Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 13
Sautján 19. sýninganvika Kveðjusýning-. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. Sími 50249 Het|urinar frá Þelamörflc. Heimsfræg brezk litmynd, er fjallar um hetjudáðir norskra frelsissinna í síðasta stríði. Kirk Douglas. Sýnd kl. 9 Börn Grants skmstiéra Sýnd kl. 7. Vinnuvélar TIL LEIGU. Leigjmn út pússinga-steypu- brærivélar og hjólbörur. Rafknúnir grjót- og múrhamrar með borum og fleygum. Steinborvélar — Vibratorar. Vatnsdælur o.m.fl. LEIGAN S.F. Súni 23480. Trí' 'Hrnringar Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson gullsmiöur Bankastræti 12. Siy ðTÖÐIN Sætúia 4 — Sími 16-2-27 BOlinn er smurðor fljótt off Vel. SéSjom aliar teguadir af tfmurolíú var heima þegar þér fóruð, en þér vissuð að hún ætlaði að heimsækja móður sína í Sands Pits. Eða svo sagði hún yður. — Rétt er það. — Hvenær fóruð þér í hádeg- isverð hr. Thayer? spurði Car- ella. Klukkan eitt. Ja — eða um eittleytið alla vega. — Hvar snædduð þér hádeg- isverð, hr. Thayer? — Á ítölsku veitingahúsi ekki mjög langt frá skrifstofunní. — Hvað heitir það veitinga- hús? — Svona nú .... sagði hr Thayer, en hristi svo höfuðið. Haldið þið, að ég hafi framið morð eða hvað? — Ekki endilega, sagði Car- ella. — Við viljum aðeins fá að vita allt, sem þér gerðuð um daginn. — Gott og vel. Ég hef ekkert gert, en þið reynið að gefa í skyn, að .... Hvernig haldið þið eiginlega að mér liði? spurði hann skyndilega. — Ég sé mynd af konunni minni í blöðunum og les þar, að hún sé látin. Bölv- aðir þöngulhausarnir vkkar, — hvernig haldið þið að mér Hði? Hann lagði frá sér kaffiboll- ann og gróf andlitið í höndum sér. — Hr. Thayer, sagði Carella vingjarnlega, — deild okkar rannsakar livert einasta sjálfs- morð e'ns og væri það morð. — Farið þér og yðar deiid til fjandans, sagði Thayer. — Konan mín er dáin. Hún var uppi í rúmi hjá öðrum manni. Hvern djöfulinn viljið þið mér? — Við viljum fá að vita, hvar þér voruð í gær, sagði Hawes. — Ég snæddi hádegisverð með Fow^rd á veitingahúsi sem kall að er Nino’s. Ég fór aftur á skrifstofuna klukkan tvö eða hálfþriú. Ég vann til hálf fimm. Howard kom og sagðist vera al- veg unpgefinn og hvort ég vildi fá mér eitt glas með honum. És þakkaði honum fyrir; við fór- um á barinn á horninu, hann heitir Hiá Dinty. Ég fékk mér tvö glös og svo gengum við How- ard yfir að neðanjarðarlestinni. Ég fór beint heim. — Hvað var klukkan þá? — Hálf sex. Ég las blöðin og horfði á sjónvarpsdagskrána. Ég fór á fætur klukkan hálf átta í morgun og út um átta leytið. Ég keypti morgunblað á leiðinni á matstaðinn. Meðan ég var að borða, sá ég myndina af Irene. Ég hringdi til tengdamóður minn- ar frá veitingahúsinu og síðan til lögreglunnar. Thayer þagnaði um stund og spurði svo: — Er þetta nóg? — Já. — Má ég þá fara? — Já. Þeir virtu hann fyrir sér með- an hann reis á fætur og gekk út. Hár, grannur maður lotinn í herðum og með klunnalegt göngulag. SJÖUNDI KAFLI. — Hver skollinn, sagði Hawes við verðum að spyrja fólk. — Rétt, svaraði Carella. __ Þú verður að viðurkenna það Steve að þetta er of sak- leysislegt til að það geti verið satt. Konan hans fer vikulega til móöur sinnar og sefur þar um nótt. Og hann hringir ekki einu sinni af og til og aðgætir, hvort hún sé þar. Nei, ég get ekki gleypt þetta ótuggið. — Það eru til fleiri hlutir milli himna og vítis en þig dreymir um Hoi’as, sagði Carella himin- lifandi með ranga tilvitnun. — Eins og hvað? — Ást til dæmis, svaraði Car- ella. \ ÁTTUNDI KAFLI. i Fred Hassler var feitlaginn, lítill maður í stórköflóttum jakka og með himinblátt, ítalskt bindi. Augu hans voru jafn himinblá og vakandi