Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Side 16

Bókasafnið - 01.10.1982, Side 16
að utan Bókasafnsþjónusta við vistmenn í fangelsum hefur víða verið tekin til rækilegrar athugunar undanfarin ár, t.d. gerðu Norðmenn mikla úttekt á sínum söfnum í fyrra og lögðu töluvert fé í að endurskipuleggja þau. Hafa greinar og skýrslur um þessi mál verið tíðar og vakið athygli bókasafnafólks. Því var það með töluverðri eftirvænt- ingu og tilhlökkun að ég stóð ásamt nokkrum öðrum ferðalöngum einn heitan dag í júlímánuði síðastliðnum, fyrir utan eitt af fangelsum Suður- Karólínu fylkis í Bandaríkjunum, nánar tiltekið Kirkland Correctional Institu- tion í Kólumbíu, höfuðborg fylkisins. Kirkland-fangelsið var byggt árið 1975 og rúmar um 800 fanga. Það stendur á fallegum og gróðursælum stað rétt utan við borgina, utan um svæðið er rammbyggileg girðing og varðturnar með vopnuðum vörðum, en innan hennar standa margar lágar byggingar og minna ekki sérstaklega á fangelsi. Til þess að komast inn í fangelsið, verður að fara í gegnum löng neðan- jarðargöng. Fylgst er með allri umferð í göngunum með sjónvarpsvélum. Þegar komið er inn í aðalbygginguna, er þar sérstakt móttökuherbergi og verðir, sem skrá komumenn stimpla á handarbak hvers og eins. Við urðum hálf hvumsa við, þegar stimpillinn skildi ekki eftir sig nein vegsummerki, en þá varokkur sýnt, að blekið var aðeins hægt að lesa með tæki, sem gaf frá sér útfjólublátt Ijós og á handarbökum okkar stóð stórum og skýrum stöfum „Gestur.“ Við hliðina á móttökuherberginu er eftirlitsstöð fangelsins með margs konar útbúnaði, sjónvarpsvélum, tölvum og kallkerfum. Tvö rammbyggileg hlið að- skilja móttökusvæðið frá öðrum hlutum fangelsins, og þegar við höfðum gengið í gegnum fyrra hliðið var því skellt í lás, áður en hitt hliðið var opnað. Kristín H. Pétursdóttir: Fjórir tímar í fangelsi Fylgdarmenn okkar voru fangelsis- bókavörðurinn, kona um fertugt, og yf- irmaður bókasafnsþjónustu í fangelsum fylkisins, en innan við hliðin bættist í hópinn einn fangavörður. Hann, einsog allir aðrir starfsmenn inni í fangelsinu, var óvopnaður. Við höfðum borið fram þá ósk að fá að sjá sem mest af fangelsinu sjálfu, áður en við heimsæktum bókasafnið. Skoð- unarferðin hófst á sjukradeildinni, sem hefur 20 rúm og þjónar ekki aðeins Kirkland, heldur öllum fangelsum fylk- isins. Síðan var haldið í gróðurhús, þar sem ræktuð eru blóm og matjurtir og þaðan á verkstæði, þar sem er rekinn ýmiss konar léttur iðnaður, m.a. gert við húsgögn úr skólum og ýmsum stofnun- um. I sömu byggingu er skóli, þar sem menn geta lokið námi samsvarandi 9. bekk grunnskóla og tveimur árum í menntaskóla. 23 fangar stunduðu nám á þessu skólastigi. Einnig er hægt að út- skrifast í ýmsum iðngreinum, svo sem rafvirkjun. Kennarar eru úr öðrum skól- um borgarinnar, og hafa menn úr hópi fanganna sér til aðstoðar við kennsluna. Sérstök deild í fangelsinu úthlutar störfum, og allir fangarnir eru hvattir til að taka að sér starf. Litið er á skólagöngu sem starf, og fá allir, sem vinna eða skóla stunda, laun. Launin eru frá rúmlega 4 dollurum upp í 15 dollara fyrir tveggja vikna vinnu. Fangar verða sjálfir að sjá sér fyrir tóbaki og snyrtivörum, föt lætur fangelsið í té. Enginn klæðist þó fanga- búningi, og mönnum er heimilt að klæðast eigin fötum. Flestir voru í gallabuxum og bolum. Bókasafnið er hluti af fræðsludeild- inni eða skólanum, og er mjög náið samstarf á milli kennara og bókavarðar. Bókasafnið er opið frá kl. 8.30 á morgn- ana til 7.15 á kvöldin. Útlánstími bóka er ein vika. Það kom á óvart, hve stórt og vistlegt safnið var, enda greinilega gert ráð fyrir því við hönnun byggingarinnar. Það skiptist í útlánssal, vinnuherbergi starfs- liðs, kvikmyndaherbergi og lagabóka- safn. I útlánssalnum voru bækur og önnur safngögn, bæði á hillum og í sér- stökum sýningarskápum. í miðju safni var mikil plöntusýning frá gróðurhúsi fangelsins, umsjónarmaður hennar sá einnig um blóma- og plöntuskreytingar í safninu og útvegun þurrkaðra blóma til skreytinga og kennslu. Víða voru smá- sýningar, t.d. sérstök tafla, sem aðstoð- armaður bókavarðar sá um. Á hana var skrifað eitt nýtt orð á hverjum degi, síð- an voru menn hvattir til að koma á safnið og leita að orðinu í orðabókum. Veggir voru skreyttir myndum eftir fanga. Á einum stað var stór baðvog, og stóðu fangarnir oft í biðröð eftir að komast á hana, því þetta var eini stað- urinn utan sjúkradeildar, þar sem þeir gátu komið og vigtað sig. Hægt var að hlusta á tónlist, afspilunartæki voru í vinnuherbergi bókavarða og þaðan voru heyrnartæki lánuð þeim sem ósk- uðu. Teflt var á mörgum borðum, þegar við komum í safnið. Kvikmyndaher- bergið var fullt af áhorfendum, sem voru að horfa á myndband. Okkur var sagt, að glæpamyndir væru vinsælastar og kom það okkur nokkuð á óvart, að engin tilraun er gerð af hálfu bóka- safnsins til að ritskoða myndefni eða prentað mál. Bókakostur var lítill, miðað við fjölda notenda og notkun. Bæði bókavörður- inn og yfirmaður fangelsissafnaþjón- ustunnar kvörtuðu yfir of litlum fjár- framlögum til bókakaupa. Aðeins tvö tímarit voru til á örfilmum, Readers Digest og Life. Safninu berast oft bóka- gjafir, einnig kemur töluvert frá bóka- útgefendum, sem geta fengið skattafrá- drátt vegna þessara gjafa. Ýmsar bækur og efni fær safnið að láni eftir þörfum hjá öðrum söfnum, einkum iðnskóla- söfnum. Mikið er keypt af pappírskilj- urn. Sú útgáfa er mun ódýrari, og er úr- val titla þar einnig mikið. Á sérstöku borði í safninu lágu bækur, sem fangar máttu fá í skiptum fyrir aðr- ar. Engin formleg kennsla fer fram í því að nota safnið, en öllunt nýjum föngum er sýnt safnið og þjónusta þess lýst fyrir þeim. Lagabókasafnið, sem var fullt af uppsláttarritum um lög og dóma og skyld efni, vakti athygli okkar. Sérstakur 16

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.