Bókasafnið - 01.10.1982, Side 20
söfnunin og þjóðfélagið
Yfirlýsing Menningar- og vísindastoftiunar Sameinuðu þjóðanna (Unesco) um
Almennmgsbókasöfn
UNESCO og almenningsbókasöfn
UNESCO, Menningar- og vísinda-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, var
stofnuð til þess að vinna að friði og
andlegri velferð með skírskotun til bæði
karla og kvenna. Yfirlýsing sú, sem hér
fer á eftir, sýnir trú forráðamanna UN-
ESCO á almenningsbókasöfnum sem
lifandi tæki til eflingar menntunar,
menningar og upplýsinga og mikilvægri
stofnun til stuðnings við frið og gagn-
kvæman skilning milli manna og þjóða.
Almenningsbókasöfn
Lýðræðisleg stofnun í þágu mennt-
unar, menningarog upplýsinga.
Almenningsbókasafn er stofnun, sem
er lifandi vottur um trú lýðræðisafla á
almennri ævimenntun og viðurkenning
þeirra á afrekum mannkynsins á sviði
þekkingar og menningar.
Almenningsbókasafn er mikilvægasta
tækið, sem völ er á, til að veita öllum
greiðan aðgang að heimildum um
mannlega hugsun, hugmyndum manns-
ins og tjáningu skapandi hugarflugs
hans.
Hlutverk almenningsbókasafna er að
veita leitandi mannshug fullnægju með
því að láta í té bækur til ánægju og
skemmtunar, með því að vera hjálpar-
tæki þess, sent vill læra, og með því að
láta í té nýjustu fræðslu og upplýsingar á
sviði tækni, vísinda og samfélagsfræði.
Almenningsbókasafn ætti að styðjast
við skýr ákvæði laga, sem gerðu ráð fyrir
og tryggðu þjónustu bókasafna, sem
næðu til allrar þjóðarinnar. Skipulagt
samstarf bókasafna er nauðsynlegt til
þess að allur bókakostur hvers lands
nýtist til fullnustu og sé hverjum not-
anda til reiðu. Kostnað ætti að greiða
algerlega af almannafé og allir ættu að
eiga þess kost að notfæra sér þjónustu
bókasafna sér að kostnaðarlausu.
Til þess að almenningsbókasafn komi
að tilætluðum notum verður það að vera
í alfaraleið og dyr þess að vera opnar
jafnt öllum þegnum þjóðfélagsins þeim
að kostnaðarlausu án tillits til kynþáttar,
hörundslitar, þjóðernis, aldurs, kyns,
trúarbragða, móðurmáls, þjóðfélags-
stöðu eða menntunar.
Safnefni og þjónusta
Hlutverk almenningsbókasafns er að
gefa fullorðnum jafnt sem börnum
möguleika á að fræðast um samtíð sína,
halda áfram að afla sér menntunar og
fylgjast með framförum í vísindum og
listum.
Það, sem safnið hefur að geyma, á að
sýna á lifandi hátt þróun þekkingar og
menningar. Það verður stöðugt að
endurskoða, halda því í samræmi við
samtíðina og koma því fyrir á aðlaðandi
hátt. Með því auðveldar safnið mönnum
að mynda sér sjálfstæðar skoðanir og
þroska með sér hæfileika til sköpunar,
rýni og mats. Hlutverk almennings-
bókasafns er að koma á framfæri upp-
lýsingum og hugmyndum í hvaða formi
sem þær kunna að vera settar fram.
Þar sem prentað mál hefur öldum
saman verið viðurkennt tæki til út-
breiðslu þekkingar, hugmynda og upp-
lýsinga munu bækur, tímarit og dagblöð
eftir sem áður verða aðaluppistaða al-
menningsbókasafna.
