Bókasafnið - 01.10.1982, Page 9
bókmenntir
þegar nýja bókasafniö
í Garðabæ var opnaö
Það var hátíð í bæ, þegar bókasafnið í
Garðabæ var opnað í nýjum húsakynnum
í Garðaskóla, þann 8. maí s.l.
Fjölmenni var við opnunina,
strengjasveit lék, margar ræður voru
fluttar og nokkrar góðar gjafir bárust,
svo sem málverk, grafik, handmálað
postulín og bókagjafir, flest verðmætar
bækur, nýjar og gamlar.
Þrjár sýningar voru settar upp fyrir
opnunina: Sýning á nýju skipulagi
Garðabæjar, sýning á bútasaum (quilt)
og teiknimyndasýning skólabarna frá
öllum vinabæjum Garðabæjar á Norð-
urlöndum.
nefna nýju barnadeildina, sem mikil
nauðsyn var á. Einnig er kominn vísir að
tónlistadeild, þá tímaritadeild, en sér-
stök fjárveiting hefur fengist til að kaupa
og binda inn öll helstu íslensk tímarit frá
upphafi.
Safnið hefur fengist við að safna
heimildum um sögu byggðarlagsins og
verða þær heimildir nú mun aðgengi-
legri.
Gott samstarf hefur verið við Nor-
rænafélagið í Garðabæ. í safninu liggja
frammi bæklingar og ýmsar upplýsingar
um norrænu vinabæina og varðveittar
eru myndir frá vinabæjarmótum.
— eftir
Erlu Jónsdóttur
bókasafnsfræding
Húsnæði og búnaður.
Hið nýja húsnæði er 350 m: auk
tveggja lesstofa 60 m’ og 40 m2). Það er
frá upphafi hannað sem almennings og
skólasafn með sér inngangi, lyftu og
snyrtingu en einnig innangengt í skól-
ann.
Allur húsbúnaður er danskur, valinn
af arkitektunum Manfreð Vilhjálmssyni
og Þorvaldi Þorvaldssyni. Birta og lita-
val hefur tekist vel. Ríkjandi litir eru
grænir.
Aukin þjónusta.
Með auknu húsnæði aukast þjón-
ustumöguleikar safnsins. Má þar fyrst
Þjónusta við nemendur
og kennara.
Bókasafnið er einnig virkt skólasafn
fyrir Garðaskóla sem spannar 7., 8„ og 9.
bekk grunnskóla og fjölbrautarskólann.
Hver nemandi á að fá a.m.k. 6 kennslu-
stundir í safnnotkun. Hátt á annað þús-
und heimildaritgerðir eru árlega unnar í
tengslum við safnið í mjög góðri sam-
vinnu við kennara og skólastjóra. Les-
stofur eru í báðum skólunum með
handbókum sem safnið sér um.
Nemendur skólans hafa forgang að
safninu frá kl. 9—13 en almenningur frá
13—19, daglega. Opið er allt sumarið frá
kl. 13.
Útlán voru á síðasta ári 9.8 bindi á
íbúa.
Næsta verkefni safnsins verður að út-
vega efni til fullorðinsfræðslu.
Lokaorð.
Þrátt fyrir sól og sumar hafa útlánin
aukist mikið þessa tvo mánuði sem
safnið hefur verið opið, hver metdagur-
inn rekur annan. Er það að einhverju
leyti að þakka barnadeildinni og ekki
síður því að safnið er staðsett miðsvæðis
í bænum, næst íþróttamiðstöðinni og
sundlauginni sem er mikið sótt allan
ársins hring.
EJ.
9