Bókasafnið - 01.10.1982, Qupperneq 15
Ráðstefna norrænna
skólasafnyarða
— haldin aö Laugarvatni dagana 21.—25. júní 1982
Nokkra sólríka og hlýja daga í júní
dvaldi ég að Laugarvatni, og tók þátt í
ráðstefnu norrænna skólasafnvarða.
Þátttakendur voru frá öllum Norður-
löndunum, nema Finnlandi og voru þeir
um 70 talsins, þaraf um 15 íslendingar.
Nordisk skolebibliotekarforening,
ásamt Félagi skólasafnvarða (FÉS),
stóðu að ráðstefnunni, og meiri hluti
þátttakenda voru kennarar, sem vinna á
skólasöfnum, en mér taldist til að ein-
ungis 5 bókasafnsfræðingar hefðu setið
alla ráðstefnuna.
Ráðstefnan var í tveim hlutum, ann-
ars vegar var fjallað um bamabók-
menntir og bækur fyrir börn, og hins
vegar urn hlutverk skólasafnsins í skól-
anum. Á mánudagskvöld var ráðstefnan
sett með pompi og pragt, en eiginlegt
ráðstefnuhald hófst á þriðjudag.
I fyrri hlutanum, sem var á þriðjudag
og fyrir hádegi á miðvikudag, talaði
Sigurborg Flilmarsdóttir um Stefán
Jónsson og bækur hans. Það var mjög
fróðlegt erindi, en Sigurborg er að vinna
að cand. mag. ritgerð um Stefán og
vonandi verður hún gefin út, því Stefáni
hafa ekki verið gerð nægileg skil í bók-
menntasögunni, sem einum fremsta rit-
höfundi okkar.
Guðrún Helgadóttir talaði um eigin
bækur og rithöfundarferil, og Ólafur
Jónsson hélt erindi um bókmenntir fyrir
börn og kynnti lítillega nokkra islenska
barnabókahöfunda. í framhaldi af
erindi Ólafs spunnust nokkrar umræður
úm fjölþjóðaprent, „sjoppubókmenntir"
og „ritskoðun“ eða val bóka á skólasöfn.
Guðrún Bjartmarsdóttir fjallaði um
huldufólkssögur og ævintýri og staldr-
aði þar nokkuð við hlut kvenna í þeim
og Jakob Gormsen frá Danmörku ræddi
um barnabókmenntir og útgáfu með
sérstöku tilliti til ævintýra og þjóðsagna,
sem eru mjög að ryðja sér til rúms aftur á
bókamarkaðinum, sem andsvar við
vandamálabækur eða „socialrealisma"
síðustu ára. í þessum hluta ráðstefn-
unnar var einnig erindi Ásgeirs Guð-
mundssonar um Námsgagnastofnun og
Ríkisútgáfu námsbóka og útgáfu
kennslugagna á íslandi.
Seinni hluta ráðstefnunnar, sem hófst
á fimmtudag var fjallað um hlutverk
skólasafnsins innan skólans. Ég beið
dálítið spennt eftir þessum hluta, þar
sem ég hafði áhuga á að kynnast við-
horfum kollega minna á kennslufræði-
lega og uppeldisfræðilega þættinum í
starfsemi skólasafna, en þetta hefur
verið eitt af deilumálunum varðandi
skólasöfn hérá landi.
Valgeir Gestsson talaði um íslenska
skólakerfið, Elín Ólafsdóttir fjallaði um
þær kröfur sem almennir kennarar gera
til skólasafnsins og þær vonir sem
bundnar eru við þau í kennslunni, og
Bengt Jespersen frá Svíþjóð flutti erindi
um kennslufræðilegt hlutverk skóla-
safnvarða. Hann talaði um kennslu í
safnnotkun eða safnfræðslu og sýndi
dæmi um verkefni sem unnin voru í
Hálsingborg í Svíþjóð, en skólar gátu
pantað „pakka“ með slíkum verkefnum,
kennsluleiðbeiningum og úrlausnum,
frá miðstöð.
