Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 18
ur-Ameríku 1966, Asíu 1967, Afríku 1970
og Arabaríkjunum 1974, svo og mörgum
smærri fundum um afmörkuð viðfangsefni.
í öllu því starfi hefur verið lögð megin-
áherzla á, að eigi skuli litið á upplýsinga-
miðstöðvar, bókasöfn og skjalasöfn sem af-
mörkuð viðfangsefni hvert um sig, heldur
hluta af allsherjarkerfi, sem sjái fyrir miðl-
un upplýsinga á öllum sviðum mannlegrar
þekkingar. Starf Unesco að þessum málum
miðast að sjálfsögðu mjög við samræmingu
og samstarf þjóða á milli, en þó er lögð
höfuðáherzla á þær hugmyndir, sem liggja
til grundvallar landskerfi til upplýsinga-
þjónustu — National Information System
(NATIS). Gert er ráð fyrir, að slíku kerfi
sé á komið og það starfrækt á vegum stjórn-
valda hvers lands og það sé fastur þáttur í
allri áætlanagerð á sviði atvinnumála,
menningarmála og félagsmála, enda verja
stjórnvöld menningarþjóða æ meira fé og
mannafla til að tryggja vöxt og viðgang
þjóðbókasafna, liáskólabókasafna, almenn-
ingsbókasafna, skólabókasafna og sérfræði-
bókasafna, svo og upplýsingamiðstöðva og
skjalasafna.
í samþykktum ráðstefnunnar segir m. a.,
að kanna beri þarfir notendanna í hverju
landi og taka síðan ákvarðanir um, hversu
nýttir skuli þeir kostir, sem fyrir hendi eru,
og hversu bætt verði úr alvarlegri vöntun
á upplýsingaþjónustu á vissum sviðum með
skipulögðum aðgerðum. Enn fremur sé
komið á fót stofnunum í landinu, er séu
þess megnugar að annast tengsl út á við í
alþjóðlegri viðleitni tii framfara á þessum
sviðum.
Til grundvallar umræðum á Parísarfund-
inum lá skýrsla, þar sem sett eru fram í
sextán liðum þau markmið, sem að er stefnt
með stofnun landskerfis til upplýsingaþjón-
ustu. Þar er m. a. lögð áherzla á, að sérfræð-
ingum um upplýsingamiðlun, bókavörðum
og skjalavörðum sé ljóst mikilvægi þeirra í
þróunaráætlun þjóðarinnar, en stjórnmála-
mönnum og öðrum, er vinna að þróunar-
málum beri einnig að hafa í huga mikilvægi
hinna fyrrnefndu. Glæða beri vitund not-
enda um þá upplýsingaþjónustu, sem upp
á er boðið, og notkun bókasafna eigi að
vera þáttur í námi allt frá bamaskóla, svo
að öflun upplýsinga verði eðlilegur þáttur
hins daglega lífs. Eent er á, að notkun
skólabókasafna geti ráðið mjög miklu um
andlegan þroska ungmenna. Jafnframt
þurfi að bria svo að almenningsbókasöfnum,
að þau fái kornið til móts við þá þörf á
bókanotkun, sem lagður var grundvöllur
að í skólabókasöfnunum, enda mikil þörf
viðhalds- og endurmenntunar í heimi örra
breytinga. í þessu samhengi þurfi að hafa
sérstaklega í huga, hvernig slíkri þjónustu
verði bezt við komið í dreifbýli, svo og-
hvernig komið verði til móts við sérþarfir
ýmissa notendahópa. Stefna beri að nánara
samstarfi upplýsingastöðva og bókasafna
annars vegar og skjalasafna liins vegar.
Ábyrgð á meðferð skjalagagna skuli jöfnum
höndum taka til varanlegrar varðveizlu
þeirra skjala, er geymast eiga um aldur og
ævi og mörkunar stefnu um skipulag, varð-
veizlu og mat á skjalagögnum líðandi stund-
ar í hvers konar stjórnsýslustofnunum. Séð
skuli fyrir stofnunum eða námsleiðum, er
annist menntun starfsliðs í þágu upplýs-
ingaþjónustu. Menntunin ætti að fá rúm
innan háskóla eða annarra sambærilegra
menntastofnana, m. a. til að nemendum gef-
ist kostur á nánum tengslum við mennta-
fólk í öðrum greinum, svo sem háskóla-
kennara og sérfræðinga, er stunda rann-
sóknir, einnig til þess að nýtist að kennslu-
kröftum og aðstöðu, sem öðrum greinum er
búin, svo og til að nemendur hafi greiðan
aðgang að hvers konar safngögnum og
kostur gefist á vinnuþjálfun jafnframt hinu
akademíska námi.
Unnið hefur verið að því að koma upp
alþjóðlegu bókfræðikerfi (Universal Biblio-
graphic Control). Samkvæmt því skal sett
18