Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 11

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 11
Furudal við Urðavatn og litið rétt sem snöggvast á bókasafn byggðarinnar verður einhverjum að orði: „Sko til, aldrei fór það svo að við fengjum ekki að sjá bókasafn!" Tónninn gaf meira til kynna en orðin en ráðstefnan hafði byrjað með þriggja daga ferðalagi milli bókasafna. En þótt sá broddur kynni að liafa falist í þessum ummælum að nóg væri komið af svo góðu voru allir upp til handa og fóta þegar komið var á staðinn. Bókasafnið var nefnilega næsta sérstakt. Bíllinn staðnæmd- ist við stóra tveggja hæða byggingu og kom mönnum sjáanlega á óvart ef þetta rnikla hús væri bókhlaða í svo fámennri byggð. Svo reyndist heldur ekki vera. Á efri hæð var dvalarheimili aldraðra í byggðinni en á jarðhæð var bókasafnið, samkomusalur og skrifstofur. Allt húsrými bókasafnsins er hartnær 300 fermetrar og útlánasalurinn langmestur hluti þess. Hann er aðeins stúkaður sund- ur með lausum bókaskápum úr ljósum viði, lágum og snyrtilegum. Allur er salurinn skemmtilega opinn og aðlaðandi, önnur hliðin næstum öll úr gleri og veit mót suðri og vatni. Stórar dyr eru á gafli og opnast út á stétt sem er eins og framleng- ing salarins. Barnakrókur er í öðrurn enda salar en músikdeild í hinum, borð og stól- ar rnilli bókaskápa og einn eða tveir lesbás- ar. Bókavörðurinn og sveitarstjórinn taka brosandi á móti gestum og veita allar upp- lýsingar sem spurt er um. Bókavörðurinn er kona og er hún að sjálfsögðu í þjóðbún- ingi byggðar sinnar þegar svo marga og langt að konma gesti ber að garði. Bókasafnið flutti í þessi giæsilegu húsa- kynni fyrir sjö árum þegar elliheimilið var fullreist. Það er opið þrisvar í viku tvær til þrjár klukkustundir í senn eða alls 7—8 stundir á viku allt árið um kring. Útibú er í þorpinu Dalfossi, um 15 km leið frá Furudal. Auk þess eru útlánastöðvar á þremur bæjum í sókninni. Til að gefa ofurlitla hugmynd um bóka- kost safnsins, starfsemi þess og viðfangsefni er hægast að þýða nokkur atriði úr litlum tvíblöðungi sem dreift er um byggðarlagið. Titill hans er: Upplýsingar um Bókasafn Urðasóknar i Furudal. Textinn er á þessa lund: „Hvað veist þú um bókasafnið þitt?“ Veistu að í bókasafninu er að finna 12000 bindi bóka til útlána og auk þess getur safnið útvegað bækur úr öðrum söfnum og Jrá einkum úr borgar- og héraðsbókasafn- inu í Falun, að í safninu eru 250 grammófónplötur til að hlusta á, bæði sígild músik, popp og barnaplötur, að í tímaritakróknum eru 35 ólík blöð og tímarit til að líta í, að í heimildadeildinni eru nálægt 600 orðabækur, uppsláttarrit og handbæk- ur um flest efni, að í barna- og unglingadeildinni eru auk bóka og blaða alls konar dægradvalir, töfl og kubbar, og einnig teikniáhöld, litir og pappír, að í bókasafninu er hægt að fá ljósrit úr fundargerðabókum sveitarstjórnar, skólanefndar og öðrum opinberum plöggum héraðsins, 11

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.