Alþýðublaðið - 20.01.1967, Qupperneq 4
mmm
Ritstjórar: Gylíi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar£ull->.
trúi: Eiður GuÖnason — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906,
Aðsetur Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Seykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-.
blaðsins. - Askriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Alþýðuflokkurinn.
Virma sjómanna
TILLÖGUR TOGARANEFNDAR um úrræði til að
fcæta hag togaraútgerðarinnar bafa verið til athug-
iinar og umræðu, síðan álit nefndarinnar var birt.
-ÍEnn er ekki ljóst, hvort farið verður eftir þessum
tillögum að einhverju leyti, en sumar þeirra hafa
fengið misjafnar og aðrar að mestu fjandsamlegar
lindirtektir.
Sú tillaga, sem mest hefur verið deilt um, er á þá
lund, að togurum verði veitt stóraukin 'veiðisvæði
innán 12 mílna fiskveiðilögsögunnar. Þessi hugmynd
á sér ýmsa stuðningsmenn, en einnig hafa borizt mót-
tnæli gegn henni frá fjöldamörgum aðilum víða um
landið. Fer ekki á milli mála, að þungi mótmælanna
er mun meiri en stuðningsins.
Önnur tillaga nefndarinnar var í þá átt að skerða
vökulög togarasjómanna og snúa þannig við kjara-
baráttu sjómannastéttarinnar. Er það furðulegur hugs
unarháttur á síðari hluta tuttugustu aldar, þegar all-
ar vinnandi stéttir frjálsra landa eru að stytta vinnu’
tíma að vandamál íslenzkrar togaraútgerðar verði
leyst með því að eyðileggja þýðingarmestu áfanga,
eem náðst hafa í kjaraharáttu viðkomandi stéttar.
Sjómannasamtökin og annað vinnandi fólk á íslandi
muni aldrei þola, að slíkum ráðum verði beitt.
Stóraukin tækni hefur í nálega öllum atvinnugrein-
um létt vinnu verkafólks og skapað möguleika fyrir
Styttri vinnutíma, en afköst þó orðið meiri en áður.
Á. þann hátt er sjálfsagt að nýta betur vinnuaflið,
en ekki með því iað snúa klukkunni við og lengja
vinnutímann á nýjan leik. Þó svo færi, að sú leið
væri farin, hver trúir því, að það mundi ráða úr-
slitum um afkomu togaranna? Bretar og Þjóðverjar
hafa færri menn á togurum sínum, en þeir eru líka
í stöðugum fjárhagsvandræðum og þurfa meiri eða
minni opinbera styrki.
Vinna harna
BARNAVINNA er ekki mikil að vetrarlagi hér á
landi, enda skólar þá starfandi. Samt sem áður er
ástæða til að minna á, að heilbrigð skipan á vinnu-
málum barna og unglinga er einn þeirra þátta í fé-
lagslegum efnum, þar sem Islendingar standa enn
langt að baki öðrum þroskuðum framfaraþjóðum.
Barnavinna er nú nefnd af því, að Alþingi kemur
saman á ný eftir fáa daga. Hefur þetta mál barn-
anna átt erfitt uppdráttar í sölum Alþingis og hin-
um rðmmustu hagsmuna- og íhaldsöflum jafnan tek-
izt að eyða tilraunum umbótamanna til að bæta þó
ekki sé nema örlítið löggjöfina um þetta efni. Með'
ferð þessa máls er smánarblettur á Alþingi, sem
verður að þvo af þinginu hið skjótasta.
4 20. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
(}
ÍOlBLAíeiÐ
VANTAR BLAÐBURÐAR-
FÓLK í
EFTIRTALIN HVERFI:
MIÐBÆ, I. og II.