og hann virti skrifstof- una fyrir sér ánægjulegur á svip. — Ég hef aldrei fyrr komið á lögreglustöð, sagði hann. Hví- líkir litir! Hvílíkt andrúmsloft! — Humm, sagði Carella. Hvar hafið þér verið, hr. Hassler? — Ekki í borginni. Ég hafði ekkí hugmynd um að þið vilduð finna mig. Það var allt á öðrum endanum, þegar ég kom heim í morgun. Alveg brjálað! Eigand- inn sagði, að það væri vissara fyrir mig að tala við ykkur. Ég gerði það og hér er ég. — Vitið þér, hvað kom fyr- ir í íbúð yðar meðan þér voruð utanbæjar? — Jamm, allt sprakk. Það veit ég. — Vitið þér hver var í íbúð- inni meðan sprengingin varð? — Þekkti hann en hana ekki. — Hver var hann? — Tommy Barlow. — Hann býr ásamt bróður sínum einhvers staðar í Riverhead. — Hvernig þekktuð þér Tom- my, hr. Hassler? — Við unnum á sama stað. Lone Star Photo-Finishing, 88- gata, númer 417. Tommy hefur unnið hjá félaginu í tvö ár. — Er hann kvæntur? — Nei, ég var að enda við að segja ykkur að hann byggi með bróður sínum. Bróðir hans er krypplingur. Ég hitti hann einu sinni. Hann gengur við staf. — Vitið þér hvað hann heitir? — Amos Barlow. — Hvað var Tommy Barlow að gera í yðar íbxið? Hassler glotti kankvíslega. — Hann bað mig um að fá lykilinn að láni. Hann vissi að ég var að fara xir borginni. — Vissuð þér að hann ætlaði að koma þangað með gifta konu? — Nei. — Var hann góður vinur yð- ar, hr. Hassler? — Já, eiginlega. Við fórum í bowling saman. Hann hjálpaði mér líka með kvikmyndirnar mínar. — Kvikmyndir yðar? — Já, ég er með kvikmynda- dellu. Þar sem ég vinn erum við ekki með myndir, sem leikarar ieilca í. Við framköllum aðeins og kopíerum ljósmyndir. En svc fékk ég kvikmyndadellu og byrj- aði að labba um og kvikmynda. Svo klippi ég myndina og lími lxana saman. Tommy var vanur að hjálpa mér. — Hjálpa yður við hvað? Að taka myndirnar eða skeyta þær saman? — Hvort tveggja og leika í þeim líka. Ég á 300 feta filmu, sem er eingöngu af Tommy. — Var Tommy þunglyndxxr, hr. Hassler? spurði Hawes. — Tommy? Hassler brast í hlátur. Hann var glaðastur og kátastur allra. Alltaf brosandi og alltaf kátur. — Fannst yður hann eitthvað leiður, þegar hann bað yður um lykilinn? — Ég var að enda við að segja, að hann hefði verið sí- brosandi. — Hvenær sáuð þér hann síðast? — Á fimmtudaginn — í vinn- unni. — Fékk hann sér einnig frí á föstudaginn? — Það veit ég ekki, en húsbónd inn hlýtur að geta sagt yður það. , — Takk, sagði Carella. Hvar er hægt að hitta yður, ef við þurfum að tala frekar við yður? — í íbúðinni. — Ætlið þér að búa þar á- fram? spui'ði Hawes vantrúað- ur. — Því ekki það? Það er allt í lagi með svefnherbergið. Þar er ekki unnt að sjá að. neitt bafi komið fyrir. Dagstofan er ' alls ekki sem vei'st heldur. Þar geymi ég allar myndirnar mínar. Ef ég hefði nú haft þær húsinu — sprenging! NÍTJNDI KAFLI. Það hefði verið mjög auðvelt að kalla þetta sjálfsmorð og láta svo málið niður falla. —. Hvoi'ki Carella eða Hawes lang- aði til að eltast við þetta mál og allt benti til þess að Tomy Barlow og Irene Thayer Ixefðu dáið fyrir eigin hendi og af fús- um vilja. Sjálfsmorðsbréf var fyrir hendi. Gasið hafði orsakað sprengingu og tvær tómar viskí- flöskur voru í svefnherberginu Allt þetta gerði það að verkum að auðvelt var að komast að nið- urstöðu. Og niðurstaðan varð vitanlega sjálfsnxorð. En Carelle og Hawes voru afar samvizkusamir leynilög- reglumenn sem lært höfðu af margra ára reynslu að hvert einasta mál hefur sitt ,bragð.“ Þessi tilfinning er ósjálfráð og á hana bítur hvoi'ki rökvísi né f. eld- W\ ■ t 16. september 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ U

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.