Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Síða 7

Bókasafnið - 01.10.1982, Síða 7
bókin og framtíðin Bókasafn Kópavogs í nýjum húsakynnum ar og fróðleik, sem síðan er ýmist hægt að lána út til einstaklinga, hópa eða skóla, eða kynna í safninu sjálfu. Þess utan hentar myndbandið mjög vel til safnkynningar, hvaða þjónustu veitir bókasafnið og hvemig geta menn notað sér hana. Sjónvarp — sími — tölva = bókasafnið heim í stofu. Sú kemur tíð að hægt verður að gera innkaup, skipta við bankann, senda skilaboð og bréf, gera verðkannanir, læra algebru, fá fjárhagsaðstoð, kaupa sér reiðhjól, finna nafn á Nóbelsverð- launahafa, allt án þess að fara út fyrir dyr heimilisins. Of langt mál yrði að lýsa hér tækninni, sem liggur að baki þessum möguleikum. Læt ég nægja að nefna heiti svo sem Teletext, Videotext, Viewdata, Ceefax, Oracle, Channel 2000, Vista, Viewtron, Prestel, í þeirri von að bókaverðir geti fundið sér lesningu um þessi fyrirbæri. Eins og heitin bera með sér byggir þessi þjónusta á símalínum tengdum við sjónvarp, kapalsjónvarpi eða útvarps- bylgjum. Bretar og Frakkar hafa unnið brautryðjendastarf á þessu sviði, en nú er verið að þróa þessa tækni í flestum tækniþróuðum löndum og fleygir henni fram með hverjum degi. Bókasöfn og bókaverðir hafa sem betur fer verið teknir inn í myndina, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þar hafa verið gerðar tilraunir með viewdata í bókasöfnum og almenningi kynntir möguleikarnir. Þegar hefur verið hafist handa í bandarískum almenningsbóka- söfnum við að bjóða lánþegum, að komast í síma/kapal/sjónvarpssam- band við skrár safnanna, þannig að þeir geti leitað að bókum í söfnunum heima hjá sér, og pantað. Auk einkafyrirtækja, sem framleiða sjónvörp og tölvur hafa stofnanir, bæði opinberar og hálf-opinberar, s.s. póstur og sími, sjónvarpsstöðvar og ráðuneyti tekið þátt í byggingu þessarar þjónustu erlendis. Mjög þýðingarmikið er að bókasöfn og bókaverðir verði með í þessari þróun, bæði til þess að þær upp- lýsingar, sem þar eru fyrir hendi nýtist almenningi og ekki síður til þess að þau dagi ekki uppi og fólk hætti að hafa samskipti við aðra. Enda eru flestir sér- fræðingar sammála um að bókasöfnin muni áfrant gegna mikilvægu hlutverki, þótt það eigi e.t.v. eftir að breytast nokkuð með tilkomu nýrrar tækni. Nema ef vera skyldi að George Orwell hafi bókstaflega séð þessa þróun fyrir sér er hann skrifaði þá frægu bók 1948? Hvað gera bókaverðir þá? Hrafn Harðarson Bókasafn Kópavogs var stofnað 15. mars 1953 að frumkvæði Framfarafé- lags Kópavogs. Fyrstu árin var Safnið til húsa í Kópavogsskóla með heimlánum á kvöldin. Síðar var stofnað útibú í Kársnesskóla. Árið 1964 var aðalsafnið flutt í félagsheimili Kópavogs, um 150 m- á annari hæð. Með tilkomu skóla- safns í Kársnesskóla var útibúinu þar lokað í janúar 1976. Jón úr Vör var einn af aðalhvata- mönnurn að stofnun Bókasafnsins og hefur lengst af verið forstöðumaður þess, eða þar til í ársbyrjun 1977, að Hrafn Harðarson, bókasafnsfræðingur tók við. Bókakostur safnsins hefur vaxið ört hin síðari ár og mun verða í lok þessa árs um 50.000 bindi, þ.m.t. svonefnt Ólafs- safn. sem Kópavogsbær keypti fyrir safnið árið 1978 af Ólafi Ólafssyni lækni. í september 1981 flutti safnið loks í ný og glæsileg húsakynni að Fannborg 3—5. Er það bráðabirgðahúsnæði uns byggð verður endanleg menningarmið- stöð í bænum, en henni er ætlaður stað- urá miðbæjarsvæðinu. Nýja safnið er um 580 m2, þar af 120 m2 í kjallara þar sem Ólafssafn er geymt, og er þar líka lítill lessalur. Hillubúnaður, borð og stólar o.fl. var keypt frá Bibliotekscentralen í Kaup- mannahöfn. Skipulagning safnsins var unnin í samvinnu bæjarbókavarðar, Hrafns Harðarsonar, bæjartæknifræð- ings, Sigurðar Gíslasonar og innanhús- arkitekts frá Bibliotekscentralen, Evu Wurst. Sú síðastnefnda réði litavali og niðurröðun hillustæða o.fl. Þykir hafa tekist vel til með innréttingar í hvívetna. Við flutning safnsins var notuð nokk- uð nýstárleg hugmynd. Auglýst var í fjölmiðlum nokkru fyrir flutning að allir mættu fá allt að 10 bókum að láni í einu (annars gildir regla um 4 bækur á mann í senn), gegn að þeir skiluðu aftur eftir opnun í nýja safninu. Þannig var lán- þegum boðið að leggja hönd á plóginn og mæltist þetta svo vel að hillur hálf- tæmdust á skömmum tíma. í júlí 1981 var tekið í notkun mynd- lánakerfi, þ.e. útlánakerfi, sem notarör- filmuvél til að taka myndir af tölvumið- unt (OCR-miðum), bókarvasa og skírteini lánþega. Var gamla Browne- kerfið löngu gegnið sér til húðar og munar mikið um nýja kerfið í afgreiðslu útlána. Útlánum bókasafsins hefur fjölgað mikið hin síðari ár. Árið 1974 voru lánaðar 34.323 bækur 1975 41.367 — 1976 49.106 — 1977 70.530 — 1978 87.632 — 1979 114.334 — 1980 122.275 — 1981 — 141.505 — Starfsmenn Bókasafns Kópavogs eru nú 9, þar af eru 3 bókasafnsfræðingar. Bæjarbókavörður er Hrafn Harðarson, Helga Einarsdóttir hefur nú umsjón með barnadeild og upplýsingsþjónustu (frá 1. júní 1982) og Ásgerður Kjartansdóttir hefur umsjón með skráningu og að- föngurn, tók við af Kristínu Björgvins- dóttur 1. júní 1982. Hrafn 7

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.