Bókasafnið


Bókasafnið - 01.10.1982, Page 25

Bókasafnið - 01.10.1982, Page 25
Örn og Örlygur Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. mun gefa út svipaðan fjölda bóka í árog verið hefur undanfarin ár eða um fjörutíu talsins. Nokkrar bækur útgáfunnar eru þegar komnar út, en að venju munu þó flestar koma út í október og nóvember. Meðal útgáfubóka Arnar og Örlygs nú má nefna eftirtaldar bækur: Landið þitt. Þriðja bindi endurútgáfu bókarinnar sem hefur verið mjög aukin og endurbætt. Höfundar bókarinnar eru Þorsteinn Jósefsson og Steindór Stein- dórsson, en í bókinni sem nú kemur út er kafli um Reykjavík eftir Pál Línda! sem talin er allra manna kunnugastur sögu Reykjavíkur. I bókinni er mikill fjöldi litmynda, m.a. gamlar myndir sem ekki hafa birst áður. Umsjón með útgáfu bókarinnar hafði Helgi Magnússon cand. mag. Hvað gerðist á Íslandi 1981 — Árbók íslands eftir Steinar J. Lúðvíksson. 1 bókinni erfjallað um atburði ársins 1981 á íslandi í máli og myndum. Er bókinni skipt í efnisflokka sem auðveldar not- kun hennar og hvert og eitt mál er rakið frá upphafi til enda, þannig að lesendur geta fengið glögga yfirsýn yfir hvernig mál þróuðust. Myndritsjóri bókarinnar er Gunnar V. Andrésson fréttaljós- myndari hjá Dagblaðinu&Vísi, en flestir helstu fréttaljósmyndarar landsins eiga myndir í bókinni. Sól ég sá. Fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, fyrrverandi skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri. í bókinni fjallar Steindór um æskuár sín, sólanám heima og er- lendis og síðan skólastarf. Koma margir við sögu, og Steindór segir tæpitungu- og hispurslaust frá mönnurn og málefn- um, svo sem honum erhefurjafnan verið lagið. Sjómannsævi II. Annað bindi sjálfs- ævisögu Karvels Ögmundssonar skip- stjóra og útgerðarmanns í Narðvíkum. Fyrsta bindið kom út í fyrra og vakti þá mikla athygli. í bókinn segir Karvel frá sjómennsku sinni, aðallega á þriðja ára- tugi aldarinnar og bregður upp ógleym- anlegum myndunt af hinni hörðu lífs- baráttu til lands og sjávar og segir frá eftirminnilegum svaðilförum sem hann lenti í. Kvistir í lífstréinu eftir Árna Johnsen blaðamann. Árni hefur vakið mikla at- hygli fyrir skemmtileg viðtöl og fyrir það hversu vel honum tekst að ná til við- mælenda sinna. í bókinni eru viðtöl við marga sérstæða menn, svo sem eins og Einar Gíslason prétikara í Fíladelfíu, Gústa Guðsmann í Siglufirði, Gísla í Uppsölum í Selárdal, Björn á Löngu- mýri og fleiri. Eyjar gegnum aldirnar eftir Guðlaug Gíslason fyrrverandi alþingismann. í bók þessari dregur Guðlaugur saman ýmislegt frásagnarvert frá Vestmanna- eyjum allt frá fyrstu tíð fram til okkar daga. Bókin er mikið myndskreytt og eru í henni bæði gamlar og nýjar mynd- ir. Þá eru í bókinni skrár yfir alþingis- menn, presta, lækna og sýslumenn Vestmannaeyinga frá upphafi og nánari upplýsingar um þá. HM á Spáni eftir Sigmund Ó. Steins- son blaðamann. I bókinni fjallar Sig- mundur um sögu heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu frá fyrstu tíð. Sér- kafli er um jrátttöku íslendingana í heimsmeistarakeppninni og ítarlega er fjallað um úrslitakeppnina á Spáni í sumar, og þá bæði fjallað um einstaka leiki og eftirminnilega leikmenn í keppninni. Landið og landnáma eftir dr. Harald Matthíasson á Laugarvatni. Bók í tveimur bindum sem fjallar um rann- sókn dr. Haraldar á sannleiksgildi frá- sagna Landnámu. Dr. Haraldur og kona hans ferðuðust vítt og breitt um landið meðan hann vann að bókinni. Kemur margt mjög athyglisvert fram um stað- fræði Landnámu í bók dr. Haraldar. Bændur og bæjarmenn eftir Jón Bjarnason frá Garðsvík. Æviminningar og frásagnaþættir eftir Jón