Alþýðublaðið - 01.12.1966, Side 4
I
Rltstjórer: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedikt Gröndal. — RltstjórnarfuU-
trúi: ElOur GuOnason. — Símar: 14900 14903 - Auglýslngasími: 1490«.
AOsetur AlþýOuhúsiO viO Hverfisgötu, Reykjavik. — Pr*ntsmlöja AlþýOtt
blaösins. — Askriftargjald kr. 95.00 — 1 lausásölu kc. 7,00 elntakiO.
Utgefandl AlþýOuflokkurimi.
EINOKUN
V3EHÐLAGSMÁL voru mikið rædd á þingi Alþýðu-
f lok^sins, sem haldið var um síðustu helgi. Lýstu þing
fulltrúar einhuga stuðningi við þá verðstöðvun, sem
ríkisstjórnin hefur flutt um frumvarp á Alþingi, og
töldu að samfara henni hlyti að fara aukið eftirlit með
verðlagi.
Þá var mikið fjallað um einokunarmyndun í ís-
lenzku efnahagslífi, og var talið, að samtök fyrirtækja
til að tryggja sér hátt verð væru algeng. Var í því
sambandi sérstaklega rætt um olíuverzlun og trygg-
ingar, en í þessum tveim greinum viðskipta hafa orðið
harðir árekstrar milli neytenda og fyrirtækja í seinni
tíð. Um þessi efni gerði flokksþingið eftirfarandi sam-
þykkt:
„31. þing Alþýðuflokksins lýsir undrun og vanþókn-
un sinni á því, að olíufélög og tryggingafélög skuli
bindast samtökum sín í milli um að draga úr þjón-
ustu við neytendur og gera þeim olíu- og trygginga-
viðskipti óhagstæðari en þau hafa verið.
Alþýðuflokkurinn telur slíka verðmyndun með ein-
okunarsniði óviðunandi með öllu og skorar á ríkis-
stjórnina að hafa þegar forgöngu um setningu löggjaf
ar er banni þvílíka verzlunarhætti og verndi neyt-
endur. Öðrum kosti hlýtur ríkisvaldið að taka í sínar
hendur alla starfsemi á þessum viðskiptasviðum.<£
Hér er hart að orði komizt, enda ríkt tilefni til. Við-
komandi félög hafa sprottið upp eða vaxið á síðustu
áratugum og þannig notið velmegunar þjóðarinnar í
ríkum mæli. Þau hafa mikil viðskipti við atvinnu-
lífið, þar sem kaupin gerast í stórum upphæðum, en
haf'a ekki að sama skapi ástundað aðra viðskiptavini
sína — almenning. Er meiri hörku beitt við litla fólk-
ið en fínu kúnnana.
Alþýðuflokkurinn hefur barizt allra flokka mest fyr
ir ejnokunareftirliti og víðtækri vernd fyrir neytend-
ur. Sú barátta hefur enn eltki borið mikinn árangur —
en þó skilja allir, að hér hlýtur að koma löegjöf gegn
einókun, eins og í öðrum siðuðum löndum. Hvejiær?
I IDESEMBER
I
I t)AG er 1. desember, annar af þjóðhátíðardögum
Islendinga, er þeir minnast frelsisbaráttunnar. Um
léið og litið er um öxl, er rétt að minna á, að frelsi
öðlást þióð ekki einu sinni fyrir alla framtíð, heldur
ver^ur hún að vinna fyrir frelsinu og varðveita það
ár eftir ár. Hún þarf að varðveita þióðerni, tryggja
fjárbagslegt frelsi sitt og vera sjálfstæð í viðskiptum
við aðrar þjóðir. Frelsisbaráttan heldur því áfram.
4 1. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TILKYNNING
um breytingar á brottfarartíma sérleyfisbifreiða á leiðinni
Reykjavík - Keflavík - Hafnir - Garður - Sandgerði - Stafnes.
Frá og með mánudeginum 28. nóvember breytist burtfarartími sem
hér segir:
Frá Reykjavík til Keflavíkur - Garðs og Sandgerðis,
kl. 9.45 árd. í stað kl. 9,30 árd.
Frá Reykjavík til Stafness, kl. 17 í stað kl. 19.
Frá Reykjavík til Kefla'víkur, Keflavíkurflugvallar, Hafna,
Gaxðs og Sandgerðis, kl. 18,30 í stað kl. 19.
Frá Keflavík til Reykjavíkur kl. 8,15 árd. í stað kl. 8 árd.
Frá Keflavík til Garðs, Sandgerðis og Stafness kl. 18.
Frá Keflavík til Garðs og Sandgerðis, kl. 19,30 í stað kl. 19,00.
Frá Sandgerði kl. 19,30 í stað kl. 19.15, frá Keflavík til Reykja-
víkur, kl. 20.00 í stað kl. 19,45.
Frá Sandgerði, kl. 17 til Keflavíkur og Reykjavíkur.
Frá Höfnum til Reykjavíkur kl. 7,30 árd. í stað kl. 8,45 árd.
Sunnudaga, kl. 12,30.
Ferðaáætlanir fást í afgreiðslustöðustöðum bifreiðanna í Umferða-
mistöðinni Reýkjavík.
Bifreiðasiöð Steindórs
( UmferBamiðstöðinni)
★ FYRSTI SNJÓRINN.
Óvenju miklura snjó hefur dengt niður
hér sunnanlands undanfarna daga og enn er
ekki lát á frostinu. Mörg ár eru liðin síðan snjó
að hefur jafn mikið jafn snemma hér og kom
þetta þvi . flestum á óvart. Vertíð mikil er nú
hjá þeim sem selja keðjur og snjódekk og er
sannkölluð jólaös hjá þeim þessa dagana þótt
desember sé nú rétt aðeins að byrja.
Það er aðeins tiltölulega, stutt síðan Bif
reiðaeftirlit ríkisins féklíst til a’ð viðurkenna
snjódekkin, sem margir voru þá þegar búnir
að nota í mörg ár. Núverandi viðurkenning er
hinsvegar óljós fremur og þar ekki skýrt að
orði kveðið. Ýmsir telja negldu snjódeggin hafa
mikla kosti fram yfir hin, og víst er að undir
sumum kringumstæðum veita þau talsvert meira
viðnám, en hisvegar er þess að geta, að sumum
þykir leiðinlegra að aka á þeim og enn aðrir
benda á að þau fari illa með göturnar.
★ KEÐJURBIAR
SKEMMA .
Það var sannarlega tímabær aðvörun hjá
iögreglunni ,þegar tilkynnt var fyrir nokkrum
dögum, að þeir bílar, sem ekki hefðu viðunandi
utbúnað á hjólum yrðu teknir úr umferð. Þetta
voru orð í tíma töluð. Þeir sem eru að þvælast
í umferðinni snjódekkja og keðjulausir gera ekki
annað en þvælast fyrir öðrum, þegar jafnmikill
snjór er og hefur verið að undanförnu auk þess
sem slíkur akstur skapar verulega slysahættu. Ber
því að taka undir þessa aðvörun lögreglunnar.
Hitt er svo annað mál, að lögreglan ætti
hiklaust að banna keðjuakstur að óþörfu þegar
allt er alautt, en margir eru latir að taka keðj
urnar af þegar fer að lilána og skrölta á þeim
dögum, eða jafnvel vikum saman ,en eins og
kunnugt er fer keðjuaksturinn mjög illa með
gatnakerfi borgarinnar, og fer áreiðanlega að
verða athugandi að takmarka verulega eða jafn
vel að banna með öllu, þegar ástæðulaust er.
— Karl. —
HAB - ÞRIR BILAR
í BODI - HAB