Bókasafnið - 01.01.1975, Qupperneq 16

Bókasafnið - 01.01.1975, Qupperneq 16
af 500 börn. Einnig eru bækur lánaðar til báta og skipa og munu þar vera um 180 lánþegar. Sjómennirnir koma í safnið og fá lánaðar bækur á sama hátt og aðrir lán- þegar. Eina sérleyfi þeirra er að halda bók- unum lengur en venja er. Lánþegar frá sveitunum í kring koma í safnið og sækja bækur, þegar jreir eiga leið um. Bækur eru ekki sendar út á bæina. Við leggjum leið okkar niður í kjallar- ann. Þar er stór salur, sem ætlaður er til bókageymslu. Hluti rýmisins er þegar í notkun fyrir bækur og þarna er vinnuað- staða. Stefanía heldur áfram að segja okk- ur frá starfseminni: „Eins og ég sagði áðan hefur kjallara- geymslan verið nýtt sem sýningarsalur. Þar hafa verið haldnar átta málverka- og grafík- sýningar, auk þriggja sem haldnar hafa ver- ið á efri hæðunum. Allar Jressar sýningar hafa verið vel sóttar. Þá hafa verið haldnar fjórar bókasýningar og kynningar á vegum safnsins. Þær eru: Prentverk í Borgarfirði, Borgfirskir rithöfundar, Barnabókakynning og Hallgrímsvaka. Þá var Bæjar- og héraðs- bókasafnið á Akranesi annar aðilinn að Snorrasýningunni í Reykholti á sl. sumri. Hinn aðilinn var Héraðsbókasafnið í Borg- arnesi. Landsbókasafn íslands hefur ávallt veitt mikla fyrirgTeiðslu í þessum efnum. Fyrirhugað var að halda framhaldskynn- ingu á borgfirskum rithöfundum nú í apríl, en vegna innréttinga á efri hæð hússins og; rasks, sem því fylgir, hefur orðið að fresta. því um ófyrirsjáanlegan tíma.“ Líkan af Bókhlöðunni ásamt teikningum var til sýnis á Þriðja landsjjingi íslenskra bókavarða, sem haldið var að Lögbergi við Háskóla íslands í september síðast liðnum. Þess má geta, að mynd af Bókhlöðunni var birt í danska tímaritinu Bogens Verden eft- ir landsfundinn. Líkanið var hannað af Karli Lilliendahl. Við hittum Ástu Ásgeirsdóttur og Hafdísi Daníelsdóttur samstarfskonur Stefaníu. I safninu er unnið tveggja manna starf, sem þrjár konur leysa af hendi þ. e. ein í fullu starfi og tvær í hálfsdagsvinnu. Tíminn hefur flogið frá okkur. Komin er kveðjustund. Um leið og við kveðjum Stef- aníu og þökkum fyrir okkur fljúga mér í hug orð hennar frá því fyrr um daginn, að „bókasafnið á að líkjast grísku menningar- torgi.“ E. B. G. BÓKAVERÐIR ATHUGIÐ! • Ameríska bókasafnið hefur á að skipa rúmlega 7.000 bókum, 135 tímaritum og safn myndsegulbanda í hinum ýmsu fræðigreinum, svo sem lögfræði, þjóðfélagsfræði og vísindum. Auk þess lánar bókasafnið hljómplötur og segulbandsspólur. • Kvikmyndir eru lánaðar til stofnana og félagasamtaka. • Öll ofangreind þjónusta er ókeypis. • Bókasafnið er opið frá kl. 13—19 mánud. — föstudags. Kvikmyndasafnið er opið frá kl. 14—17 mánud., mið- vikud. og föstud. og milli 11—12 og 17—19 þriðjud. og fimmtud. MENNINGARSTOFNUN BANDARÍKJANNA NESHAGA 16 - SÍMAR: 19900, 19331 OG 11084. 16

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.