Alþýðublaðið - 27.10.1966, Side 8

Alþýðublaðið - 27.10.1966, Side 8
/ Dr. Binder bjargaði lífi þessa litla dreng-s, þegar han n kom á spítalann var hann svo horaður, að honum var ekki hugað líf. Það tók tvö ár að Iækna hann og svona er hann í dag. ; •; -V ■.' .. /i-i -tfj. mm -r .! ■V'■;->■; C- •, 8SSbSs«æ». IpiilS '■'_ x 1 ý o ' , !’ -v <V>/'/•.>/-“Q .; K |?li i ' T- Ifjlll 4 < ] Frú Cat »en Binder dáist að leirkeri hjá Indíánakonu, Dr. Theodór Binder, læknir. heimspekingur og organleikari hefur stofnað sjúkrahús í frum skógum Perú og þar hefur hann að fyrirmynd hinn mikla mann- vin, Albert Schweitzer. Staðurinn, sem Theodór Bind- er hefur valið fyrir spítala sinn er í regnskógum Perú fyrir norð- an Andesfjöllin, nokkra kílómetra fyrir utan borgina Pucallpa. í- búarnir þarna eru kynblendingar Spánverja og Indíána og nokkrir hvítir, en úti í frumskógunum búa Indíánarnir, Shipibos, Shete- bos og Conibos. Þarna er mikil vesæld og sjúkdómar, og íbúarn- ir hafa litla mögulelj.ta á að skapa sér mannsæmandi tilveru. Spítala dr. Binder hefur verið líkt við spítala Alberts Schweitzers í Afríku. Theodór Binder fæddist í Suð- ur-Þýzkalandi árið 1919. Þegar hann var smádrengur hitti hann Albert Schweitzer og það hafði mikil áhrif á hann. Hann ákvað þá að helga líf sitt líknarstörfum og er hann komst á fullorðins ár hélt hann fast við þá ákvörðun og tók að læra læknisfræði til að geta unnið við lækningar, sem þeirra væri mikil þörf. Og hann beindi áhuga sínum að Suður- Ameríku. En það var meira líkt m£ð þeim Binder og Schweitzer, Binder hafði líka áhuga á heim- speki og orgelleik. Binder heim- sótti Schweitzer á spítala hans í frumskógum í Lambaréne. Þegar Binder hafði nýhafið læknisnám var hann kallaður í herinn. Hann var sendur á Aust- urvígstöðvarnar og særðist þrisV ar sinnum, síðast svo alvarlega, að hann var sendur heim og eftir það vann hann á spítölum. Honum hafði aldrei líkað við naz- ismann og hafði reynt að vinna á mótj honum. Hann gekk í þýzku neðanjarðarhreyfinguna. í lok stríðsins hafði Gestapo fengið grun um að hann ynni á móti þeim, en nokkrir vinir hans létu hann vita um það. Þá vann hann á berklaspítala við svissn- esku iandamærin. Nóttina áður en Gestapo ætlaði að taka hann fast- an, tókst honum ásamt konu sinni Carmen og barnungum syni. Mic- hael, að komast undan á reið- hjólum yfir landamærin. Eftir stríð dvaldi liann í Sviss og hélt áfram læknisnámi. Hann tók svo kandidatspróf í Sviss nokkrum árum seinna. Þegar námi var lokið vaknaði sú spurn- ing, hvar hann ætti að starfa. Hann vissi að í Suður-Ameríku var mikil þörf fyrir slikan spítala og svo varð það úr, að hann valdi Perú. Hann fór því með konu sína pg son árið 1948 til Perú. Hann flutt- ist þangað alfarinn og afsalaði sér þýzkum ríkisborgararétti. Fyrstu tvö árin í Perú hjálpaði hann þýzkum francisku-nunnum við að byggja og reka spítala í Ocapamba, sem liggur í austur- hlíðum Andesfjalla. Svo flutti hann t.il Lima í Perú, þar sem hann tók til við læknisstörf ásamt því, að hann vann að því að byggja upp spítala. Hann ferðað ist mikið um til að velja stað, þar sem þörfin væri mest. Að lokum ákvað, hann að byrja í Pucallpa, sem liggur við Ucayaí liána, við ósa Amazonfljótsins. Og hann seldi lækningastofu sína í Lima. Fyrir þá peninga og nokkurt. spar'íé keypti hann land við Yarenaseyna, nokkra kíló- metra frá Pucallpa, þar sem hann byrjaði að byggja upp spítalann. Þetta var árið 1956. Brátt þurru peningar hans og hann leitaði aðstoðar til annarra landa. — Og spítalinn var byggður. Kona hans Carmen var honum stoð mikil í þessum erfiðleikum og hún hjálpar ihonum við störfin á spít- alanum. Indíánakonurnar hafa gefið henni nafnið Iniaca, en það þýðir hin ástríka. Spitalinn var vígður árið 1960, en þá hafði hann verið í byggingu í fjögur ár. Og vígslan fór fram á 85 ára afmælisdegi Alberts Schweitz ers og til að heiðra hann fékk spítalinn nafnið „Hospital Ama- zonico — Albert Schweitzer. Amazon spítalinn tekur 32 rúm liggjandi sjúklinga,' en þar eru samt aldrei færri en 50. Og heit ósk Binders er sú, að hann geti rúmáð 100. Á hverjum degi koma þar að auki um 80 manns til að fá lænkishjálp, og margir koma langt að. Og stöðugt er verið að byggja við spítalann. Binder er á þeirri skoðun — andstæðri skoðun Schweitzers — að allt eigi að vera sem nýtízkulegast í spítalanum. Flestir þeirra manna, sem búa í frumskóginum í kring um spít- alann eiga svo bágt, að við getum varla ímyndað okkur það. Fá- tæktin er geysileg, sjúkdómar og hungur. Lítil Indíánatelpa, 8 27. október 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ’> OiQAJ8UG •' 'J' ■ ðð'tl wdoli . ► ► t

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.