Alþýðublaðið - 06.11.1966, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 06.11.1966, Qupperneq 5
6. nóvember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ i clUH/uuteiqs Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Eiður Guðnason. Ritstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Sírnar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Áskriftartgj. kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, HVAÐA LÖND? Alkunn er sú staðreynd, að hafi ver- ið vikið að því í Alþýðubl'aðinu, eða öðrum íslenzkum dagblöðum, að ef til vill væri nú frelsið og lýðræðið ekki jafn hátt skrifað fyrir austan tjald, eins og Þjóðviljinn hefur viljað vera láta, þá hefur aldrei staðið á ritstjór- um Þjóðviljans að svara því að, hvergi væri frelsi og' mannréttindi í meiri hávegum en einmitt fyrir aust- an, þar sem kommúnisminn er hið ríkj- andi stjórnarfar. Einkanlega kom lýðræðisást Þjóð- viljans vel fram fyrir réttum tíu ár- um, þegar rússneskum skriðdrekum og morðtólum var beitt til að brytja nið- ur ungverska borgara, sem aðeihs voru að krefjast þeirra réttinda að fá að vera frjálsir menn. Það vekur því athygli, þegar Austri Þjóðviljaritstióri skrifar á þessa leið í pistli sínum síðastliðinn laugardag: „Til eru lönd þar sem menn þurfa að fá leyfi lögreglunnar til þess að halda fundi og sumsstaðar er því lögreglu- valdi beitt af miklu gerræði;' en fs- land er sem betur fer ekki í hópi slíkra lögregluríkia og má 'aldrei kom- ast í slíkan félagsskap“. Þetta éru ekki ófróðleg ummæli, þegar það er haft í huga, að eitt helzta keppikefli, þeirra, sem stýra skrifum Þjóðviljans er einmitt, að ísland kom- ist í hóp þeirra ríkjia þar sem komm- únismi er ríkjandi stjórnarfar, en slíkt þekkist hvergi, nema um leið sé komið á öflugu lögregluríki, þar sem almenn mannréttindi eru fyrir borð borin og fáeinum alvísum embættis- mönnum falið alræðisvald yfir lífi og eignum hins almenna borgara. Þótt á síðastliðnum árum hafi nokkuð verið linað á harðstjórninni, breytir það ekki þeirri staðreynd að flest kommúnista- ríkin eru í jdag dæfnigerð lögregluríki. Einhverra hluta vegna er Austri feiminn við að nefna þau lönd. sem hann á hér við. Eigi hann við ríki á borð við Suður Afríku og Portúgal ætti hann ekki að þurfa að vera feim- inn við að nefna þau. Alþýðubl'aðið skorar nú á Austra að t-elja upp þau ríki, sem hann á við í umræddri klausu og í hverra félags- skap hann telur, að ísland megi aldrei komast. Verður það að líkindum fróð- leg upptalning. hreyfilhitarar FYRIKLIGG JANDI. við Háteigsveg — Sími 21222. Á AKUREYRI: BÍLASALAN H.F. Vi!]ym ráða mann, helzt vanan til afgreiðslustarfa á Iandhúnaðarvélum. Dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta málaráðherra ritar kjallara- greinina í dag og fjall'ar hún um félagsheimili og listflutn- ing í þeim. í smáum stíl að ræða, enda að mjö'g sómasamlega sé nú orð ið séð fyrir aðstöðu til félags- lífs í flestum byggðum landsins. En þótt ánægjulegt sé, að myndarleg félagsheimili séu ýmisit risin eða séu að rísa víðs- vegar um land og þó að brýna nauðsyn beri til að þeim verði öllum lokið sem fyrst, þá er það ekki nema annar 'hluti þess verk efnis, sem bíður varðandi fél- agsheimili. Hinn hlutinn lýtur að því að tryggja, að félagsheim ilin verði til raunverulegs menn ingarauka í þeirri þyggð þar sem þau standa. Það er ekki nóg, að til sé hús til fundar- iha'lda, og alls ekki nóg, að til sé hús til dansskemmtana um helg ar. Hvort tveggja er nauðsyn legt og gagnlegt. Félagsheim- ilin koma ekki að því gagni, sem