Um kvöldið var haldið norrænt
skemmtikvöld og voru flutt skemmtiat-
riði frá öllum þjóðunum. Sungnir voru
söngvar og kveðin kvæði og fluttar
drápur, sem ortar voru um ráðstefnuna.
Við íslendingarnir sýndum stuttan leik-
þátt, byggðan á Guttakvæði Stefáns
Jónssonar og sungum kvæðið. Þá var
slegið upp færeyskum dans og endað
með alþjóðlegu balli, þar sem leikin var
tónlist úr öllum áttum af segulbandi.
Á föstudag voru fluttar skýrslur frá
hverju landi og af íslands hálfu töluðu
Jónína Friðfinnsdóttirog ég. Jónina lýsti
ástandinu hér á landi varðandi skóla-
söfn og byggði mikið á tölum úr könnun
sem Félag skólastjóra lét gera fyrir
nokkru um ástand grunnskóla, og þar
kom margt ískyggilegt í ljós. Einnig tal-
aði hún um starfsemi FÉS. Ég talaði um
nýstofnaða deild skólasafnvarða innan
Bókavarðafélags Islands, DESKÓ, og
einnig lítillega um kennslu bókasafns-
fræði við Háskóla íslands. Ég ræddi
aðallega um námsleið þá sem ætluð er
kennurum sem starfa á skólasafni, en
þessi leið hefur verið í boði nokkur síð-
astliðin ár.
Flemming Sorensen, formaður Nor-
rænu samtakanna og Axel Wisbom
fjölluðu um norræna samvinnu og
kynntu hugmyndir að næstu ráðstefn-
um, en næst verður þingað í Uddevalla í
Svíþjóð 1984. Einnig kynntu þeir hug-
myndir um alþjóðlegt samstarf.
Michael Cooke, varaforseti IASL sat
alla ráðstefnuna og tók hann til máls í
lokin og óskaði öllum Norðurlöndunum
velfarnaðar, því litið væri á þau sem
fyrirmynd annarra á þessu sviði og hann
hvatti fólk til að vinna sem mest og best
að framgangi skólasafna.
Á ráðstefnunni bar ekki mikið á þeim
ágreiningi sem verið hefur um hvort
kennarar eða bókasafnsfræðingar skuli
starfa á skólasöfnum. Danir sögðust
hafa afgreitt það mál hjá sér og vildu
síðan lítið ræða það. I Noregi eru svip-
aðar deilur og hér á landi og á ráðstefn-
unni voru þrír norskir bókasafnsfræð-
ingar, sem eru í sambærilegri deild og
DESKÓ innan Norsk bibliotekforening.
Norðmenn gáfu okkur ýmsar upplýs-
ingar um þróun mála þar í landi, og um
starfsemi skólasafna þar.
Ekki voru gerðar neinar samþykktir
eða ályktanir á þinginu, varðandi mál-
efni skólasafna, þó ætla mætti af fréttum
fjölmiðla og viðtölum við forsvarsmenn
FÉS eftir ráðstefnuna. Mérfinnst heldur
ekki tímabært að verið sé að gefa yfir-
lýsingar á opinberum vettvangi þegar
þess er gætt að málin eru að komast á
viðræðustig milli hópanna tveggja, FÉS
og DESKÓ.
Að öllu samanlögðu var þessi vika að
Laugarvatni ákaflega skemmtileg, þó
hinn fræðilegi hluti um starfsemi skóla-
safna, hafi verið heldur rýr og að galli
var hve íslendingarnir voru fáir. Kost-
urinn við slíkar ráðstefnur er að þar gefst
tækifæri til að kynnast erlendum starfs-
systkinum og nýjum viðhorfum og oft
myndast persónuleg sambönd, sem
verða báðum aðilum til framdráttar í
starfi og þá er tilganginum náð.
Ingibjörg Sverrisdóttir
Bókavörður Fjölbrautarskólans
í Breiðholti
15