Með vísindalegum aðferðum hafa
verið sköpuð ný form heimilda og þau
rnunu í framtíðinni krefjast aukins rúms
í bókasöfnum. Nefna mætti prentað mál
í smækkuðu formi, sem sparar rúm í
geymslu og flutningi, filmur, skugga-
myndir, hljómplötur, hljóm- og mynd-
bönd handa börnum og fullorðnum, auk
tilheyrandi búnaðar til afnota fyrir ein-
staklinga og við menningarstarfsemi.
Safnið í heild ætti að hafa að geyma
efni um öll svið til þess að mæta kröfum
manna með ólíkan smekk og mismun-
andi uppeldi og menntun.
Fyrir hendi ætti að vera efni á öllum
tungum hvers samfélags og bækur, sem
hafa alþjóðlegt gildi, ættu að vera til á
frummálinu.
Bygging almenningsbókasafns ætti að
liggja miðsvæðis og vera þannig byggð
að líkamlega fatlaðir eigi hægt með að
komast inn í hana. Opnunartími ætti að
miðast við að hann sé hentugur notend-
um. Byggingin og búnaður hennar ættu
að vera aðlaðandi og blátt áfram.
Nauðsynlegt er að notendur geti sjálfir
komist að safnkostinum.
Almenningsbókasafn er sjálfsögð
menningarmiðstöð samfélags og dregur
að sér fólk með sameiginleg áhugamál.
Því er nauðsynlegt að þar séu fyrir hendi
bæði rými og búnaður til að halda sýn-
ingar, umræðufundi, fyrirlestra, tón-
leika og kvikmyndasýningar bæði fyrir
fullorðna og börn.
Út til sveita og í úthverfum borga þarf
að sjá fyrir útibúum bókasafna og
bókabílum.
Söfnin verða að hafa á að skipa hæfi-
legum fjölda vel menntaðs og þjálfaðs
starfsliðs til þess að velja og skipuleggja
það sem safnið geymir og aðstoða not-
endur. Sjá verður þeim fyrir sérstakri
starfsþjálfun, sem eiga að annast sum
störf, svo sem að sinna börnum og fötl-
uðu fólki, sjá um efni til að hlusta eða
horfa á eða skipuleggja menningarstarf-
semi.
Böm og almenningsbókasöfn
Bókasmekkur barna og sú venja að
notfæra sér bókasöfn mótast þegar á
unga aldri. Þess vegna liggur sú sérstaka
skylda á almenningsbókasöfnum að
gefa börnum færi á að velja sér bækur og
annað efni eftir eigin smekk og geð-
þótta. Það ætti að ætla þeim sérstakan
bókakost og helst sérstaka deild safnsins.
Þannig getur barnabókasafn orðið stað-
ur þar sem börnin njóta uppörvunar og
starf af ýmsu tagi verður hvatning til
menntunar.
Nemendur og almenningsbókasöfn
Nemendur á öllum aldri verða að geta
treyst því að almenningsbókasafn geti
bætt upp það, sem kann að vanta á að-
stöðu þá, sem menntastofnanir þeirra
hafa upp á að bjóða. Þeir, sem stunda
nám upp á eigin spýtur, eru oft algerlega
háðir almenningsbókasöfnum að því er
varðar þörf fyrir bækur og upplýsingar.
Fatlaðir og almenningsbókasöfn
Meira er gert nú en áður til að koma
til móts við aldraða og fatlaða. Almenn-
ingsbókasafn getur gegnt margvíslegu
hlutverki til þess að létta undir með
þeint, sem eru einmana eða fatlaðir,
hvort sem er andlega eða líkamlega.
Búnaður til að auðvelda fötluðum að
komast inn í bókasafn, tæki til að auð-
velda lestur, bækur með stóru letri eða
lesnar inn á hljómbönd, þjónustu á
sjúkrahúsum og hælum og persónuleg
þjónusta í heimahúsum — allt þetta eru
verksvið, sem almenningsbókasöfn ættu
að láta þjónustu sína spanna, til þess að
ná til þeirra sem þurfa þeirra mest við.
Almenningsbókasöfn og samfélagið
Stjórnendur bókasafna ættu að vera
Framhald á bls. 13
20