Bjarnason, en Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur áður gefið út þrjár bækur í sama dúr eftir hann, sem allar hafa notið mikilla vinsælda og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Fom frægðarsetur eftir séra Ágúst Sigurðson. Fjórða bindi. f bókinni fjall- ar Ágúst um Kross í Landeyjum, Borg á Mýrum og Þönglabakka í Fjörðum. Segir hann frá ábúendum jarðanna og prestum sem staðina sátu. Bókin er mikið myndskreytt. Sylvía skáldsaga eftir Áslaugu Ragn- ars blaðamann. Þetta erönnur skáldsaga Áslaugar. Fyrri bók hennar, Haustvika, kom út árið 1980 og vakti mikla athygli. Silvía fjallar um einstæða móður, lífs- baráttu hennar og viðhorft. Bræður munu berjast. Fyrsta skáld- saga Rónalds Símonarsonar. Sagan ger- ist á íslandi á síðasta ártug aldarinnar og segir frá mikilli breytingu sem orðið hefur í stjórnkerfi landsins og hvernig mál þrótast, án þess að nokkur virðist í raun geta haft þar stjóm á. Er Reykjavík aðalsögusviðið en leikurin berst einnig vestur á Vestfirði, norður í Grímsey og að bænum Rauðshaugum fyrir austan. Þrautgóðir á raunastund. 14. bindi björgunar-og sjóslysasögu fslands eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin fjallar um atburði áranna 1959 til 1961 að báðum árum meðtöldum og segir m.a. frá Ný- bókakynningar fundnalandsveðrinu mikla í ársbyrjun 1959, er togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn og margir íslensk- ir togarar voru hætt komnir. Tröll. Bók þessi er myndskreytt af Hauki Halldórssyni, sem kunnur er fyrir þjóðsagnateikningar sínar. í bókinni eru margar kunnar tröllasögur þjóðsaganna auk þess sem Haukur hefur sjálfur sam- ið nokkrar tröllasögur. Bókin mun einnig koma út á ensku. Iðunn Meðal útgáfubóka Iðunnar 1982 Hjá bókaútgáfunni Iðunni koma út í ár á annað hundrað bókatitlar sem er svipað og á síðasta ári. Hér er um að ræða margvísleg rit: Ijóðabækur, skáld- sögur, frumsamdar og þýddar, smásög- ur, fræðirit, bækur sögulegs efnis, hand- bækur, námsbækur, barna-og unglinga- bækur, frumsamdar og þýddar og myndasögur fyrir börn. Hér er ekki um endanlega upptalningu að ræða heldur stiklað á stóru. Tekið skal fram að enn er óljóst hvort nokkrar bækur nái útgáfu á þessu ári og er þeirra ekki getið. Frumsamin skáldrit Anton Helgi Jónsson sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu sem nefnist Vinur vors og blóma. Þetta er saga um ástir og örlög og fjallar um nokkra mánuði í lífi ungs manns í Reykjavík. Eftir Anton hafa áður komið úr tvær ljóðabækur sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Hann vann einnig til fyrstu verðlauna í smásagnasamkeppni Vikunnar. Frá Auði Haralds kemur þriðja bók- in: Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn eða Hlustið þér á Mozart? Fjallar hún um 37 ára konu sem vaknar upp við það einn morgun að maðurinn er farinn í vinnuna og börnin í skólann og hún getur ráðstafað deginum fullkomlega eins og hana langar til. Fyrri bækur Auðar hafa komið út í mörgum útgáfum og selst í stórum upp- lögum. Njörður P. Narðvík sendirfrá sér sögulega skáldsögu: Dauðamenn. Hún er byggð á atburðum á sautjándu öld er tveir feðgar, Jónar á Kirkjubóli í Skut- ulsfirði, voru brenndir á báli fyrir galdra vegna ásakana sér Jóns Magnússonar þumlungs, en kunn er Píslarsaga hans þar sem hann lýsir galdraofsóknum feðganna á hendur sér. Hallærisplanið er fyrsta bók ungs höfundar, Páls Pálssonar. Hún segir á lipran og raunsannan hátt frá lífi ungl- inga í Reykjavík samtímans. Það mun teljast til bókmenntavið- burða að ný ljóðabók er væntanleg frá hendi Þorsteins frá Hamri. Nefnist hún Spjótalög á spegil. Kveður hér við nokkuð annan tón en í fyrri ljóðabókum 25

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.