Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 2
Bókasafnið
1. tbl. 2. árg.
1975
RITSTJÓRN:
Páll Skúlason, ritstj.
Eiríkur Hreinn Finnbogason
Sigrún Klara Hannesdóttir
Stefán Júlíusson
Súsanna Bury
BLAÐAMAÐUR:
Elfa Björk Gunnarsdóttir
FORSÍÐA:
Torfi Jónsson,
auglýsingastofa
SETNING OG PRENTUN:
Prentsmiðjan Hólar hf.
HEIMILISFANG:
Bókasafnið,
c/o Páll Skúlason,
Pósthólf 967,
Reykjavík.
Að undanförnu hefur á opinberum vettvangi verið fjall-
að um vanda islenskrar bókaútgáfu. Bóliasöfn hafa komið
þar nokkuð við sögu og verður hér gert að umtalsef7ii. er-
indi Baldvins Tryggvasonar, sem birtist i Morgmiblaðinu
22. og 23. maí sl. Hann fjallar þar m. a. um útlá?i al-
menningsbókasafna ogáhrif þeirra á bóksölu. Hann drep-
ur þar á ýmsar staðreyndir og kemst i lokin að þeirri nið-
urstöðu að útlán dragi úr sölu. Þetta hef ég og ýmsir aðrir
talið hæpið og vil ég fœra fyrir þeirri skoðun nokkur rök.
I skrá bókafulltrúa rikisins, sem Baldvin vitnar til, og
birtist í 1. tbl. Bókasafnsins, kemur fram, að þær bækur,
sem mest eru keyptar af almenningsbókasöfnum úti á
landi, eru einmitt söluhæstu bœkumar. það eru Guðs-
gjafaþula, Jániblómið, Utan frá sjó o■ s. frv- Þessi stað-
reynd er alls ekki fallin til þess að styrkja niðurstöðu
Baldvins, heldur hið gagnstæða.
A^mað atriði, sem Baldvin nefnir ekki, er að bækur eru
að mjög verulegu leyti keyptar til gjafa. Útgefendur vita
þetta og setja þvi langmestan hluta bóka sinna á mark-
að fyrir jólin. Menn kaupa þá umfram allt bœkur, sem
þeir þekkja af afspurn eða af eigin reynd, og kynni gefand-
ans af bókinni eða höfundinum verða þá stundum í bóka-
safni, þótt auglýsingar og ritdómar hafi eflaust meiri
áhrif.
Bóliasöfn hafa á siðari árum stuðlað að kynningu höf-
unda og verka með upplestrum og sýningum, sbr. isl.
barnabókaviku og starfsemi bókasafnsins á Akranesi, en
greinar um hvort tveggja birtast hér i blaðinu. Ég verð
að segja, að mér fyndust tryppin illa rekin, ef slikar
kynnmgar drægju mjög úr áhuga manna á verkunum.
Fleiri atriði mætti tína til.
Aftur á móti er ég hlymitur þeirri hugmynd Baldvins,
að almennmgsbókasöfnum yrði gert að skyldu — og gert
kleift — að kaupa árlega verulegt magn islenslira bóka
og tel það raunar einu færu leið'ma til að gera bókina svo
rikan þátt i lifi þjóðarmnar sem hún var fyrir nokkrum
áratugum. Ég er þama á öndverðum meiði við nokkra
bókaverði úr Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem birtu
grein í Morgunblaðmu um þetta atriði og nokkur önnur
í erindi Baldvins. Vandamál íslenskra bókasafna hafa
verið of fáar bækur en ekki of margar og mun mikið
vatn renna til sjávar áður en óhófleg bókaeign islenskra
bókasafna veldur vandkvæðum.
P. Sk-
2