Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 10
Þátttakendur í bresk-norræna bókasafnsráðstetnunni í Ráttvik við Siljanvatn í Svíþjóð í maímánuði 1973. Hér eru gestum bornar veitingar, sér- stakur mjólkurréttur sem tíðkast hefur á þessum slóðum frá fornu fari, ekki síst í seljunum. Er hann líkastur fljótandi osti, ekki ýkja þykkur, en tollir þó vel saman; er nánast seigur eins og miðlungsþykkt deig. Með þessum rétti eru bornar stórar upprúllaðar kökur, ekki ósvipaðar pönnu- kökum, en þær eru að mestu leyti gerðar úr kartöflum. Líkjast þær mjög norsku ,,lefsunum.“ Kökurnar eru smurðar með sérstöku smjöri sem einnig er gamall arf- ur í byggðinni og nefnist mysusmjör. Það er hvítt eins og venjulegt smjör en hefur sterkan keim af mysuosti. Konur úr átthagafélagi sveitarinnar bera fram matinn og eru þær sumar í þjóðbún- ingum. Dalabyggðir hafa hver sinn þjóð- búning sem fólk klæðist nú orðið aðeins á tyllidögum og til skemmtunar ferðafólki. Konur bera hann oftar en karlar en dans- flokkar og fiðlarar klæðast honum gjarnan þegar þeir iðka listir sínar. Fiðlan er hljóðfæri Dalanna og hver sveit átti áður sinn aðalfiðlara og stundum lieila flokka sem struku strengi fyrir dansi. Byggðir áttu löngum sína sérstöku dansa og þjóðdansar Dalanna lifa enn góðu lífi með áhugahópum sem tíðum koma fram á skemmtunum. Víða í Dölum eru sumar- dvalar- og ferðamannahótel því að lands- lag er hér fagurt og íriðland meira en annars staðar. Þjóðdansaflokkar og fiðlarar í þjóðbúningum koma oft frarn á þessum hótelum og skemmta gestum. Þannig feng- um við þátttakendur á bókasafnsráðstefn- unni heimsókn nokkurra dansara og fiðlara á hótelið þar sem ráðstefnan var haldin undir borðum í lokahófi og þótti það hin besta skemmtun. Hér á Fornabæ þykir einnig hlýða að gefa okkur ofurlítinn forsmekk af Dala- dönsum úr Urðabyggð. Ungur mennta- skólanemi, að vísu síðhærður og klæddur á nútímavísu táninga, stígur fram á völl- inn milli bjálkahúsanna og stillir strengi sína. Hann hafði fengið frí úr skóla þennan morgun til að spila fyrir okkur gestina nokkra gamla dansa úr byggð sinni. Kunni hann vel að fara með fiðluna og naut þess sjáanlega að skemmta gestum með hrynj- andi laga sem dans liafði verið stiginn eftir í Urðasókn af afa hans og ömmu og forfeðrum fyrr á öldum. Síðan er ferðinni haldið áfram og að sjálfsögðu þykir við hæfi að sýna okkur bókasafnið í Urðasókn. Þegar fararstjór- inn tilkynnir að næst verði numið staðar í 10

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.