Alþýðublaðið - 06.11.1966, Blaðsíða 16
tSurt/utettuft (Bffi
Ör Svíbjóð hinni
UmræSur og
deilur hafa
verið me'ð fjör-
ugasta móti
liðna viku.
Sænsk val-
kyi-ja, sem
hingað kom í
heimsókn, hef-
ur komið blóði fjölmargra til
að ólga, og hún hefur meira að
segja unnið það afrek að koma
af stað hreyfingu á því vatni,
sem sumir kalla lygnast allra
stöðupollna á landinu, sjálfum
háskólanum. Sú virðulega
menntastofnun er allt í einu orð-
in með lífsmarki, þótt hx-eyfing-
arnar hafi raunar verið dálítið
klaufalegar, eins og hjá kálfi,
sem er að stíga sín fyrstu spor
í heiminum. En slíkt stendur þó
jafnan til bóta, og klaufalegur
kálfur er orðinn að heijarmiklu
nauti áður en varir.
Fyrst farið er að minnast á
nautgripi, þá hlýtur tvennu að
Skjóta upp í hugann. í fyrsla
lagi minnist maður bændablaðs-
ins okkar ágæta, en það er í hópi
þeirra, sem valkyrjan sænska
hefur sett úr skorðum. Sú regla
er nefnilega algild um allan
lieim, að bændablöð eru blaða
ihaldssömust og fastheldnust á
fornar dyggðir, enda hafa bænd-
ur ævinlega fengið orð fyrir að
vera seinþreyttir til vandræða.
Hér á landi hefur bændablaðið
þó tekið þann kostinn, hin síð-
ari ár að minnsta kosti, að vera
eins og veðráttan, sem bænd-
ur eiga allt sitt undir, og slá úr
og í og halda sjaldan sömu vind-
áttinni nema daglangt. Róttæk
tímabil hafa skipzt á við íhalds-
söm skeið og stillingaraldir, en
nú hefur valkyrjan sænska- vald-
ið því að blaðið er tekið að slá
nýja strengi og kyrja byltingar-
Ijóð af engu minni eldmóði en
sjálft málmagn hinna yfirlýstu
byltingarmanna.
Hitt sem skýtur upp í hugan-
um, þegar á nautgripi er minnzt,
er heimkoma forsætisráðherra
frá Svíþjóð í vikubyrjun, en
hann flutti með sér hingað ávís-
un á tíu nautgripi, sem Svíar
viJja gefa okkur í vináttuskyni.
Sum blöð hafa gengið út frá því
sem vísu, að þarna hljóti að vera
átt við ký'r, en ekki var það þó
sagt,'þegar skýrt var frá boðinu,
lieldur var þar notað orðið „grip-
ir,” en það getur átt við bæðí
kynin. Og við erum fremur á
því Baksíðumenn, að gefendur
hafi í hyggju að láta okkur liafa
naut til kynbóta, enda hefði það
miklu skjótvirkari áhrif á naut-
gripastofninn í landinu, heldur
en þótt við fengjum tug mjólkur-
kúa, sem yrðu fyrst og fremst
til að hlaða upp smjörfjall á ný,
Frétta-
yfirlit
vikunnar
Orðabók háðskólans
HÁSKÓLARÁÐ: Húsnæffismálastjórn stúdenta.
LANDSLID: Einvalalið í handbolta, en útnefnt af nefnd
í handbolta.
PÖNTUNARFÉLAG: Kvalræði kaupmanna.
TÓMAS JÓNSSON.- Metsölubók, sem ekki selst.
VERZLUNARFRELSI-. Takmarkað frelsi, nær ekki til neytenda.
köldu
en það gamla ku btessunarlega
vera farið að eyðast. Annars er
í þessu sambandi ekki útilokað
að eitthvað kunni að búa þarna
undir og Svíar séu orðnir þreytt-
ir á að heyra íslendinga guma
af að þeir séu gáfaðasta þjóð í
heimi, og því hafi þeim þótt rétt
að gera sitt til að fjölga naut-
gripum í landinu og gefa okkur
ekki aðeins stærri naut en við
eigum fyrir, heldur líka meiri
naut.
Eitt kviknar af öðru, og
þess vegna verða greinar sem
þessi oft eins og hlekkjafesti
eða röð af ormum, þar sem
hver bítur í halann á öðrum.
í síðasta pai’agraff var minnzt
á heimkomu, og þá er það
frægasta heimkoma 'vikunnar
sem hlýtur að koma næst á dag
skrá, hcimkoma sötigsvcitaty
innar á Baltiku. Þetta rússneska
skip er alveg ái’eiðanlega orðið
einhver frægasti farkostur ald-
arinnar og þótt víðar væri leit-
að, og ekki minnkar ‘frægð1'
þess við það, að allt sem hing-
að til hefur haldið frægð þess
á lofti, er nú sagt vitleysa gerð
til að ófrægja skipið og föru-
nauta þess. Einhvers staðar stóð
að ástæða frægðarinnar hafi
einkum verið sú, að menn í
landi hafi verið orðnir gulir og
grænir af öfund yfir því að vera
ekki um borð. Það hefði þó
varla breytt litarhætti þeirra
neitt, þótt þeir hefðu fengið
ósk sína uppfyllta, því að þá
hefðu þeir aðeins verið grænir
og gulir af sjóveiki í staðinn.
Brot úr skjaldmeyjarkviÖu
Hingað norður ein skjaldmær skauzt,
skáldkona og friðardúfa.
Hlviðri napurt af því hlauzt,
ýmsra værð gerði rjúfa.
Moggi vatt sér í versta ham
og vitglóru allri sleppti,
því verið hafði hún í Víetnam
og vissi, hvar skórinn kreppti.
Kommarnir urðu klökkir við
og kölluðust eiga liana,
því þeir hafa ávallt sama sið,
sem er kominn í vana,
að eigna sér flest sem fallegt er,
þótt fæst af því með þeim sprangi;
þeir kunna á sannleikann kommarner,
og kræfastur þeirra er Mangi.
Háskólapiltar lilupu upp til
handa og fóta og vildu
setja á pall eitt sjónarspil,
þótt sænskuna fæstir skildu;
en í veginum varð þá einn
velsæmisins protektor,
einbeittur, þrár og hjartahreinn,
háskólans vararektor.
SÍRA SIGMUNDUR.
Skopmynd
vikunnar
Sænski hershöfð-
inginn, von Horn,
hefur nýlega gef-
iS út endurminn-
ingar sinar — og
ræðst þar á yfir-
stjórn Sameinúðu
þjóðanna, en von
Horn var um
skeið yfirmaður
herafla samtak-
anna. Svona hugs-.
ar teiknari danska
blaðsins Aktuelt
sér árás von Horns
á yfirboðara sína.
Sáspaki segir...
Verði nýju áfengis-
Iögin samþykkt verða
veitingahúsin sjálf-
sagit kölluð þiurabúð
ir á vissum kvöldmn.
t
i