Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 7
D R. FINNBOGI GUÐMUNDSSON
Samvinna norrænna rannsóknarbókasafna
Eins og fram kemur í síðasta hefti, var aðalfundur
Deildar bókavarða í rannsóknarbókasöfuum haldinn
16. janúar sl. Við það tækifæri flutti dr. Finnbogi
Guðmundsson erindi það sem hér fer A eftir. Mun
mörgum bókavörðum þykja fengur að þvi að fá yfirlit
um norræna samvinnu á þessu sviði.
Þegar fráfarandi stjórn var að undirbúa
þennan aðalfund, talaðist svo til, að ég
segði hér örlítið frá NORDDOK og áætlun,
sem nú er uppi um að fella samvinnu
norrænna rannsóknarbókasafna undir þá
stofnun eða öllu heldur stofnun, er leysti
hana af hólmi. Menntamálaráðuneytið
skipaði mig á sl. ári í samnorræna nefnd, er
nú vinnur að tillögum um, hversu þessari
samvinnu verði skipað til frambúðar og
hver skuli í fyrstu lotu verða helztu við-
fangsefnin.
Palle Birkelund, ríkisbókavörður Dana,
ritaði grein í marzhefti tímaritsins FBR
Aktuellt í fyrra, en það er málgagn sænska
rannsóknarbókasafnaráðsins. í greininni
reifar hann fyrst það mikilvæga hlutverk, er
N orræna rannsóknarbókavarðasambandið
(Nordisk videnskabeligt bibliotekarfor-
bund) hafi gegnt frá því er það var stofnað
1947 og muni enn gegna. Því væri þó ekki
að leyna, að sambandið, er væri samtök
starfsmanna safnanna, réði naumast við sum
meiri háttar verkefni, þar þyrfti að koma
til samvinna safnanna sjálfra, er aftur nytu
tilstyrks hins opinbera. Meðan þreifað var
fyrir sér um þessi mál, fór svo, að Norður-
landaráð beitti sér 1970 fyrir stofnun
NORDDOK, er leggja skyldi á ráðin um
það, hversu upplýsingaþjónustu í tækni og
vísindum yrði bezt fyrir komið á Norður-
löndum og miðstöðvar slíkrar þjónustu
yrðu aftur tengdar sambærilegum stöðvum
í öðrum löndum. í þessari samvinnu bæði
inn á við og út á við yrðu Norðurlanda-
þjóðirnar bæði þiggjendur og veitendur.
Þjálfa þyrfti sérstakt lið til að annast þessa
þjónustu og í framhaldi af því láta einskis
7