Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 19
upp skráningarmiðstöð (National Biblio- graphic Control) í hverju landi fyrir sig, er leggi til bókfræðilega færslu rita heima- landsins samkvæmt alþjóðlegum reglum. Þannig mætti koma upp neti skráningar- stöðva, og skráningartexti yrði mjög fljótt eftir útkomu rits aðgengilegur hverjum sem væri, hvar sem er í heiminum. Bent er á, að ef ríkisstjórnir tileinki sér þær hugmyndir og jrau markmið, sem liggja til grundvallar landskerfi til upplýsinga- þjónustu, megi Jrar með sameina kraftana heima fyrir, jafnframt }dví sem leiðir opnist til að njóta góðs af upplýsingaflæðinu í heiminum, hvort heldur um einhliða afnot er að ræða eða gagnkvæma aðild. í lok skýrslunnar til menntamálaráðu- neytisins eru greindir nokkrir þættir, sem Menningarmálastofnun Sameinuðu jijóð- anna hefur beitt sér fyrir og okkur íslend- ingum gæti verið gagnlegt að taka mið af: 1) Gefinn sé gaumur að því, hver fjár- festing þjóðinni er í greiðum aðgangi að þeini þekkingu, sem þegar hefur verið afl- að í heiminum með rannsóknum og hvers konar vísindastarfsemi. 2) Tryggt skal, að þeir þættir, sem lúta að safnrekstri og upplýsingaþjónustu, sitji ekki eftir, þegar gerðar eru áætlanir um þró- un atvinnuvega, rannsókna, menningar- mála og félagsmála. 3) Tryggja ber fyllsta samstarf þeirra að- ila innanlands, sem starfa að öflun, varð- veizlu og miðlun upplýsinga, svo að full nýting verði á þeirri aðstöðu, sem fyrir er í landinu. Slík samhæfing starfseminnar krefst landskerfis í einni eða annarri mynd, svo sem Unesco stefnir að. 4) Þannig verði um hnútana búið, að tilteknum aðilum hérlendis sé skylt að fylgjast vel með alþjóðlegri þróun á sviði upplýsingaþjónustu, svo að tryggt sé, að hér verði ekkert það aðhafzt, sem beinlínis bryti í bága við hina alþjóðlegu viðleitni til samstarfs og samræmingar eða kæmi í veg fyrir hugsanlega þátttöku af okkar hálfu. 5) Sérfræðingum í upplýsingamiðlun, bókavörðum og skjalavörðum sé gert kleift að afla sér staðgóðrar menntunar og starfs- jijálfunar. Jafnframt sé tryggt, að störf þeirra séu metin til jafns við störf annarra sambærilegra starfshópa í þjóðfélaginu. 6) Séð skal fyrir námskeiðum eða náms- leiðum fyrir aðstoðarfólk við upplýsinga- Jrjónustu, svo og til handa þeim, er hyggjast sérhæfa sig til starfa við skólabókasöfn. DR. FINNBOGI GUÐMUNDSSON Framhald af bls. 8. En við þurfum auðvitað samhliða að auka samvinnuna heima fyrir, halda áfram á þeirri braut, er mörkuð var með sam- skránni um erlenda ritaukann og nú um erlenda tímaritakostinn. Að fleiri slíkum málum, er varða rannsóknarbókasöfnin í heild og samband þeirra við notendur, þarf að vinna, og e. t. v. er orðið tímabært að koma á laggirnar fastri samstarfsnefnd eða rannsóknarbókasafnaráði, ef við viljum kalla hana svo að dæmi þeirra á Norður- löndum. HÁSKÓLABÓKASAFN hefur til sölu Skrá um erlend tímarit í Háskólabókasafni og fleiri rit 19

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.