknarmaður Vals börðust um boltann en misstu hann út, annar framherji Vals skf.ut þá að markinu og hafnaði boitinn í netinu, eftir að hafa snert einn varnarmann Þróttar. Dæmt var á, að sóknarmaður Vals hefði brotið á markverði. Þetta virtist út í loftið gert. Þá var og mark sem Valsmenn gerðu á 36. mín. dæmt ólöglegt og aftur vegna brots á markverði. Sem einnig átti sér enga stoð. Hins vegar lét dómarinn það kyrrt liggja þó Her manni Gunnarssyni væri hnoðað niður 'á vítateigi af tveim varnar mönnum Þróttar, er hann var í opnu færi eftir að hafa leikið sig frían. Sömuleiðis lét hann kyrrt liggja freklega bakhrindingu á Reyni er var í sókn, rétt við víta teiginn. Það skeði á 27. mín s-'ð ari hálfleiks.. Þessi brot og fleiri voru svo augljós, að ekki er unnt að afsaka þau með æfingarleysi einu saman. Hverjum og einum sem einhverja nasasjón hefir af knattspyrnulögum og knattspyrnu yfirleitt á að liggja slíkt i augum uppi. Eins og áður segir munu Vals menn cg Keflvíkingar nú keppa til úrslita í íslandsmótinu innan tíðar, í aukaleik. Slíkur sigur sem þessi y.fir Þrótti, dregur skammt, rétt eins og að „mfga í skó sinn“ í frosti, ef ekki verður dugmeiri undirbúniwgur að þeim leik en sýnilega var að þessum, af hálfu Valsmanna. E.B. OL-kvikmynd í Lindarhæ kl. 8,30 í kvöld í kvöld kl. 8,30 ejnir Útbreiðslu nefnd FRÍ til fundar í Lindarbæ uppi. Sýnd verður kennslukvik mynd .frá Olympíuleikjunum ' Takyo. Allir frjálsíþróttamenn og starfsm.enn móta í sumar eru vel komnir á fundinn. Tveir nyiiuar leika með íslenzka landsliðinu gegn Frökkum á sunnudaginn. I-Iér er annar þeirra, Óskar Sigurðsson, KR, sem leikur í stöðu vinstri bakvarðar. GuðmUí.u. r Hermannsson KR, sem nú er 41 árs og ennþá okkar langbezti kúluvarpari. Hann varð annar á móti FRÍ á þriðjudag varpaði 15,90. Áhugamenn ? Eins og kunnugt er stóðu austur-þýzku íþróttamennirn ir sig mjög vel á EM í frjáls íþróttum. Strax að mótinu loknu fóru þeir heim og voru að sjálfsögðu hylltir mjög. Síðan fór flokkurinn til Búlg aríu og dvelur þar við æf ingar í 2000 m. hæð. Ekki verður til setunnar boðið að þeim æfingum loknum, því þaðan fara Austur-Þjóðverj arnir beint til Mexicó og keppa. Þessar ferðir eru einn þáttur í undirbúningnum fyr ir Olympíuleikana í Mexico 1968. Allt virðist vera hægt. Svíar býsnast heilmikið yf- ir þessu og segja, að saman borið við þessi ósköp séu tækifæri þeirra beztu íþrótta manna eins og hjá vanþró uðu löndunum, Hvað er þá hægt að segja um íslenzka íþróttamenn og tækifæri þeirra? Er raunverulega liægt að tala um keppni, þegar hinir íslenzku áhuga menn reyna sig við dulbúna áhugamenn eins og hér um ræðir? vHMtUHHMMVMUMMtmMmMMIMmHttMWUMMMHMI Leikskráin kemur i dag Samtök íl?róttafrétta manna gefa út leikskrá í til efni landsleiks íslendinga og Frakka. Leikskráin kemur út í dag og verður seld í sölutjaldinu við Útvegsbank ann ásamt aðgöngumiðum. í skránni er að finna ýmsar upplýsingar. Viðtal er við- l Albert Guömundsson umi . franska knattspyrnu, en eins v og kunnugt er lék Albert með frönskum knattspyrnu i’ l;iðum umi á)abil. Þá éru ' úrslit fyrri Iandsleikja í , skránni, upplýsingar um ís- . lenzku leikmennina og Ijð unum stillt upp í opnu til hægð'arauka fyrir áliorfendur. Anderlecht, Belgíu sigraði Haka, Finnlandi 10:1 í Evrópubikar- keppni meistaraliða í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Helsingfors. -0- í Evrópubikarkeppni bikarmeist. ara gerðu Servetta, Sviss 03-, Turku Finnlandi jafntafli 3:3 i« fyrri leik liðanna. 16. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ Xt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.