Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 21

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 21
Var ráðstefnan í heild hin fróðlegasta. Fyrirlestrar ásamt niðurstöðum hennar verða væntanlega gefnir út á næstúnni. G. K. Nýtt frumvarp til laga um almenningsbókasöfn Á síðastliðnu vori lagði menntamálaráðherra fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um almenningsbókasöfn. Því miður kom frv. svo seint fram að það komst lítið ^em ekkert áleiðis gegnum þingið. Vonir standa þó til að frv. verði lagt fram á haustþingi og nái þá fram að ganga. Frumvarpið er stutt og miðar einkum og aðallega að því að treysta fjárhagsgrundvöll safnanna. Þetta yrði rammalöggjöf utn almenningsbókasöfn ef samþykkt yrði, en eftir yrði þá að setja ýniis ákvæði varðandi söfnin í reglugerð sem þyrfti að verða allítarleg. Þar yrði kveðið á um húsnæði og búnað safnanna, starfs- lið, almennan rekstur og sérstök viðfangsefni, skipu- lag bókasafnsþjónustu í dreifbýli, samvinnu skóla- og almenningsbókasafna, o. s. frv. Öll þessi atriði og fjöl- mörg fleiri í margháttaðri starfsemi safnanna þurfa gaumgæfilegrar athugunar við af ýmsum aðilum, svo sem samtökum sveitarfélaga, samtökum bókavarða, menntamálaráðuneyti og fjárveitingavaldi. Því er eðli- legt að reglugerðin verði samin af samstarfsnefnd þessara aðila, svo að tryggt verði að sem flest sjónar- mið komi fram. Reglugerð er einnig auðveldara að breyta en lögum, og þvf er eðlilegt að lögin séu um- gerð sem fyllt sé út í með greinargóðri reglugerð. Helstu nýjungar í frumvarpinu eru þessar: 1. Fjármdl. A. Rekstur. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði þriðjung af rekstrarkostnaði safnanna, og er þá haft í liuga að sá hluti standi undir bókakaupum. Framlag sveitarfélaga til bæjar- og héraðsbókasafna verði kr. 1.000 á íbúa, en til hreppsbókasafna kr. 750 á íbúa. Sýslusjóðir greiði kr. 100 á íbúa til héraðsbókasafna. B. Byggingar. Frv. gerir ráð fyrir að ríkissjóður greiði helming af byggingar- og húsbúnaðarkostnaði bóklilaða. C. Vísitöluákvæði. Frv. gerir ráð fyrir að fjárframlög sveitarfélaga og ríkis verði endurskoðuð árlega í sam- ræmi við verðlag. 2. Bókasöjn i sjúkrahúsum, hœlum og jangelsum. Skylt er að reka bókasöfn í ofangreindum stofnunum. Safnið sé kostað og rekið af viðkomandi stofnun eins og hver annar þáttur í starfseminni. Þó má fela almenn- ingsbókasafni á staðnum að annast bókasafnsþjónust- una. 3. Greiösla til rithöjunda. Frv. gerir ráð fyrir að ríkissjóður einn greiði rithöf- ttndum fyrir afnot af bókum þeirra í söfnunum og reiknast það þá viðbótarframlag til safnanna. 4. Skólabókasöjn. Heimilt er að reka skólabókasöfn og almenningsbóka- söfn sameiginlega (sbr. grunnskólalög). 5. Samstarfsfulltrúar. Gert er ráð fyrir að fulltrúar frá Sambandi ísl. sveit- arfélaga og Bókavarðafélagi íslands verði tilnefndir til að starfa með bókafulltrúa og ráðuneyti um fram- kvæmd laga- og reglugerðar þegar þurfa þykir. S. J. Skráningarmiðstöð bókasafna A útmánuðum þessa árs tók til starfa skráningarmið- stöð fyrir íslensk bókasöfn. Stofnun hennar hefur verið í undirbúningi nokkur undanfarin ár og dróst lengur en ætla hefði mátt að koma henni á laggirnar. En þegar Landsbókasafn tók að skrá íslenskar bækur á skírnar- nafn í stað föðurnafns, eins og áður hafði tíðkast, varð miklu hægara um vik að hrinda málinu í framkvæmd. Almenningsbókasöfn hafa yfirleitt fylgt þeirri reglu að skrá bók á skírnarnafn og var jrví í jressum efnum mis- ræmi milli þeirra og Landsbókasafns. En þegar ákveðið var að sömu skrásetningarreglur giltu framvegis í öll- um bókasöfnum landsins lá í hlutarins eðli að Lands- bókasafn tæki að sér að flokka bækurnar og undirbúa spjaldskrárspjöldin til útgáfu. Að stofnun Skráningarmiðstöðvarinnar standa í raun- inni fjórir aðilar: Landsbókasafn, bókafulltrúi ríkisins, Borgarbókasafn Reykjavíkur og Ríkisútgáfa námsbóka — Skólavöruljúð. Tókust samningar milli þessara aðila um að Ríkisútgáfan — Skólavörubúð — sæi um útgáfu spjaldskrárspjaldanna, dreifingu og sölu. Þótti þetta liggja nokkuð beint við, þar sem gera má ráð fyrir að í framtíðinni verði um helmingur viðskiptavina Skrán- ingarmiðstöðvarinnar skólar. Nú eru til hjá Skráningarmiðstöðinni spjaldskrár- spjöld yfir íslenskar bækur sem út komu á árunum 1973 og 1974. Kostar hvor árgangur innan við kr. 15.000. Allir, sem fengist hafa við skráningu bóka, munu sam- mála um að þetta sé lágt verð, enda aðeins fárra daga kaup eins manns. Enn verður ekki með vissu sagt hvað árgangurinn 1975 kostar, en það fer eftir fjölda áskrifenda. Það er því afar þýðingarmikið fyrir þessa starfsemi í framtíðinni að sem flest bókasöfn, skólar og stofnanir, þar sem bókasöfn eru, gerist áskrifendur, og það sem fyrst. Vouir gætu staðið til að jressi stofnun yrði grundvöllur bókasafnsmiðstöðvar, en það verður því að- eins að bókasöfnin notfæri sér þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi. Ennþá hefur hver árgangur verið seldur í einu lagi, 21

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.