Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 9
STEFÁN JÚLÍUSSON Lítið bókasafn í Dölum Við erum stödd í Oresókn í Svíþjóð, hreinræktaðri Dalabyggð um 38 km fyrir norðan Siljanvatn. Hér er á ferð bókasafns- fólk frá Bretlandi og öllum Norðurlönd- um, um 50 talsins, sem þessa dagana ber saman bækur sínar á ráðstefnu um bóka- safnsbyggingar og hlutverk almennings- bókasafna í Ráttvik við Siljanvatn. En nú höfum við tekið okkur morgunstund frá umræðum og ráðagerðum til að skoða okkur ofurlítið um í næsta nágrenninu. Veðrið leikur við okkur, sólskin er og ylur í lofti þótt maímánuður sé enn ekki á enda liðinn. Heitt er í langferðabílnum, og því erum við fegin hverri viðdvcil sem á leið okkar verður. Hér skiptast á fjöll og dalir, öldur og lægðir, og vötn eru víða í dældum. Land er allt skógi vaxið og mikið um grenitré og þótt jarðvegur sé grýttur virðist Jrað ekki standa trjágróðri fyrir þrif- um. Nafnið Ore vekur forvitni mína. Hér er Orebyggð og Orevatn og fleiri cjrnefni af þeim toga spunnin. Favarstjóri okkar, sænski bókafulltrúinn eða bókasafnsstjór- inn Ulf Dittmer, sem er margfróður um sögu lands síns og Jrjóðar, leysir brátt úr spurningu minni um Jretta efni. Ore mun vera sama orðið og urð á íslenzku. Þá líður mér betur. Urðabyggð og Urðavatn, Jrað kemur ágætlega heim. Við erurn sem sagt stödd á Urðum. Frá fornu fari hafa byggðir í Dölum kallast sóknir, og Urðasókn er firna gömul byggð. Á nesodda við Urðavatn hafa ver- ið grafnar upp rústir frá búsetu manna á steinöld, ef til vill frá því urn 2000 árum fyrir fæðingu Krists. Urðasókn er tæpir 1000 ferkílómetrar að flatarmáli eða um hundraðasti hluti íslands. Fjórir fimmtu hlutar hennar eru vaxnir skógi enda er hún í ritum stundum nefnd skógarsóknin á Urðum. íbúar eru innan við 2000 og hefur þeim fækkað á síðustu áratugum. Áð- ur voru hér mörg og mikil fjárbú enda eru gömul sel liér á öðrum hvorum ási og fjalli en nú má telja fjárjarðir á fingTum annarrar handar. Við nemum fyrst staðar á Fornabæ í Norrboda eða Norðurseli sem nú er eins konar byggðasafn í líkingu við Glaumbæ í Skagafirði og aðra verndaða sveitabæi hér á landi. Hér standa 26 bjálkahús í þyrpingu en upprunalega voru þetta tveir sveitabæir. Nokkur húsanna eru frá 16. öld, ein- staka jafnvel frá því fyrir 1500, en flest frá 17. og 18. öld. Húsin hafa varðveist merki- lega vel og skemmtilegt er að skoða bygg- ingarlagið. Hér hefur ekki skort trjáviðinn. Innan dyra er húsbúnaður og fatnaður í stofum og svefnskálum en ýmis áhöld, tæki og verkfæri í útihúsum. í sjálfu sér er þetta byggðasafn ekki merkilegra en Glaum- bær en við samanburð verður manni enn ljósara en áður hvað timburskorturinn hef- ur átt ríkan Jxitt í lihiaðarháttum íslend- inga á fyrri öldum. 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.