þeim var ætlað að koma og þau verða að koma, nema því aðeins að í þeim fari fram ó tvíræð menningarstarfsemi, svo sem hliómlistarflutningur og leiksýningar. Mikið hefur kveð- ið að bví á undanförnum. isum- rum, að duglegir og áhugasamir leikarar úr höfuðstaðnum hafi ferðazt um íandið og sýnt leik- rit í félagsheimilum. Er þetta mjög þakkarvert. Það er skil- janlegt, að leikararnir geti ekki gert þetta nema á sumrUm, með an þeir gera það upp á ei'gin spýtur, þeir eru bundnir við störf sín í leikhúsum höfuðborg arinnar á vetrum. Hins vegar væri fyllilega athugandi, að bæði Þjóðleikhúsið og Leik- félag Reykjavíkur æfðu leikrit á sínum vegum til flutnings í félagsheimilum á vetrum. Á hinn bóginn hefur verið skortur á því, að efnt væri til hljómleikahalds í félagsheim- iiunum. Sinfón'íuhijómsveit ís- lands hefur að vísu farið í nokk rar hljómleikaferðir, sem hafa verið mjög vinsælar. Og ein- staka tónlistamenn hafa efnt til hljómleika í félagsheimilum. Hér þyrfti að efna til skipuleg rar starfsemi. Um allmörg undanfarin ár ihefur menntamálaráðuneytið gengizt fyrir svonefndri listkynn ingu í skólum. Hefur starfsemi þessi enn sem komið er fyrst og fremst verið bundin við Beyk javfk og • nágrenni og stærstu ibæina. Kynnt hafa verið verk rithöfunda með þeim hætti, að sérfróður maður hefur flutt um þá stutt erindi, höfundar sjálf- ir lesið úr verkum sínum, og sungin hafa verið eftir þá Ijóð. Tónlistamenn og myndlistar- menn hafa verið kynntir með stuttum erindum og þeir sjálfir síðan e.t.v. saigt frá iífi sínu og starfi og' verk tónskálda verið leikin og sungin og sýndar myndir af verkum myndlistar- manna. Þessi starfsemi hefur verið vinsæl af skólanemendum og ég held að mér sé óhætt að segja einnig af listamönnum. Nemendurnir hafa staðið aug-' liti til auglitis við helztu iista- menn þióðar sinnar, og lista- mennirnir komizt í snertingu við æsku landsins. En þessa starfsemi má ekki einskorða við þéttbýlið. Hún þarf einnig að ná til skólaæsk- unnar í dreifbýlinu. Og í félass heimilunum er einmitt aðstaða til slíks. Þess vegna er menn'ta- málaráðunevtið nú að vinna að því að efna til listkynningar í félagsiheimilum fylrir skólafólk í nágrenni þeirra. Fyrir hálfum mánuði var efnt til tónlistár- kvnningar í h'nu stóra og glæsi lega félagsheimili að Flúðum. Þar komu fram söngvararnir Guðrún Á. Símonar, Sigurveig Hjaitested, Jón Sigurbjörnsson, Þuriður Pólsdóttir, Magnús Jónsson, Kristinn Hallsson og ihljóðlfæ^aleikararnir Ólafur Albertsson og Ragnar Björns- son, og fluttu verk eftir Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Karl* O. Runólfsson, Markús Kristjánsson, Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns, Handel Mozart, Donnizetti, Grieg, Mon- tverdi og fleiri tónskáld. Þessi listkyhninig vár endurtekin í félagsheimilinu Logalandi í Borgarfirði sl. mánudag, og fyrirhugað er að hún verði flutt í fleiri félagsheimilum nú í haust. Hér er að vísu um starfsemi hefur menntamólaráðuneytið yfir mjög takmörkuðu fé að ráða í þessu skyni. En ef nægjijnleg- ur áhugi reynist fyrir þessnri starfsemi, ætti það að geta ver ið hvatning til aukinna fjárveit inga í þessu skyni. Tel ég tnjög athugandi að nokkur hluti ár legra tek,na félaglsjheimilíisjóðs gengi til þess :að styrkja ‘slíka menningarsltarfsemi í féiags- heimilunum. Húsnæði er þegar fyrir hendi. Ein kvöld- stund, sem varið er til þe'ss. að hlýða á góða list og kvnnast hinum ágætu íslenzku listamönn um, er áreiðanlega á við marg ar kennslustundir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.