Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Page 22

Bókasafnið - 01.10.1982, Page 22
námsför Morguninn 14. mai s.l. héldu þreyttir en ánægðir þátttakendur hins tíunda Anglo-Skandinaviska bókavarðaþings í þriggja daga námsferð frá Os við Bjömafjord og suður með vesturströnd Noregs til Kristiansand. Við vorum fjörutíu sem fórum þessa ferð en sumir þátttakenda höfðu orðið að yfirgefa hópinn. Með bókabátnum „Epos“ hófst fyrsti áfangi ferðarinnar. Við komum okkur fyrir í stólum á dekki og nutum sólar- innar og hinnar miklu náttúrufegurðar á meðan báturinn hélt til hafs með hinn óvanalega farm, bókalausa bókaverði. Báturinn „Epos“ er sterklega byggður lítill strandferðabátur í einkaeign, en er notaður af fylkisbókasafninu í Bergen yfir vetrarmánuðina til þess að færa íbúum hinna mörgu smáeyja bækur. Eftir nokkurra stunda siglingu var lagt upp að eyjunni Stord. Þegar við nálguð- umst eyna gnæfði stór olíubórpallur við himinn. Þetta undarlega mannvirki er smíðað þarna á staðnum, en eyjaskeggar hafa löngum stundað skipasmíði. Stord er sögufrægur staður. Á Fitjum á Stord féll Hákon góði í viðureign við sonu Eiríks blóðaxar. Nú eru eyjaskeggar um 13. þús. og býr helmingur þeirra í bænum Leirvik. Þar er að finna sjúkrahús, ýmsa skóla og menningarmiðstöð. Menningarmiðstöðin er gríðarlega stór og dýr bygging, tiltölulega ný, sem íbúarnir eru mjög stoltir af. Hvernig til hefur tekist er auðvitað smekksatriði. Kuldaleg grá steinsteypan var þar yfir- þyrmandi. Menningarmiðstöðin rúmar kvikmyndasal, mjög fullkominn sam- komusalur fyrir leiksýningar og tón- leikahald, bókasafn, sundlaug og loft- varnarbyrgi. Við bókaverðir vorum ekki sáttir við að bókasafnið var stðasett í tiltölulega litlum húsakynnum á eftri hæð en sundlaugin á þeirri fyrstu næst inn- ganginum. Við fengum hlyl'egar mót- tökur á bókasafninu sem er bjart og vistlegt og er opið rúmar þrjátíu stundir í viku. Barnadeildin er aðskilin frá öðrum deildum safnsins mér sér inngangi og var hún opin helmingi skemur en aðal- safnið. Útlán voru 4-5 bindi á íbúa. Síldarbærinn Haugasund. Aftur var haldið til hafs. Á meðan báturinn klauf öldurnar snæddum við og sátum á dekki með rjúkandi kaffi- bollana og röbbuðum saman. Þegar við komum til Haugasunds lögðumst við að bryggju í miðbænum. Þaðan héldum við í halarófu um bæinn að hótelinu, sumir r Anægjuleg námsför um Noreg: SIGLT MEÐ BÓKA- BÁTNUM EPOS — eftir Erlu Jónsdóttur bókasafnsfræding að því komnir að kikna undan blýþung- um ferðatöskum. Fyrir okkur. óhagsýnar konur, hefði þessi farangursburður, tvisvar á dag, orðið okkur næsta óyfirstíganlegt vandamál, hefðu ekki riddaralegir starfsbræður komið okkur til hjálpar. Bærinn Haugasund hét til forna Haugar. Þar bjó Haraldur hárfagri. Árið 1872 var reist súla fyrir norðan bæinn til minningar um hann, því þá var talið að 1000 ár væru liðin frá Hafursfjarðaror- ustu. Við íslendingar þekkjum þennan bæ sem mikinn síldveiðibæ. Hann hefur vaxið ört, íbúatalan er27 þús. Útgerð og olíuvinnsla eru aðalatvinnuvegirnir nú. Deginum lauk svo í bókasafninu. Það var byggt fyrir tuttugu árum, er skemmtilega hannað einkum hvað birt- una snertir, hún kemur skáhalt inn í safnið. Við fengum þær upplýsingar að í safninu væru um 130 þús. titlar og út- lánin 7,27 bindi á íbúa. Þá skoðuðum við stóra tónlistadeild sem lánar út tónlist á snældum og góða barnadeild, en var aðskilin frá öðrum deildum. Þar giltu sérstakar reglur og opnunartíminn styttri. OHubærínn Stavanger. Daginn eftir sigldum við til Stavanger með venjulegum strandferðabát. þegar í land kom eyddum við mestum hluta dagsins í bókasafninu enda margt og mikið að skoða í sambandi við tækni- væðingu. Kunningi okkar frá þinginu í Os, Björn H. Hansen aðstoðaryfirbókavörð- ur tók þarna á móti okkur og leiddi okkur inn í ráðhúsið þar sem bókasafnið er staðsett. Þetta er stór glerbygging sem stendur í hæð fyrir ofan miðbæinn. Bókasafnið er staðsett á annari hæð hússins og ekki er hægt að komast þangað inn nema að fara upp langar og brattar útitröppur. Það útilokar sjúka og hreyfihamlaða frá safninu, því engin er lyftan. Reynt hefur verið að bæta úr þessu með því að staðsetja barnadeild- ina á götuhæð og einnig er þar horn fyrir þá sem ekki komast upp tröppumar. Þetta stendur þó til bóta því mikil þensla er á öllum sviðum í Stavanger vegna olíunnar og í undirbúningi er bygging menningarmiðstöðvar þar sem bókasafnið fær tvöfalt stærra húsnæði og einnig er ráðgert að koma upp fjórum útibúum. 22

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.