Bókasafnið - 01.10.1982, Side 13
þing
ráninu og ég hafði í greinaflokki mínum
gegn nánast ókeypis útlánum íslenskra
bóka. Lögfræðingarnir segja: ef við fá-
um ekki greiðslu fyrir afnotin af spól-
unum rýrna gæði framleiðslunnar fyrst
og síðan stöðvast framleiðslan.
Fimmtíu krónur — og átta aurar. Sjá
menn eitthvert vitrænt samband þarna á
milli?
Málfarsleg gæði íslenskra bóka fara
þverrandi. Það er byrjunin. Síðan lamast
framleiðslan.
Fyrir bók á að koma sama greiðsla og
fyrir Vídeóspólu. Útgefendur ættu vita-
skuld að fá hluta af þeirri greiðslu.
Bókaútgáfan í landinu myndi þá aftur
eflast að gæðum og höfundum væru
tryggð laun fyrir vinnu sína, samkvæmt
markaðslögum, og mætti þá leggja niður
smælki á borð við Launasjóð rithöf-
unda, sem er ekki annað en fyrirlitlegur
baunadiskur fyrir frumburðarrétt.
Ég hef veitt því athygli, og það er
sorgleg staðreynd, að það fólk sem
einkum sýnir rithöfundum og bókum
óvirðingu, er einmitt það fólk sem vanist
hefur því frá blautu barnsbeini að fá
bækur ókeypis að láni í almennings-
bókasöfnum. Það er samkvæmt gamal-
kunnu lögmáii: menn hvorki meta rétti-
lega né bera virðingu fyrir því sem kost-
ar ekkert og liggur á glámbekk.
Ég get ekki tjáð mig um þjónustu
bókasafna sem handhafi útlánakorts. Ég
skipti ekki við almenningsbókasöfn. Ég
kaupi þær bækur sem ég tel mig þurfa að
lesa. En ég get tjáð mig um viðskipti mín
við almenningsbókasöfn sem útgefandi
og rithöfundur. Ég er ekki hrifinn af
þeim. Eg endurútgaf í fyrra endurminn-
ingar Jóns Engilberts, Ffús málarans,
aukna að máli og myndum, í þeim
skilningi nýja bók, og brá á það ráð að
sannreyna þá kenningu að viðskipti út-
gefanda við söfn, salan til safnanna,
skipti þó nokkru máli fyrir útgefandann.
ÉG bauð bókina bréflega áttatíu bóka-
söfnum á landinu með 30% — þrjátíu
prósent — afslætti. Fimm söfn, auk
Þjónustumiðstöðvar bókasafna, svöruðu
tilboði mínu og keyptu samtals tólf ein-
tök. Frá Borgarbókasafninu heyrðist
ekkert. Þegar málið var kannað og
gengið eftir svari kom á daginn að ein-
hver innkaupanefnd á vegum safnsins
hafði ákveðið að kaupa ekki svo mikið
sem eitt eintak af forlaginu. Mjög
merkilegt. Borgarbókasafnið lánar út
árlega eitthvað á aðra milljón binda. Og
legg ég nú til að í næsta blaði bóka-
safnsfræðinga svari fræðingarnir, og þá
einkum bókaverðir Borgarbókasafnsins,
þessari spurningu minni og dragi ekki af
sér:
Hvert er viðhorf yðar til rithöfunda og
bókaútgefenda?
Almenningsbókasöfn frh. af bls. 20
virkir og jákvæðir í afstöðu sinni og sýna
fram á gildi þjónustu sinnar og hvetja
menn til að færa sér hana í nyt.
Þeir ættu að tengja söfnin við aðrar
uppeldis-, félags- og menningarstofn-
anir. Þar á meðal skóla, fullorðins-
fræðslu, tómstundahópa og aðila sem
stuðla að framgangi lista.
Þeir ættu að hafa vakandi auga með
nýjum þörfum og áhugamálum, sem
upp kunna að koma í samfélaginu, svo
sem stofnun hópa, sem þurfa á sérstöku
lesefni að halda eða nýju frístundastarfi
sem taka ætti tillit til i bókakosti og
starfsemi safnanna.
UNESCO Public Library Manifesto,
endurskoðuð útgáfa frá 1972
Baldur Ingólfsson þýddi
TIMEX
Norræna bókavaröa-
þingið haldið í Reykja-
vík eftir rúmt ár
15. norræna bókavarðaþingið
verður haldið í Reykjavík dagana
24,—-27. júní 1984.
íslensk undirbúningsnefnd var
stofnuð snemma á árinu 1981 og tók
hún þá þegar til starfa. Formaður
nefndarinnar er Elfa-Björk Gunn-
arsdóttir. Aðrir nefndarmenn eru
Helgi Magnússon, Hrafn Harðarson,
Kristín H. Pétursdóttir, Sigrún K.
Hannesdóttir, Þorleifur Jónsson.
Samnorræn dagskrárnefnd, sem
kallast ISPLAN 84 var hins vegar
fullskipuð í október 1981. í henni
sitja tveir fulltrúar frá hverju Norð-
urlandanna. Af íslands hálfu sitja í
nefndinni Elfa-Björk Gunnarsdóttir
og Þorleifur Jónsson ogerElfa-Björk
formaður hennar.
EBG
13