Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1966, Blaðsíða 4
. Bltstjórar: Gylfi Grðndal (éb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjómarfuU- trúl: EiOur Guönason. — Simar: 14900-14303 — Auglýslngasími: 14905. f AOsetur AlþýOuhúslfl vlO Hverfisgötu, Keykjavlk. — ProntsmiOja AlþýOu , blaOslns. — Askrlftargjald kr. 35.00 — 1 lausásölu kg>. 7,00 elntakta. XJtgefandi AlþýOuflokkurinn. Vandræ&aleg vlðbrögð ÍRÍKISSTJÓRNIN hefur U'ndanfarna mánuði fram- kvæmt stöðvunarstefnu, sem miðazt hefur við að hálda vísitölu framfærs'lukostnaðar á sama stigi og hún var 1. ágúst síðastliðinn. Er verðlagi á þeim varningi, sem hefur meginþýðingu fyrir afkomu heim ilanua, þannig haldið niðri, og er nú ætlun ríkis- stjórnarinnar að halda þeirri varnarlínu um eins árs skeið að minnsta kosti. Eina leiðin til að halda verðlagi niðri er að auka niðurgreiðslur verulega. Mun það kosta ríkissjóð 250—300 milljónir króna að halda vísitölu óbreyttri til 1. nóvember næsta ár. Þar eð hagur ríkissjóðs hefur verið mjög góður síðastliðið ár og líðandi ár, er talið að hann geti staðið undir þessum greiðslu- um án þess að til komi ný fjáröflun vegna þeirra, Eðlilegt er að miða ráðstafanir sem þessar við eitt ár. Kosningar verða að vori, og veit enginn hvaða ríkisstjórn situr við völd eftir þær- Er sjálfsagt að hún taki þá verðbólguvandamálin til úrlausnar. Þá er einnig nauðsynlegt að sjá, hver verður þróun á verðlagi íslenzkra afurða erlendis, áður en hugsað er lengra fram í tímann. Ekki verður efazt um, að þjóðin fagni þeim ráð- stöfunum, sem stjórnin hefur gert til að halda verð- bólgunni í skefjum. Hins vegar eru stjómarand- stöðuflokkarnir vandaræðalegir í viðbrögðum sínum, óg hafa ekki, ef dæma má eftir hlöðum þeirra, manndóm í sér til að viðurkenna, að ríkisstjórnin sé á réttri leið. Engir hafa þó gert háværari kröfur um stöðvun verðbólgunnar en þeir. Þjóðviljinn kvartar undan því, að stjórnarsinnar bejti hótunum við verkalýðssamtökin. Ekkert er f jær sajoni, og stöðvun verðlagsins var einmitt ein þeirra ráðstafana, sem samið var um í júnísamkomulaginu. Enda þótt nokkur tími hafi liðið síðan, er það tak- márk jafn nauðsynlegt fyrir verkalýðinn og það hef- ují verið. Þegar rætt hefur verið um að stöðva verð- skrúfu með lögum áður fyrr, hefur yfirleitt verið lin að ræða að festa bæði verðlag og kaupgjald. Níi hefur ríkisstjórnin farið aðra leið og festir að- eiis verðlagið. Er þetta árangur af því samstarfi, sen tekizt hefur milli stiórnar og verkalýðshreyfing- ar Hins vegar er ógerningur að slíta þau tengsl, sem ávallt eru milli kaupgjalds og verðlags, og það er •hsígt að eyðileggja stöðvunina — ef vilii er fyrir þv í. ^onandi sýna allir aðilar efnahagslífsins ríkisstjórn in íi skilning og taka höndum saman við hana um að djri mfylgia þeirri stöðvun, sem nú á að reyna. Það gr brýnt hagsmunamál þjóðárheildarinnar, að stöðv- prin takist. i 4 30. nóvember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ Giæsileg séfasett á stálfótym með snúningsás Fleiri gerðir. Opið til kl. 10 í kvöld og annað kvöld. HÚSGAGNAVERZLUN AUÐBREKKU 59 KÖPAVOGI SiMI 41699 dúna krossgötum ★ FRJÁLS SKOÐANA- MYNDUN. Frjáls og eSlileg skoðanamyndun í stjórnmál- um hefur töluvert verið til umræðu manna á meðal undanfarið, einkum í sambandi við útgáfu dag- blaða hér á landi . I orði kveðnu a.m.k. virðast flestir sammála um, að einhliða áróður sé miður heillavænlegur, en rök með og móti nauðsynleg ar forsendur í hverju máli, enda þykir slíkt sjálfsagt á vettvangi dómsmála, ef réttlátrar niðurstöðu á að vera að vænta. Á þessu hefur þó verið mikill misbrestur. Út- treiðsla og stærð blaða og annarra málgagna stjórn málaflokkanna er mjög misjöin, og flestir láta sér r.ægja að kaupa eitt eða þá í mesta lagi tvö blöð, en sjá hin sjaldan eða aldrei. T.d. er mjög algengt upp til sveita, að fólk sjái aðeins eitt blað annað hvort Tímann eða Morgunblaðið. Sjá allir, að slíkt er ekki góður grundvöllur fyrir eðlilega skoð anamyndun í landsmálum. ★ HLUTUR ÚTVARPS OG SJÓNVARPS. Þó er því ekki að neita, að á þessu hefur verið ráðin nokkur bót í seinni tíð. Þingfréttaflutningur liófst í Ríkisútvarpinu fíjótlega eftir að það tók til starfa, þar sem síðan hefur verið skýrt allítarlega írá ílutningi frumvarpa, gangi mála og niðurstöðum á Alþingi, jafnvel umræðum um einstök mál. Sömu leiðis voru teknar upp stjórnmálaumræður í útvarpi sem fram fara eftir ákveðnum reglum. Ekki alls fyrir löngu var svo farið inn á þá braut að lesa útdrátt úr leiðurum allra dagblaðanna á hverjum morgni ,og er það líklega stærsta skrefið, sem stig ið hefur verið í þá átt að stuðla að eðiilegri skoðana myndun almennings á vettvangi stjórnmálanna í landinu. Nú siðast er svo sjónvarpið komið til skjal anna og býður upp á mikla möguleika í þessum efn- um. ÞÖRF ENDU RSKOÐUNAR 1 þessu sambandi liefur nokkuð verið rætt um að jafna aðstöðu blaðanna, treysta fjárhagsgrundvöll þeirra og auka þar með útbreiðslumöguleika þeirra og áhrif. Er það mál þó allt ennþá á athugunar stigi. En hver sem niðurstaðan kann að verða um stuðning við blaðaútgáfuna, þá er hitt víst, að framtíðarlausn þessara mála liggur ekki síður á sviði útvarps og sjónvarps heldur en dagblaðanna, ef rétt er á haldið. Ég held, að skynsamlegt væri að auka til muna útvarp og sjónvarp frá Alþingi eins og raunar hefur verið bent á áður, og sömu leiðis viðtöl við ýmsa framámenn stjórnmálanna og þá auðvitaö eftir ákveðnum reglum, þar sem full nægt væri öllu réttlæti gagnvart stjórnmálaflokk unum. Þá virðist og sjálfsagt, að nota bæði út varp og sjónvarp í sambandi við framboð til bæjar og sveitarstjórnarkosninga og alþingiskosninga í líkari mæli en verið hefur og ef til vill í breyttu formi, og þyrfti að taka þetta allt til rækilegrar at liugunar og endurskoðunar fyrir kosningarnar á vori komanda. — Steinn t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.