Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 9
IÁLMARSSON: ;munir eða þjóðarhagur? Vestfirðir eru harðbýlt hérað en úti fyrir þessum harðbýla skaga eru fiskimiS, sem gefa björg í bú, allt árið. Þó njóta þessi fiskimið takmarkaðrar verndar af út ærslu landhetginnar, því vetrarmiðin eru utan hennar. Er því ekki ó- eðlileg ósk Vestfirðinga um frek- ari útfærslu. Svo til öll afkoma manna er þar háð sjávarafla, enda munu varla annarsstaðar ötulli sjómenn. Naumast er hægt að segja, að hlaðið hafi verið undir þetta hér- að af fjármunum Sunnlendinga, sem greinanhöfundur talar um. Einna síðastir landsmanna fengu Vestfirðingar beint samband við þjóðvegakerfið. Sjálfvirkur sími er ætlað að verði þar á seinni skip unum. Sama mun um hið marg- umrædda sjónvarp, enda ekki boð ið upp á nein atkvæðaviðskipti í því sambandi. Menntaskóli á ísafirði hefur ekki siglt neinn óskabyr, það sem af er. Takmörk uð kynni hafa Vestfirðingar af ýmsum menningar- og skemmti- stofnunum þéttbýlisins, t.d. Þjóð- leikhúsinu, sem er þó styrkt af almannafé. Það má því segja, að það sé fremur þegnskapur og átthaga- tryggð, sem veldur því, að sæmi- iega þróttmikil byggð helzt í þess- um landshluta, auk þess sem af- koma manna er sæmileg, meðan sjávarafli bregðist ekki. Hitt er svo annað mál, að rask- ist undirstaða atvinnulífsins. sjáv araflinn, til muna frá því, sem nú er, þá er hætt við að menn þreyt- ist á að nytja þennan harðbýla skaga og miðin út af honum. og flytji heldur í dýrð Suðumesja. Á það má svo líta, hvort það séu sérhagsmunir eða þjóðarhagur að þau mið séu nýtt til fulls og til sem mestrar atvinnu, en það tel ég ekki verði með togurum frá Faxaflóa. Það mætti spyrja hvort þjóðar- búið og útflutninginn munaði nokkuð um Vestfjarðafiskinn. En fyrst rætt er um sérhags- muni. Það skyldu þó ekki vera sérhagsmunir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar að einhverju leyti, að togarar fengju að veiða innan fiskveiðilögsögunnar? Og ihvað kynnu þeir sérhagsmunir að ná til mikils hluta Reykvíkinga. Hitt er víst, að sé nýting Vest- fjarðamiða sérhagsmunir Vestfirð inga, þá nær það til 100% íbúa Vestfjarða, því með sjávarafian- um stendur og fellur byggð á Vestfjörðum. Um eitt er ég svo sammála greinarhöfundi, og það er neta- veiðin. En sú hrina er ekki upp- runnin á Vestfjörðum, því Vest- firðingar þraukuðu við línuna meðan fært var, og þrauka nokk- uð enn, þrátt fyrir lítinn verð- mun á neta- og línufiski. Það er einnig þegnskapur, að ég tel. Hjörtur Hjálmarsson. Brynjólfur Jóhannesson for- maður Félags ísl. leikara Mánudaginn 28. þ.m. var hald inn aðalfundur Félags ísl. leikara. Tíu leikarar og söngvarar gerðust félagar á þessum aðalfundi. Nú eru félagsmenn alls um 90 og hafa aldrei áður verið jafn margir fé lagsmenn í Félagi ísl. leikara. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru umræður um ýmis kjaramál og hagsmunamál leikara og söngv ara. Á árinu var minnst 25 ára af mælis félagsins og var af því til- efni boðið hingað fulltrúum frá leikarasamböndum á Norðurlönd um. Formaður FÍL sótti fund leikara ráðs Norðurlanda er haldinn var í Aabu í Finnlandi og var honum einnig boðið til Finnlands í til efni af 100 ára afmæli Svenska leik hússins í Helsingfors. í tilefni af 25 ára afmæli FÍL var fyrsti form. félagsins Þorsteinn Ö. Stephensen sæmdur gullmerki FÍL svo og Valur Gíslason sem Framhald á bls. 14. Frá Flateyri. Paul Michelsen, Hveragerði opnar blómaverzlun laugardaginn 3. des. að SUÐURLANDSBRAUT 10. Reykjavík. Poítablóm — Afskorin blóm — Gjafa- vörur allskonar — Útlend strá í gólfvasa. — Góð bílastæði. — Blómaverzlun MICHELSEN Suðurlandsbraut 10 — Sími 31099. Sjónvarpsloftnet fyrir Reykjavík og blandarar nýkomið. Hljómur Skipholti 9 — Sími 10278. Konsokaffi - Konsokaffi Hin árlega kaffisal'a kristniboðsfél. karla til ágóða fyrir kristniboðið í „Konsó“, verður sunnud. 4. des. og hefst kl. 3 síðdegis í Kristni- boðshúsi Betaníu. — Reykvíkingar drekkið síð- degiskaffið í Betaníu á murgun. Bazar Sjálfsbjargar verður haldinn sunnudaginn 4. desember í Skátaheimilinu við Snorrabraut (gengið inn Egilsgötu megin) og hefst kl. 14 e. h. Komið og gerið góð kaup, um leið og þér styðj- ið gott málefni. SJÁLFSBJÖRG, félág fatlaðra. STYTtKIÐ OSS ISTARFI! 3. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.