Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 6
lesið. Einnig ræddi 0rjasæter um notkun
skólaútvarpsins í Noregi við bókmennta-
kennslu og þá auknu möguleika, sem skóla-
útvarpið veitir í kennslu annarra greina.
Að lokum flutti 0rjasæter fyrirlestur í
boði Sérkennarafélags íslands þar sem hún
ræddi um bækur fyrir lestrega og gildi
barnabókarinnar fyrir börn með sérþarfir.
Þar ræddi hún t. d. um gildi myndabóka
og upplesturs fyrir biirn, sem af einhverj-
um ástæðum geta ekki lært að lesa og nauð-
syn þess, að við þessi börn sé talað og þau
þjálfuð í að tjá sig. Hún minntist á nauðsyn
þess, að efni og málfar bóka fyrir þessi
börn væri sniðið eftir þroskaþeirra og aldri,
þannig að sem flest börn finni bækur við
sitt hæfi. Rétt er að geta þess hér, að hér á
landi er mikill skortur á lestrarefni fyrir
börn með lestrarörðugleika. Virðist þetta
efni því hafa verið mjög tímabær hug-
vekja, enda var mjög góður rómur gerður að
öllum fyrirlestrum Tordisar 0rjasæter.
Ole Lund Kirkegaard er barnakennari
og kennir í smábæ einum á Jótlandi. Hann
hóf rithöfundarferil sinn með bókinni Lille
Virgil, sem út kom í Danmörku árið 1967.
Fyrir bók sína, Albert, fékk Kirkegaard
B0rnebogsprisen danska árið 1968. Ein af
bókum hans, Fúsi froskagleypir, hefur
verið þýdd og gefin út á íslensku af bóka-
forlaginu Iðunni. Þýðinguna gerði Anna
Valdimarsdóttir. Kirkegaard ræddi um bæk-
ur sínar, þar sem hann fjallar aðallega
um samband barnsins við fullorðna fólkið
og hvernig barnið lítur á heim hinna full-
orðnu. Honum veitist einkar auðvelt að
lýsa því hvernig börnin sjá út fullorðna
fólkið og veikleika þess og eru bækur lians
fyndnar og ævintýralegar. Sá gálgahúmor,
sem hann beitir óspart í þessum lýsingum
sínum, höfðar bæði til barna og fullorðinna
Kirkegaard leggur mikla áherslu á að bækur
fyrir börn séu skrifaðar á máli, sem börn-
in skilja og er þeim tamt og án allra predik-
ana.
Lokaatriði dagskrárinnar var svo barna-
skemmtun, sem brúðuleikhúsið Leikbrúðu-
land, flutti. Voru það þrír þættir, sem verið
hafa á dagskrá þeirra undanfarið, þ. e. Meist-
ari Jakob gerist bamfóstra, Meistari Jakob
og pylsusalinn og J. J. og Djúpsystur syngja.
Ýmislegt fleira var gert til þess að halda
hátíðlega þessa fyrstu barnabókaviku á ís-
landi. Má þar nefna barnabókasýningu í
Norræna húsinu, sem var yfirlitssýning yfir
frumsamdar íslenskar barnabækur á þess-
ari öld. Þar var og sýning á myndskreyting-
um úr barnabókum eftir íslenska mynd-
listarmenn, og sýning á gömlum og nýjum
leikföngum. Var þar athyglisverð sýning á
ýmiskonar þroskaleikföngum, sem verslun-
in Völuskrín hafði þar á boðstólum. Auk
H. C. Andersens veggspjaldsins voru gefin
út íslensk veggspjöld unnin af nemendum
í Myndlista- og handíðaskóla íslands og
eru þau öll tengd bókum og lestri. í út-
varpinu flutti Silja Aðalsteinsdóttir erindi
um þróun barnabókaritunar og Þorleifur
Hauksson flutti í bókmenntaþætti sínum
úrdrátt úr dagskrá íslenska barnabóka-
kvöldsins. Landsbókasafn hafði sýningu á
verkum H. C. Andersens, sem út hafa verið
gefin á íslensku og Kennaraháskólinn hafði
sýningu á fagritum um barnabókmenntir.
Þessi fyrsta barnabókavika, sem Félag
bókasafnsfræðinga stóð fyrir, virðist hafa
náð þeim tilgangi sínum, að vekja athygli
á mikilvægi barnabóka og mikilvægi þess,
að frumsamdar barnabækur verði gefnar út
í aukinni fjölbreytni. Einnig langaði okk-
ur til þess að fá fólk, sem starfar á einn eða
annan hátt með börnum, til samstarfs. Er
Jaað von okkar, sem að þessu stóðum, að
slíka kynningu verði hægt að endurtaka, og
Jaá í samvinnu við ennþá fleiri aðila.
6