Alþýðublaðið - 03.11.1966, Side 9
AMÉRÍSKT SPAGHETTI.
250 gr. spaglietti er soðið í 8
dl. af vatni, bætt út í kjötkrafti,
1 lauk og salti, (ekki miklu). —
Látið sjóða í 10—12 mínútur og
hrærið í öðru hvoru. Þegar spag-
hettið er soðið hefur það drukk-
ið í sig vatnið. Þá er helmingn-
um af spaghetlinu hellt á botn
inn á eldföstu fati, þar ofan á
eru lagðar tómatsneiðar, síðan
salt og pipar og þar ofan á spag-
hetti aftur. Um 150 gr. af fleski
eru snöggsteikt á pönnu og feit-
inni af því hellt yfir spaghettið
og síðan eru flesksneiðarnar
settar ofan á spaghettið og fatið
sett inn í vel heitan ofn í um
10 mínútur, þar til flesksneið-
arnar eru mjúkar og rétturinn
vel heitur. Skreytt með persille.
OFNSTEIKT NAUTAKJÖT.
Hakkað nautakjöt er ;snögg-
steikt á pönnu, síðan tekið áf
pönnunni og lagt í eldfast fat og
ofan á hvert buff er sett ein tóm-
atsneið og ein ostsneið .Mjólk er
sett á pönnuna og safinn af kjöt-
inu hitaður og bætt í kryddi, síð-
an hellt yfir buffstykkin. Fatið
er síðan sett inn í vel heitan ofn
og hitað, þar til osturinn hefur
bráðnað. Borið fram með soðn-
um kartöflum og grænmeti.
ÍTALSKUR KJÖTRÉTTUR
1 kg af kálíakjöti,
hveiti, krydd,
120 g smjör,
ca. '14 1 af sherry,
ea. Va 1 af vatni eða kjötsoði,
safi úr 1 lítilli 'Sítrónu.
Skerið kjötið í þunnar sneiðar,
og veltið því upp úr hveitinu og
kryddinu. Steikið það síðan á
pönnu. Bætið þá út í sherryinu
og látið kjötið sjóða við hægan
hita. Bætið síðan smám saman út
í kjötsoðinu eða vatninu og látið
sjóða í 2—3 mínútur. Rétt áður
en borið er fram er safanum úr
einni \ítrónu bætt út í.
ÍTALSKT CANNELLONI
120 g hveiti,
salt og pipar,
2 egg,
rúmlega peli af mjólk.
Hrærið saman hveitið, salt og
pipar, ’ eggin og dálitla mjólk.
Bætið síðan mjólkinni smám sam-
an út í deigið. Búið úr deiginu
ca. 9—12 pönnukökur.
w
Fylling:
IV2 peli af þykkri sósu (gott að
nota sósuafgang),
ca. 200 g soðnir kjúklingar,
svínakjöt, lambakiöt,. eða nauta-
kjöt (sem sagt má nota HvaSa
kjöt sem er) ca. 100 gr, rifinn
ostur, Örlítið múskat (ef vill).
Þetta er hrært saman og sett
á hverja pönnuköku, sem síðan er
vafin upp.
Setjið síðan pönnukökurnar í
eldfast fat og setjið ofan á þær
tómata, örlítið krydd, smjörbita
og rifinn ost. Bakið vjð góðan
hita í 20-25 mínútur. Nægir fyrir
5-6.
NOESKU POLARIS ELDHÚSINNRÉTTINGARNAR ERU
FALLEGAR, STERKAR, STÍLHREINAR OG VERÐIÐ
ÞAÐ BEZTA. — KOMIÐ OG SKOÐIÐ. —
VIÐ SKIPULEGGJUM ELDHÚSIÐ YÐUR AÐ KOSTNADAR
LAUSU. — EINNIG VEGGKLÆÐNINGAR — LOFTKLÆÐN
INGAR — INNI- og ÚTIHURÐIR: NORSK GÆÐAVARA.
Sigurðsson s.f.
Skúlagötu 63 — Sími 19133.
I DAG:
Ný sending af hollenskum
★ vetrarkápum,
ic pelsjökkum,
★ úlpum,
★ hettukápum og
★ 3/4 síðum kápum úr rúskinnslíki.
Bernhard Laxdal
Kjörgarði.
STOLAR
Nýkomnir aftur okkar eigulegu funda- og
skrifborðsstólar.
Gjörið svo vel að líta í gluggana.
G. SKÚLASON & HLÍÐBERG HF.
Þóroddstöðum.
Bílstjóri
Lyfjaverzlun ríkisins óskar að ráða bílstjóra:
Upplýsingar á skrifstofunni Borgartúni 7,
föstudaginn 4. nóv., kl. 2-3 e. h.
Atvinna
Skrifstofustúlka með nokkra kunnáttu í málum
og vélritun óskast. Viðkomandi þarf að geta
starfað sjálfstætt. Laun fara eftir menntun
og-reynslu. Umsóknir sendist 'afgreiðslu blaðs
ins fyrir 4. nóv. merktar: „Sjálfstætt skrifstofu
starf“.
9
3. nóvember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