Bókasafnið - 01.10.1982, Page 29
fræðsla
NORRÆNN SUMAR-
SKÓLI í OSLÓ
Norræni sumarskólinn fyrir bóka-
verði var haldinn í norska bókavarða-
skólanum í Osló daganna 2.—6. ágúst sl.
Að þessu sinni var fjallað um upp-
byggingu og rekstur bókfræðilegra
gagnagrunna og tekið mið af Nordisk
BDI-Index (Biblioteksvæsen — Dok-
umentation — Information) sem er
samnorrænn gagnagrunnur á sviði
bókasafnsfræði. Höfuðáhersla er lögð á
efni sem skrifað er á Norðurlandamál-
um og sjá bókavarðaskólarnir um
skráningu þess hver í sínu landi. Tóku
þeir einnig reksturinn í sínar hendur í
fyrra, en áður hafði NORDINFO veitt
styrk til verksins.
Fram að þessu hafa íslendingar ekki
tekið þátt í þessu samstarfi, en ákveðið
var á námskeiðinu að bjóða okkur aðild
að því. Þátttakendafjöldi var takmark-
aður við 25 eða fimm frá hverju landi. í
þetta sinn fyllti ísland kvótann og héðan
fóru: Auður Sigurðardóttir Iðntækni-
stofnun, Halldóra Þorsteinsdóttir og
Ingibjörg Árnadóttir Háskólabókasafni,
Kristín Indriðadóttir Kennaraháskóla
Islands og Þórdís T. Þórarinsdóttir
Menntaskólanum við Sund. Áttu Nor-
egsfarar ánægjulega og fróðlega daga í
Osló í yfir 30°c hita.
Hvernig gera á
bókasafnið
sýnilegt
— boðið til ráðstefnu
á Hanahóltni
„Det synliga biblioteket“
er heiti á námskeiði, sem efnt verður til
fyrir bókaverði dagana 7.—11. febrúar
(að báðum meðtöldum) á sænsk-finnsku
menningarmiðstöðinni á Hanahólmi
(Hanaholmen) við Helsinki í Finnlandi.
Svo sem heiti námskeiðsins ber með sér
verður viðfangsefnið það, hvernig gera
skuli bókasafnið sýnilegt, þ.e. sjálfsagt
og áberandi í menningarlífi hverrar
þjóðar. Leiðbeinendur og fyrirlesarar
verða frá Danmörku, Englandi, Finn-
landi og Svíþjóð og ef til vill víðar að.
Væntanlega verður aldrei lögð of
mikil áherzla á upplýsingahlutverk
bókasafna né á mikilvægi almanna-
tengsla, og mun óhætt að fullyrða, að
námskeiðið á Hanahólmi hafi eitthvað á
borð að bera fyrir alla þá í bókasöfnum,
sem sjá urn upplýsingamiðlun og al-
mannatengsl. Dagskrá námskeiðsins er
ekki ennþá fullmótuð, en meðal fyrir-
lesara verða auk bókavarða blaðamenn,
sálfræðingar, markaðskönnuðir o.fl.
I kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir, að
þátttökugjald verði 700 og 900 finnsk
mörk. í því er innifalið fullur dvalar-
kostnaður (gisting, fullt fæði) í 5 daga í
eins (900 FMK) eða tveggja manna (700
FMK) herbergjum ásamt öðrum kostn-
aði (v/fyrirlesara, námskeiðsgagna
o.þ.u.l.)
Þórdís Þorvaldsdóttir er fulltrúi Bók-
varðafélags Islands í undirbúnings-
nefndinni.
Skólavörðustíg 6 - 101
Reykjavík - Sími 10680
Metum og gerum
tilboð í bækur, blöð og
tímarit.
Seljum bækur,
lesnar og ólesnar, heil tímarit,
gömul íslandskort og myndir.
Munið ab bókin er besti vinurinn
29