Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 13
Bæjarbókasafnið í Keflavík flytur. Hinn 21. okt. 1974 hóf Bæjar- og héraðsbókasafnið í Keflavík starfsemi á nýjum stað, Mánagötu 7. Áður hafði það búið við þröngan kost í 101 fermetra húsnæði í Barnaskólanum í Keflavík eða allar götur síðan 1958. Mánagata 7 er þriggja liæða steinhús, byggt 19-16, hver hæð er ca. 120 fermetrar. Á miðhæð eru útlánasalir og það er sá hluti safnsins er nú þegar liefur verið tekinn í notkun. Á efri hæð er vinnuherbergi starfs- fólks, skrifstofa bæjarbóka- varðar og tvö lesherbergi en þau eru ekki fullbúin. Þá er þar gert ráð fyrir tónlistardeild með aðstöðu til hlust- unar á músik. í kjallara er bóka- og skjalageymsla. Þá verður þar í framtíðinni lesstofa. Allar breytingar á húsinu svo og innréttingar liafa verið gerðar í samráði við Knud Jeppesen, arkitekt. — Útlán hafa aukizt verulega eins og neðanskráðar tölur gefa til kynna, í svigurn útlán 1974: — Útlán í jan. 1795: 5840 bindi (4537), í febr. 5137 biiuli (3446), í marz 4135 bindi (3253), í apríl 5735 bindi (2637), í maí 3932 biiuli (2406), í júní 3864 bindi (2245). - Bókaeign safnsins mun nú vera um 19 þúsund eintök. Á safninu starfa þrír bókaverðir, tveir í fullu starfi og einn í hálfu. Hilmar Jónsson. Svaiið er að sjálfsögðu næsta augljóst. Þetta litla bókasafn í Dölum er af þeirri stærð og gerð sem víða hentaði ágætlega hér á landi. Og það sem meira er, ef við íslend- ingar eigunr að koma bókasafnsmálum okk- ar í viðunandi horf þyrftunr við að koma á fót 30—40 ámóta bókasöfnunr allt í kring- um landið. Þetta er síður en svo neitt risa- vaxið átak ef vilji og framtak er fyrir liendi. Urðasókn er á stærð við minnstu sýslur landsins og í byggðinni eru um 1300 færri íbúar en í Rangárvallasýslu svo tekið sé dæmi af landbúnaðarhéraði. Ekkert stórt kauptún er í Urðasókn, aðeins nokkrir byggðakjarnar þar sem verslun og þjónusta veitir talsverða atvinnu. Að vísu er dálítill iðnaður í byggðinni, og þar eru m. a. fram- leidd landbúnaðartæki. Keðjur frá Furudal eru einnig kunnar víða. Þó að sveitarstjórnin í Urðasókn hafi leyst húsnæðisvanda bókasafnsins á þann hátt að hafa bókhlöðuna hluta af stærri byggingu, verður maður þess ekki var þegar inn er komið. Bókhlaðan er stofnun fyrir sig og stendur fullkomlega fyrir sínu. Á svipaðan hátt mætti víða leysa bókhlöðu- vanda hér á landi svo að ódýrara yrði og viðráðanlegra- Eðlilegast væri að leysa þetta verkefni þegar ný félagsheimili eru reist í þorpum og byggðakjörnum til sveita. En fleiri leiðir koma þar til greina eins og dæmið frá Furudal sannar. Vel má bókhlað- an vera álma af skólabyggingu ef jress er frá upphafi gætt að bókasafnið er sjálfstæð stofnun er mun þjóna ungum sem öldnunr. Að mínum dómi er þetta litla bókasafn í Dölum ágæt ábending og fyrirmynd til lausnar bókasafnsmálum víða í dreifbýli hér á landi. Þess vegna verður mér heimsóknin í Urðasókn hinn sólríka maímorgun á síð- astliðnu vori enn minnisstæðari en ella hefði orðið. (Útvarpsþáttur í júlí 1973). 13

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.