Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 15
bergi og eigum auðvelt með að skilja að
Stefanía vill taka þetta í notkun sem allra
fyrst. Á efri hæð hússins er unnið að inn-
réttingum Verkfræði- og teiknistofunnar s.f.
Þegar gengið er inn í bókasafnið, mætir aug-
anu hlýleg og falleg sjón. Tréverk er allt úr
ljósum viði, gluggatjöld eru rauð, gulbrúnt
teppi á gólfi. Birtan er þægileg frá háum
gluggum og veggpláss er nýtt fyrir bækur.
Skáhillur eru hér fyrir tímarit. Myndir og
blóm skreyta veggi. Við okkur blasir högg-
mynd Magnúsar Árnasonar: Lesandi dreng-
ur. Menningarsjóður á Akranesi gaf bóka-
safninu myndina. Meðal þess sem vekur
athygli mína eru nótnabækurnar, sem lán-
aðar eru út. Síðar er mér sagt, að bókasafnið
kaupir þær í samráði við tónlistarskólann.
Úr útlánssal er gengið inn í vinnuherberg-
in. Við látum fara vel um okkur í vistlegu
og rúmgóðu vinnuherbergi Stefaníu og
fræðumst meira af henni.
„Lestrarfélag var stofnað á Akranesi árið
1864. 1946 brann barnaskólinn, en þar var
þá bókasafnið til húsa. Áðurvar það í kirkju-
turninum. Allur bókakostur varð eldinum
að bráð utan 300 bóka, sem voru í útlánum.
Safnið var að Kirkjubraut 8 þar til það
flutti í núverandi húsakynni, en síðan eru
liðin þrjú ár. Vinna við flutning í nýja hús-
næðið og uppbyggingu safnsins tók eitt ár.“
Stefanía hefur unnið bókasafnsstarf á Akra-
nesi í fimm ár.
Sigurjón Sveinsson arkitekt teiknaði hús-
ið. Allar innréttingar í safnið eru smíðaðar
í Akri hf. Húsakynni safnsins eru nú 234 m2
auk Í00 m2 í kjallara.
Fjárveiting til bókasafnsreksturs verður
fyrir árið 1975 kr. 4.770 þús. plús ein millj-
til bókakaupa. 10 mánuði ársins er safnið
opið til útlána. Á s. 1. ári voru keypt 1524
bindi. Auk þess er lögð áhersla á tímarita-
kaup eldri tímarita til að fylla í skörðin, en
safnið er mjög götótt. Safnið telur um
22.000 bindi. Útlán eru mjög mikil. S. 1.
ár voru lánuð út 36.361 bindi. Árið 1973
31.485 og 1972 24.944 bindi. Síðan safnið
flutti í núverandi húsnæði hefur útlána-
aukning orðið um 100%. Gera rná ráð
fyrir að á þessu ári verði útlán um 40.000
bindi. Að jafnaði eru keypt 2 eintök af
hverri bók. í barnadeild eru eintökin þrjú
eða fleiri. Safn af þessari stærð þarf fleiri
eintök til að geta annað eftirspurninni.
Lánþegar voru um sl. áramót 1885, þar
15