Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Page 19

Bókasafnið - 01.10.1982, Page 19
að utan manns á safninu við lestur á degi hverj- um. Útlán frá safninu á bókum og blöðum ferfram á tvennan hátt: Til einstaklinga og til stofnana og fyrirtækja. Einstakl- ingar með bókasafnskort á Þjóðarbóka- safninu eru 8000 en stofnanakortin um 2000. Einstaklingur má taka 3 bækur til mánaðar, en stofnanir 25 bækur til jafn langs tíma. Safnið rekur útibú um allt landið og þar fer fram enn viðameiri útlánastarfsemi. Safnið rekur einnig mikla upplýsingaþjónustu í sima, ljós- ritunarþjónustu og gengst fyrir fyrir- lestrum og sýningum bóka. í safninu er notað sérstakt kínverskt flokkunarkerfi (Pinyinkerfið). Ekki datt mér í hug að fyrirspum mín um íslenskar bækur mundi bera árang- ur. En sjáum til! Frú Yuan fór ásamt bókaverði í spjaldskrána og þar kom í ljós að um 30 íslenskar bækur eru til í safninu, að vísu allt erlendar þýðingar. Fyrirfeðarmestur er Halldór Laxness, enskar og þýskar þýðingar á verkum hans. Þarna eru og landkynningarbækur um ísland, ferðabækur og mikil ís- lensk orðabók útgefin öðru sinni 1957. Bók á íslensku er ekki til í safninu, en aðeins 7 Kínverjar geta talað og lesið íslenskt mál. Kínverjar lesa annars talsvert mikið. Ólæsi er smám saman að hverfa og ríkið lætur gefa út mikið að bókum og selur þær ódýrt. Bækurnar og blöðin, sem sjá mátti í bókabúðum virtust vera af ýmsu tagi. Mikið bar á léttmeti, líklega eru léttir reyfarar og ástamál vinsælust, og Kínverjar eru ekki ólíkir öðru fólki að því leytinu að þeir eru ákaflega róman- tískir og þykir gaman að lesa um vel- heppnaðar ástir. Nú blása hressir vindar í háloftunum Amsterdam - alla sunnudaga Ziirich - alla sunnudaga -alla miðvikudaga Dusseldorf - alla miðvikudaga 19

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.