Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.09.1966, Blaðsíða 15
Hitaveitan Framliald af 1 síðu. að millidælustöðin, sem tekur við öllu vatninu frá borholum í borg arlandinu, verður flutt í nýtt hús næði við Bolholt, rétt ofan við bónstöð ShelL Til þessa hefur dælustöðin verið í bráðabirgðaskýli neðan Suður landsbrautar. Flutningur véla það an fer fram næstu vikur og má búast við lækkuðum þrýstingj á nokkrum svæðum fáeina daga af þessum sökum. Reynt verður að framkvæma þessa tilflutninga í eins hagstæðu veðri og frekast er unnt, til að draga úr þeim óþæg indum, sem óhjákvæmilega verða við breytingarnar. Hitaveitustjóri lét þess getið, að flutningar þessir á dælustöð inni hefðu verið áætlaðir miklu fyrr í sumar, eða í júlí og ágúst, en mótorarnir komu fyrst til landsins fyrir fáeinum dögum vegna mistaka framleiðenda. Pæl urnar komu hins vegar í júní. Þá verða endurnýjaðar dælur í sjálfum borholunum, en miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri borholudælanna undanfarin ár. Veldur þessi hinn hái hiti (130 stig) vatnsins og steinflísar og leir, sem stundum losnar úr bor lioluveggjunum og skemmir ásleg ur dælanna. í byrjun næsta mán aðar er von á nýjum dælum í stærstu holurnar. Þessi skipti kunna og að valda notendum lieita vatnsins nokkrum óþægindum. í sambandi við nýju geymana á Öskjuhlíð er þess að geta, að upphaflega var gert ráð fyrir, að liægt væri að taka þá í notkun í byrjun október. Verktakinn, sem tók að sér að byggja undirstöð utnar, varð IV2 mánuði á eftir áætlun og af þeim sökum er ekki hægt að reikna með þeirri viðþót fyrr en í nóvember, en þá er gert ráð fyrir að annar hinna nýju geyma verði tekinn í notkun. Sá geymir tekur 9000 tonn en allir gömlu geymarnir til samans taka aðeins 7000 tonn og nægja varla til sólarhringsbilunar. Með þessari viðbót aukast miðl unarmöguleikar mjög mikið. Standa því vonir til, að í náinni framtíð verði betra lag á hita veitunni þegar álag er mest, eink um þá í gamla bænum, en þar hef ur margur skolfið úndanfarna vet, ur. Til gamans má geta þess í sambandi við geyminn, sem nú er byrjað á, að vatni verður hleypt á hann næstu daga, en komnar eru tvær plötubreiddir á liæðma. Þetta er gert til að prófa suðuna jafnóðum og svo til þess að skapa „undirstöðu" fyrir vinupalla járn smiðanna Og að sjálfsögðu gerum við okkur í hugarlund, að þeir afkasti mun meiru með allan þenn an yl í kring um sig og undir fót unum. Þá er unnið að endurbótum á stærri katlinum í varastöðinni við Elliðaár og mun því verki ljúka í næsta mánuði. Byrjað er á bygg ingu nýrrar viðbótar-kyndistöðvar og kemur hún í gagnið á næsta ári. Hitaveitustjóri sagði, að með þessum framkvæmdum öllum sem og endurbótum á úreltum heim æðum í gömlu hverfunum, sé gert ráð fyrir, að Hitaveitan fullnægi þörf þeirra hverfa, sem þegar hafa verið skipulögð sem hitaveitu- svæði. Um nýju hverfin við Foss vog, Breiðholt og Árbæ sagði hita veitustjóri, að auðveldast væri að bæta Fossvogi við og væri ekki ótrúlegt að með tilkomu nýju kyndistöðvarinnar, væri hægt að bæta honum að einhverju leyti við næsta haust. Um hin hverfin gegnir allt öðru máli og er þegar ljóst, að þar verða menn að koma sér upp kynditækjum til lengri eða skemmri tíma. ______ Kina Framhald af 1. síðu. ritara Nýja Kína, með djúpri tilfinningu, að sögn fréttastof unnar. Gamla konan, sem heit ir Ngamal-Rentzen, var svo frá sér numin af því að lesa rit Maos og horfa á myndirnar af honum, að hún áfti bágt með svefn fyrst á eftir, að því er hún sagði fréttaritara sínum. „Lengi lifi Mao, ég á enga for eldra á lífi, en Mao formaður er mér sem faðir og hann er faðir allra“, sagði hún. Flugslys Framhald af 1 síðu. ir slyssins og eins liafa ekki feng ist upplýsingar um hvort það varð í lendingu eða flugtaki. Rannsókn stendur yfir og verða niðurstöður birtar að henni lok inni. Nafn flugmannsins verður ekki birt fyrr en búið er að hafa samband við ættingja hans. Geimferö Framhald af bls. 1. aðeins 2,4 km. frá flugvélaskip inu „Guam“, eftir þriggja daga mjög velheppnaða geimferð. Geim farinu „Gemini-ll“ var lent með sjálfvirkum tækjum án þess að geimfararnir skiptu sér hið minnsta af lendingunni og er þetta í fyrsta skipti í sögu geim vísinda sem slík lending geim- fars hefur verið reynd. Sagt er að tilraunin með „Gem ini-ll“ hafi heppnazt betur en flestar aðrar geimferðir og mikil hrifning ríkti meðal áhafnar björg unarflotans og í geimstöðinni á Kennedyhöfða er fréttist að lend ingin hefði gengið að óskum. Ferð „Gemini-ll“ hefur leitt til þess að mikið hefur miðað á- fram á ýmsum sviðum í tilraun um Bandaríkjamanna til að senda mannað geimfar til tunglsins, að því er sagt er á Kennedyhöfða. Það sem Bandarískir vísindamenn hafa meðal annars fengið áorkað er: 1. Velheppnað stefnumót og tenging í fyrstu hringferð. 