HVERFISGÖTU,
EFRI OG NEÐRI
NJÁLSGÖTU
LAUFÁSVEG
LAUGARÁS
RAUÐARÁRSTÍG
GRETTISGÖTU
ESKIHLIÐ
KLEPPSHOLT
SÖRLASKJÓL
LAUGAVEG, NEÐRI
SKJÓLIN
HRINGBRAUT
LAUGAVEG, EFRI
FRAMNESVEG
SÍMI 14900
Auglýsið í Alþýðublaðinu
Auglýsingasími Alþýðublaðsins er 14906
★ TVENNIR TÍMARNIR.
Samkvæmt nýjustu skýrslum voru
smjörbirgðir í landinu um 850 tonn 1. janúar
sl. og hafa minkað um 300 tonn á árinu sem
leið. Nokkuð liefur þannig gengið á smjörfjallið,
en ekki munu landsmenn þó þurfa að óttast að
borða þurrt fyrst um sinn, sem betur fer.
Sú var tíðin, að íslendingar þjáð-
ust af feitmetisskorti. Trúverðugt vitni í þeim
efnum er m.a. óskavísa Árna Böðvarssonar skálds
á Ökrum: „Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk,/und-
irdjúpin að skyri, / fjöll og hálsar að floti og
tólk, / frónið að kúasmjöri. / Uppfyllist óskin
mín, / allt vatn að brennivin, / akvavít áin Rin, /
eyjarnar tóbaksskrín. / Grikkland að grárri meri."
Eins og vísan ber með sér hefst óskalistinn á
mjólk og feitmeti, smjöri, floti og tólk, jafnvel
brennivínið kemst ekki að fyrr en í sjötta lið í
upptalningunni, og mun þó skáldinu hafa þótt
sopinn harla góður.
★ VANDAMÁLIN SNÚAST VIÐ.
Ánægjuleg breyting hefur orðið
í þessum efnum, eins og smjörfjallið margumtal-
aða sýnir og sannar. Enda eru íslendingar nú þrif-
ltg og sælleg þjóð og hættir að sálast úr ófeiti,
sem einatt kom fyrir í gamla daga. Bændur lands-
ins hafa unnið mikið og þakkarvert starf að rækt-
un landsins og framleiðslu landbúnaðarafm'ða.
Hins vegar hefur framleiðslan verið æði handahófs-
kennd og skipulagslítil, að ekki sé meira sagt,
og verður sú tilhögun að skrifast að nokkru leyti
á reikning forustumanna bænda, sem sofið hafa á
verðinum. Af því stafar m. a. sú offramleiðsla, sem
orðið hefur á smjöri síðustu árin og allir þekkja.
Úr þessu á hins vegar að vera auðvelt að bæta.
Mjólkurframleiðsluna ætti eingöngu að miða við
þarfir innanlandsmarkaðarins, meðan ekki er unnt
að fá sómasamlegt verð fyrir mjólkurvörur erlend-
is. Engum ætti þó að þykja meira fyrir því en
bændum sjálfum, sem unnið hafa hörðum höndum
að framleiðslunni, að sjá á eftir vörunni á erlend-
an markað fyrir skítsvirði, sem jafngildir því —
þjóðhagslega séð — að aka verulegum hluta henn-
ar á hauga. Enda munu þeir nú vera farnir að
sjá þetta sjálfir og liaga afurðaframleiðslunni sam-
kvæmt því. Til þess bendir m. a. minnkun smjör-
fjallsins á sl. ári.
Þannig eru tímarnir. Vandamálin
snúast við og óskirnar eru líka aðrar nú heldur en
þær voru fyrir tveimur öldum. Það gæti verið
býsna fróðlegt að gera sér grein fyrir, hvernig óska-
listi þjóðai-innar liti út í dag á þessum feitmetis-
og velmegunartímum.. Að líkindum yrði hann nú
með talsvert öðrum hætti en á dögum Árna Böðv-
arssonar skálds, hvort sem það yrði nú brenni-
vínið, gráa merin eða eittlivað annað, sem kæmist
í efsta sætið. — S t e i n n .
BBKS3