Bókasafnið - 01.10.1982, Page 23
námsför
Bókasafnið í Stavanger er fylkisbóka-
safn með tveim útibúum og bókabílum.
Það er vel búið bókunt eða 293 titlar.
Annað efni, svo sem tónlist, grafik,
mikro-og kvikmyndafilntur o.fl. er um
30 þús. titilar. Útlán voru 6.1 bóka á
íbúa.
Tölvan og bókasafnið.
Bókasafnið hefur teledata og er það
eitt af þrem fylkisbókasöfnum í Noregi
sem tekur þátt í þriggja ára tilrauna-
starfsemi (1979-82) sem símaþjónustan
norska stendur að.
Á lesstofu bókasafnsins stendur
tölvuskermur til almenningsnota. Þar er
hægt að fá upplýsingar um ýmis bæjar-
mál sem upplýsingaskrifstofa bæjarins
ofl. hafa látið gera, um fjögur til fimm
þús. síður. Okkur virtust þetta mest
upplýsingar ætlaðar ferðamönnum og
öðrum sem fræðast vildu um fylkið og
bæinn. Bókasafnið hefur látið útbúa efni
til að setja inn á þessa tölvu, en vegna
þrengsla í upplýsingabankanum hefur
það dregist.
Okkur var tjáð að fyrir lægju áætlanir
um tölvustýrt útlánskerfi og vonuðust
þeir eftir fjárframlögum til þessa verk-
efnis frá ríki og bæ á næsta ári.
INFO-BANK eða upplýsingabanki.
í samvinnu við olíuvinnsluna eða
STATOIL hefur Stavangur og Roga-
landfylki komið sér upp upplýsinga-
banka. Þetta hófst 1976 með efnisöflun
frá fylkinu en á síðasta ári kom svo
bærinn inn í bankann með upplýsingar
um fjármál bæjarins, ársreikninga, fjár-
hagsáætlanir ofl. Þar er einnig að finna
fundargerðir opinberra nefnda, sam-
þykktir og skýrslur, orðrétt mataðar inn í
tölvubankann. Þeir nota STAIRS-Kerfi
(Storage and information retrieal syst-
em) því fylgja handhægir efnisorðalykl-
ar. Þetta er on-line og hægt er að fá
útskrift á óskuðum texta. Skermar eru
um fimmtíu, staðsettir víðsvegar, en ekki
þó á bókasafninu.
Upplýsingaskrifstofa Stavangerbæjar
sér um efnisöflun fyrir upplýsingabank-
ann.
Um kvöldið var okkur haldin matar-
veisla af bókasafnsstjóm. Var þar glatt á
hjalla og góður matur. Elfa Björk hélt
þakkarræðu fyrir hönd okkar gestanna
af smekkvísi og skörungaskap.
Síðasti dagur.
— Kristiansand.
Frá Stavanger til Kristiansand fórum
við með lest yfir Sörland. Hvað landið er
fagurt þarna — það er með því fegursta
sem ég hefi séð. Veðurguðirnir voru
okkur hliðhollir alla ferðina.
Fylkið Rogaland var til forna oftast
nefnt Norður-Agðir. Kristian konungur
4 stofnaði Kristiansand enda bærinn,
hótel og götur nefndar eftir honum.
Þetta er fallegur gamall siglingabær með
gamalli víggirtri höfn. Ibúatalan er í
kring um 600 þús.
Menningarmiðstöðin í Kristiansand
er mjög nýtískuleg bygging á þrem
hæðum sem vakið hefur eftirtekt víða
fyrir nýtískulegan byggingarstíl enda
fyrstu áhrifin þegar inn er komið, birta
og rými. Breytingamöguleikar eru mikl-
ir, því ekkert er naglfast inni í safninu.
Breiður gangur liggur þvert í gegnum
bókasafnið með útgöngu á báða vegu.
Vegfarendur stytta sér gjaman leið í
gegnum bókasafnið og er það afar
hvimleitt fyrir starfsfólkið. Á götuhæð er
barnadeildin staðsett, einnig afgreiðsl-
an, og kaffistofa. Á efstu hæð er svo
rúmgóður sýningarsalur fyrir listaverk.
Fjárframlög til þessa fallega bóka-
safns hafa verið of lág að undanförnu
eins og víðar í Noregi, og kemur það
illilega niður á rekstrinum, einkum í
tónlistadeildinni og aðstoð við náms-
fólk.
Útlán voru á síðasta ári um 6 bækurá
íbúa.
Seinni hluta þessa dags, að skoðunar-
ferð lokinni, lauk okkar viðburðarríku
námsferð með matarveislu í bókasafn-
inu.
Að lokum vil ég færa gestfjöfum okk-
ar í Noregi, okkar innilegustu þakkir
fyrir vel skipulagt þing og sérstaklegar
þakkir vil ég færa Björg Heie og Anders
Ericson frá Bibloitekstilsynet í Oslo fyrir
góða fararstjórn og ánægjuleg kynni.
Erla Jónsdóttir.
23