2. Hið nýja fjarlægðarmet frá jörðu, en Conrad og Gordon fóru 1.360 km. út í geiminn, allt að hinu svokallaða Van Allen-belti og lengra frá jörðu en nokkrir aðrir geimfarar. 3. Annað met, sem Conrad setti með því að dveljast lengur í geimn um með lúgu geimfarsins opna, en þetta sýnir að þrátt fyrir erfið leika er þetta mögulegt og að aeimförum verður nú falið að leysa erfiðari verkefni í þyngdar lausu ástandi. 4. Hin nýja fylkingarflugsað- ferð sem Gordon framkvæmdi þegar „Gemini-ll“ hafði verið tengt við „Agena“-eldflaugina. Kafbátur Framhald af 2. síðu. ur um borð í Vestur-þýzka her- skip'ð „Bayern". Talsmaður löndvarnaráðuneytis ins í Bonn segir, að það hafi ver ið suðvestan fárviðri. þegar „Hai“ sökk en hann kvaðst ekki igeta fullyrt um orsök slyssins. Kafbát urinn var smíðaður á stríðsárun um og síðar endurbættur. Sérfræð ingar gefa í skyn að tæknibilun og erf’ðleikar vegna fárviðrisins hafi ^aldið slysinu. ISnsýning Framhald af 3. síðu. 1. Magnús G. Guðnason, stein- smiðja. 2. Elgur hf. fataverksmiðja. 3. Skeifan, húsgagnaframleið- andi. Dómnefndin segir í áliti sínu, að innbyrðis munur á þessum þremur sýningarstúkum sé frem ur lítill. Öllum hafi tekizt að gera sýningar sýnar eftirminnilegar og Vesturland KJÖROÆMISRÁÐ Alþýffuflokksins í Vestfirðir KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðuflokksins f Vestfjarðakördæmi heldur fund í samkomusal Kaupfélags ísfirðinga, ísafirði, næstkomandi sunnudag kl. 2 e. h. Eggert G- Þorsteinsson. sjáv arútvegsmálaráðherra, flytur ræðu iun stjórnmálaviðhorfið. Einnig verður rætt um málefni flokksins í Vesturlandskjördæmi heldur fund í Borgarnesi næstkomandi laugardag kl. 3 síðdegis. Benedikt Gröndal al- þingismaður mun ræða um ástand og horfur i stjórnmáiunum. Einnig verður rætt um flokksmál. með einfaldri lausn náð að fram kvæma áhrifamikla sýningu á vör um, sem um leið sé góð auglýs ing. Auk ofangreindra fyrirtækja varð dómnefndin sammála um, að sýningarstúkur Sælgætisgerðar- innar Nóa, Afgreiðslu smjörlíkis gerðanna, Offsetprentsmiðjunnar Litbrá og Runtal-ofna, séu eftir- tektarverðar. Þeir sem stilltu út fyrir þau fyrirtæki, sem verðlaun hlutu eru: Manfreð Vilhjálmsson, arki- tekt, fyrir Magnús G Guðnason, Lovísa Christiansen, skreytingar- kona, fyrir Elg hf. og Gunnar Magnússon, húsgagnaarkitekt, fyr ir Skeifuna. Bylting. Framhaid af 2. sfðu. fresta mætti menningarbylting unni meðan á uppskerunni stæði. Á spjöldum, sem Rauðu varðlið arnir hafa komið fyrir, er veitzt að hinum nýja flokksleiðtoiga í Peking, Li Hsuen-feng, eftirmanni Peng Chen, sem var settur af í júní, þar sem stefna hans sam ræmist ekki stefnu Maos. Þá eru Rauðvarðliðar gagnrýndir fyrir að veitast að forseta liæsíarótts Kina Yang Hsiu-feng, sem sæti á í mið stjórn flokksins. Rauðvarðliðar skipuðu „dómstól" og krölfðust brottvikningar hans þar eð hann værf’ slæmur kommúnisti, en á spjöldunum í dag er sagt að Yang sé raunar góður korcmúnisti og flokkurinn verði að rannsaka þetta mál. Skólaunát. Framhald af 3. síðu um. Þótt svo útboðslýsing á Árbæj arskóla ætti að verða tilbúin næstu daga væri áreiðanlegt að fram kvæmdir gætu ekki hafist fyrr en eftir áramót og minnti hann þár að auki á að eins og fjárhag Reykja víkurborgar nú væri h’áttað væru verktakar ekkert fíknir í að taka að sér verk fyrir borgina. Frávísunartillaga borgarstjórnar meirihlutans var síðan samþykkt. duglýsið í AllíýSuhlsðinu KNATTSPYRNULANDSLEIKURiNN ISLAND - FRAKKL AND fer fram á íþróttaleikvanginum í Laug ardal sunnudaginn 18. september og Verð aðgöngumiða: hefst kl. 16. Sæti kr. 150.— Dómari: W.A. 0‘NEILL frá írlandi. Línuverðir: Rafn Hjaltalín og Quðjón Finnbogason. Lúðnasveit Reykjavíkur leikur frá kl.. 15.15. Stæði — 100.*— Barnamiðar — 25.— Sala aðgöngumiða hefst í dag (föstudag) kl. 14 úr sölutjaldi við Útvegs- KNATTSPYRNU- bankann. SAMBAND Forðist biðraðir við leikvanginn og kaupið miða tímanlega. ÍSLANDS. 16. september 1966 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.