Alþýðublaðið - 12.11.1966, Page 4

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Page 4
Bttstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Rltstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. - Símar: 14600-K903 — Auglýslngaslml: 14800. Aösetur AlþýButiúslö viö Hverfisgötu, Keykjavík. — PrectsmiSja Alþýðu bUöslas. — Askrlftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kr. 7,00 eintaiíte, tftgefandl AlþíSuflokkurimi. ÞJÓÐNÝTiNG NÝAFSTAÐIÐ þing Sambands ungra jafnaðar- manna hefur heldur betur farið í taugamar á rit- stjórum Morgunblaðsins, sem virðast nú vera farnir' ,að gera sér grein fyrir þessari staðreynd íslenzkra stjórnmála, að jafnaðarstefnan og hugsjónir hennar, eiga sívaxandi fylgi að fagna meðal unga fólksins. Er gremja þeirra ofur skiljanleg, þegar það er haft í huga, 'að í síðustu, borgarstjórnarkosningum í Reykjavík beið Sjálfstæðisflokkurinn sinn mesta ó- sigur til þessa, og voru það hrakfarir, sem enn er ekki séð fyrir endann á. í þeim kosnmgum setti Sjálfstæðisflokkurinn nokkra unga lögfræðinga á lista sinn, og sagðist um leið vera sá flokkur, sem mest gerði fyrir unga fólkið. En hvað skeði? Fylgishrunið varð herfilegt og unga fólkið kaus aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn, þrátt fýrir ungu frambjóðend- urna. Enda voru eldri mennirnir í flokknum ekki seinir á sér að skella skuldinni yfir á hina ungu, og kenna þeim hve illa fór. Þessa dagana fer það mest í taugar Morgunblaðs- ritstjóranna, að ungir jafnaðarmenn skuli í ályktun- um þings síns hafa minnzt á þjóðnýtingu. Syngur Morgunblaðið sinn gamla söng um, að nú sé verið að vekja upp þjóðnýtingardrauginn og boði bessi stefna versta afturhald. Það er mikill misskilningur hjá Morgunblaðinu, að þjóðnýting sé hvarvetna horfin af stefnuskrám jafn- aðarmanna. Ber fullyrðing blaðsins aðeins vott um, að ritstjórar þess fylgjast ekki eins vel með stjórn- málaþróun úti í heimi, og ætlast mætti til af þeim. Jafnaðarmenn leggja í dag ekki eins mikla áherzlu á þjóðnýtingu og gert var fyrr á árum, en það að þeir séu henni algjörlega fráhverfir, er fjarstæða. Þjóðnýtingarstefnan á sér ekki aðeins talsmenn með al jafnaðarmanna. Hún á sér einnig valdamikla tals- menn innan Sjálfstæðisflokksins. Hvað segir Morgun blaðið til dæmis, um þá stefnu Ingólfs Jónssonar landbúnaðarráðherra að þjóðnýta Áburðarverk- smiðjuna, sem nú er í eigu hlutafélags? Fróðlegt væri að fá svar við því. Hver er undirrót þess, að einn helzti talsmaður Sjálfstæðisflokksins telur^ að þjóðnýta beri Áburðarverksmiðjuna, en ekki ýmis önnur fyrirtæki, eins og til dæmis olíufélögin? Morgunblaðið hefur haft og hefur enn sína þjóð- nýtingarstefnu. Hún er sú, að þar sem vonlaust er, að einkaframtakið geti fengið ágóða skuli ríkið sjá um reksturinn. Ef ríkisfyrirtæki gengur vel, skal afhenda það einkaframtakinu, en ef einkarekstur gengur illa skal ríkið yfirtaka hann. Ungir jafnaðarmenn horfa fram í ályktunum þings síns, og þeir vilja ýmsar breytingar. Það er jafnan talið eðlilegt, að ungt fólk sé nokkru róttækara, en þeir sem eldri eru, og þannig er það ævinlega þar sem líf er í starfsemi unga fólksins. 4 12. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ¥ANTAR bLAUBURÐAK FÚLK- S ÉFTIRTAUN RVERFSs MIÐBÆ, I. OG II. IIVERFISGÖTU, EFRI OG NEÐRI LAUGARNESHVERFI LAUFÁSVEG , LAUGARÁS LAUGARTEIG KLEPPSIIOLT SÖRLASKJÓL LAUGAVEG, NEÐRI SKJÓLIN HRINGBRAUT LAUGAVEG, EFRI SELTJARNARNES, I. ASKUR BÝDl’R YÐUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASKUR suðurlandsbraut 1% sími 88550 símb i^soo. Eftirmiðdögskaffi í Lído kl. 3-5, sunnudag. Viggo Spaar skemmtir Viggo Spaar með hinum ótrúlegustu brögðum og af þeirri kímni, sem vakið hefur á honum athygli jafnt á Norðurlöndum sem í Þýzkalandi og Austur- ríki. Auglýsingasísni Alþýðubla^sinis er 14906 ÁFENGT ÖL: Góðborgari úr Vesturbænum, sem liringdi til okkar í gær var sannarlega ekki myrkur í máli. Hann kvaðst hafa verið að lesa það í blöðun um, að nú ætti að fara að framleiða áfengt öl liér á landi, — til útflutnings. Hvað kemur til spurði hann, að okkar ágætu alþingismenn, sem meðal annars standa að því, að ríkið selur okkur rótsterkt brennivín á þriggja pela flöskum, skuli telja það þjóðarháska, ef leyft yrði að selja hér öl með rúmlega fjögur prósent áfengisinnihaldi? Mér finnst ýmislegt torskilið af því, sem stjórn málamennirnir gera, sagði hanri, en þetta finnst mér þó . einna vitlausast. Á það hefur verið bent, að áfengur bjór er seldur hér á svörtum markaði í allstórum stíl, — og liann er talsvert dýr. Ég veit til dæmis til þess að á síldarhöfnum fyrir austan var verð ið á bjórkassa á svörtum markaði allt að átta hundruð krónur. Ef menn eru fúsir til að borga þessi býsn fyrir bjórinn, sé ég ekki betur en hér sé um stórkostlega tekjulind að ræða fyrir okkar Játæka ríkissjóð. FURÐULEG HRÆSNI. Þetta mál, sem og raunar áfengismálin öll hér á landi, einkennast af svo furðulegri hræsni, að það tekur ekki nokkru tali, hélt hann áfram. Nú síðast er talað um að innleiða það, að veitingahúsin hér verði vínlaus eitt laugardags kvöld í mánuði_ Halda menn virkilega f alvöru að þetta sé leiðin til að halda æskunni frá áfeng inu? Þetta er ekki leiðin til þess, en ef menn vilja á ný innleiða vasapela fylliríið alræmda, þá er þetta hinsvegar leiðin. Svo sneri hann sér aftur að ölinu ,sem nú á að fara að framleiða á Akureyri og sagði: Ég veit að margir íslendingar verða forvitnir að smakka þetta öl, og það er ég sannfærður um að mönnum tekst, þótt það eigi ekki að takast. Menn hafa ævinlega leiðir til að verða sér úti um bann vöru, ef þeir virkilega hafa hug á því. Annar hver maður, sem og hefur verið talað við hefur bragðað Egil sterka og allir hrósa honum. Það er kominn tími til þess að hrist verði duglega upp í þessum málum, sagði góðborgarinn að lokum, það á að hætta að láta hræsnara ráða, horfast í augu við staðreyndir og reyna að gera eitthvað af viti áfengismálunum í stað þess að sitja auðum hönd um eða gera tómar vitleysur eins og nú er gert. ^jjgsa’ ■ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.