Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 8
því leiðir, að hinar yfirfullu deildir úa og grúa af öfum og ömmum, sem eru þar til að hlúa a'ð litlum barnabörnum sínum, unglingum, sem hjúkra foreldrum sínum. Þarna getur að líta sam- safn hungraðs fólks, sem annast hina alvarlega særðu. Allir, jafnt heilbrigðir sem særðir líta eins út, eru horaðir með strekkta húð, alvarleg andlit og örvæntingu í augum. Um leið og læknirinn gekk hratt um deildirnar talaði fólkið til hans á sínu eigin tungumáli, sem hann skildi ekki. Hann brosti sínu hlý- lega og elskulega brosi, sem hann geymir handa sjúklingum sínum, klappaði þeim, huggaði og taldi í þá kjark á tungumáli, sem þeir skilja ekki. Ég náði mér í túlk og gekk um deildirnar og spurði algeng- ustu spurninga. Fólkið svarar iágri röddu, engrar geðshræring- ar verður vart, nenia í augum þess. Gamla fólkið er aumkunar- vert í örvilnan sinni, hinir full- orðnu virðast á valdi fullkominn- ar uppgjafar, barnadeildin er ó- bærileg. Enginn mótmælir eða kvartar. Við, hinir stórú, mettu, hvítu menn munum aldrei fá vit- neskju um tilfinningar þeirra. DREPINN Á STRÖNDINNI. Fimmtán ára gamall drengur sat á bedda sínum og voru báðir fætur hans vafðir plástrum. Hann og litli bróðir hans höfðu farið niður á ströndina til að gera við Særðir óbreyttir borgarar yfir- fylla sjúkrahús dreyfbýlisins. Á barnadeildinni liggja mörg börn, sem hlotið hafa brunasár af völdum napalmsprengja. net. Varðbátur Vietnammanna sá þá og vélbyssuskothríð- dundi yfir drenginn. Litli bróðirinn beið bana. Bátsmenn tóku síöan land til að ganga úr skugga um, á hvað þeir hefðu verið að skjóta, og fundu tvö börn. Ameríski ráðu- nauturinn um borð kom drengnum sem lifði til næsta þorps, þar sem þyrla tók við honum. Móðir hans og eldri bróðir komu síðan hingað með mótorbát til að hlynna að honum. Hann er heppinn, hann hefur aðeins verið tvo og hálfan mánuð á þessum átakanlega stað og mun geta gengið einhvern daginn. Hann sagði, að hann hefði ekki vitað, að ströndin var bannsvæði. Það var hans eina athugasemd. Þessi litlu börn æpa ekki af sársauka. Ef þau gefa frá sér Framhald á 10 síðu (I Marta Gellhorn heitir amer 'l ískur rithöfundur. Frá árinu (I 1937 var hún stríðsfréttaritari |jí 10 ár samfleytt og sendi i fréttir af víg-stöðvunum og frá borgum í Spáni, Finnlandi, (l Kína, Engrlandi, Ítalíu, Frakk- landi, Þýzkalandi og Java, ijsem orðið höfðu fyrir árásum J|Nýlega’ hefur hún verið í Vi' etnam, og grein sú, sem hér fer á eftir stytt og er þýdd i <J úr enska blaðinu ,The Guard ( J ian“, er fyrsta grein hennar um * i styrjöldina í Vietnam.. 287 sjúklingum, en þeir eru 500. Langt frá heimilum sínum, oft orðnir heimilislausir þegar hér er komið, verða ættingjar hinna særðu einhvern veginn að sjá fyrir nauðþurftum þeirra. Og af Nýja hafnarborgin og hin forna höfuðborg dreifbýlisins, Qui Nhon, var einu sinni fagur 'baðstaður franskra landstjórnar- manna og fiskimannabær inn- fæddra með 20 þús. íbúa. Núna er tala íbúanna sögð vera i kring um 200 þús. Skýrslur um Viet- nam eru þegar bezt lætur, heiðar- ■legar ágizkanir, en of oft eru þær áróðurshjal. Qui Nhon er risa- stór birgðahaugur Bandaríkja- manna, hjúpaður rauðu ryki, sem þyrlast upp undan hjólum her- fiutningatækja, og hitinn þar er kæfandi. Þar má sjá hinar algengu ’hermannabúðir, vínstúkur, þvotta hús og verzlanir, sem skjóta alls staðar upp kollinum, þar sem Bandaríkjamenn eru, hótelin og villurnar, sem hefur verið breytt í aðalbækistöðvar, mötuneyti og vistarverur hermanna, og alls staðar flóttamannaskýli, sem byggð hafa verið úr hverju sem er, allt frá pappa og upp í þynnur, sem gerðar hafa verið úr tómum bjór- dósum. Áætlað hefur verið, að innan borgarmarkanna hýrist um 72 þús. flóttamenn, en enginn get- ur hent reiður á hinni vaxandi hjörð uppflosnaðra smábænda. í sérhverri hinna 43 aðalborga dreifbýlisins í Suður-Vietnam er sjúkrahús, þar sem óbreyttir borg- arar geta fengið ókeypis læknis- hjálp. Sjúkrahúsið í Qui Nhon er yfirfullt af særðum bændum, körl- um, konum og börnum á öllum aldri, sem öll væru fyrir löngu horfin úr tölu lifenda, ef ekki nyti við hjálpar lækna og hjúkr- unarliðs frá Nýja-Sjálandi, sem starfað hafa við sjúkrahúsið síðan 1963. Þessir læknar og hjúkrunar- konur eru hafin yfir allt lof. Læknir einn frá Nýja Sjálandi, sem þó hafði nauðsynlegri störf um að sinna, fór með mig um sjúkrahúsið, sem er reyndar fjór- ar, stórar tveggja hæða byggingar, og er ein deild á hverjum gangi. En særðir bændur streyma að dag eftir dag og viku eftir viku og litlu beddarnir, sem raðað er hlið við hlið, eru notaðir fyrir tvo og stundum þrjá sjúklinga í einu. Það telst til munaðar að hafa rúm út af fýrir sig. í sumum deildunum liggja hinir særðu einnig í röðum á gólfinu og fyrir framan skurðstofuna, og í her- berginu, sem er ætlað sjúklingum á batavegi, er gólfið þakið fólki. Allir hlutir lykta af óhreinindum, dýnurnar og koddarnir eru gamlir og blettóttir. Það eru engin lök í rúmunum, engin náttföt, slopp- ar, handklæði eða sápa, ekkert til að borða eða drekka úr. Stjórnin í Vietnam veitir ókeypis matar- skammt, eina máltíð á dag, handa Ný tegund styrjaldar g 16. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Á ■ .o.i'w ■ U'i'- ■,r ' • ■ ! •■ ,)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.