Alþýðublaðið - 21.01.1967, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 21.01.1967, Qupperneq 3
Ætlaði að stofna klúbb Rvík — SJÓ í fyrrakvöld komst lögreglan á snoðir um að gleðskapur mikill færi fram í Hrannarbúð að Hafn arstræti 1 hér í borg. Þar hefði ungt fólk komið saman og hlustað Framhald 14. síðu. Kviknar i strætisvagni Rvík, SJÓ Rétt fyrir kl. 9 í gærmongun kom upp eldur í strætisvagni, er stóð mannlaus á stæðinu við Kalk- ofnsveginn. Hafði með einhverj- um hætti borizt eldur í olíu, sem var undir vagninum. Talsvei'ður eldur var í strætisvagninum, er að var komið, en fljótlega tókst að ráða niðurlögum hans. Skemmdir urðu í rnihna lagi. Borgarnes fær sjónvarp í gærkvöldi var tekin í notkun endurvarpsstöð fyrir Borgarnes. ’Var stöðinni valinn staður á Kára stöðum eftir allmiklar athuganir. Stöðin er 3wött. Farþegar sluppu með skrámur Harður árekstur varð við Lóns brú norðan Akureyrar á fimmtu dag, er Volkswagenbíll, sem var á leið niður brekkuna að brúnni rann að vörubíl, er var við brúna. Bifreiðin ók beint á járnrör, sem stóðu aftur af palli vörubílsins og lentu þau að mestu á þaki bif reiðarinnar og hurðinni vinstra megin. Bíllinn stórskemmdist og virðist mesta mildi, að farþegar Volkswagenbifreiðarinnar, sem voru þrír skyldu sleppa nær ó- meiddir eða aðeins með skrámur Það var lán í óláni að rörin stóðu aftur af vörubifrei'ðinni, annars hefði bifreiðin, runnið á pall vöru bílsins, sem var mun lægri og hefði þá gengið beint inn í framrúðuna. Bifreiðin var bæði með keðjur og snjódekk, sem hvorugt kom að lialdi í hálli brekkunni. 12 vindstig í Eyjum Ofsarok var í Vestmannaeyjum í gær og fóru því engir bátar á sjó. Um átta-leytið í gærmorg- un mældust 11 vindstig á Stór- höfða og um miðjan dag í gær 12 vindstig. Enginn snjór er í Vest- mannacyjum og er liiti um 2 stig. Spáð var áframhaldandi roki. V E RÐTRYGGÐ LS FTRYGG I N G Tr/ggingafræðingur Andvöku hefur útbúið nýja verðtryggða líftryggingu, sem er algjör nýjung hér á landi. Gamla líftryggingaformið, sparilíftryggingin, sem flestir kannast við, kemur nú, því miður, ekki að tilætluðum notum. Þessi nýja trygging, sem er hrein áhættulíftrygging, er sérstaklega sniðin fyrir lönd, þar sem ör verðbólga hefur komið í veg fyrir eðlilega starfsemi Hftrygginga, eins og t.d. hér á landi. í tryggingunni hækkar tryggingarupphæðin og iðgjaldið árlega samkv. vísitölu framfærslukostnaðar. Dæmi: Hefði Sigurður Sigurðsson, sem var þrítugur 1962, líftryggt sig fyrir kr. 222.000.00 og greitt þá kr. 1.000.00 í iðgjald, væri hann tryggður í dag fyrir kr. 317.000.00 og greiddi kr. 1553.00 í iðgjald. Vér hvetjum alla fjölskyldumenn, sem hafa velferð fjölskyldu sinnar í huga, að hafa.samband við Aðalskrifstofuna Ármúla 3 eða umboðsmenn vora og fá nánari upplýsingar um þessa nýju líftryggingu. IÍFTRYGGirVGAFEIACiIÐ ANDVAKA Báran mófmælir togaraálitinu Aðalfundur Báru, félags smá- bátaeigenda í Hafnarfirði, lialdinn hinn 8. janúar 1967 mótmælir framkomnum kröfum um auknar heimildir til togveiða innan land- helgi. Telur félagið, að slíkar ráðstaf- anir samrýmist ekki kröfum, sem íslendingar hljóta óhjákvæmilega að gera um sérstakar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir þær smá- fiskveiðar, sem nú eiga sér stað utan landhelgi. Minnkandi afli af fiski, öðrum en síld, hlýtur að kalla á auknar friðunarráðstafanir á uppeldis- stöðvum fisksins, og sérstaklega varhugavert væri að auka togveið- ar inni í fjörðum og flóum. ítrekar félagið fyrri kröfur um, að dragnótaveiðar vcrði bannaðar í Faxaflóa. Árshátíð KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur árshátíð næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skemmtiatriði: 1) Sýndar íslenzkar skugga- myndir. 2) Leikþáttur, Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson. — Sameiginleg kaffidrykkja — Félagskonur fjölmennið og takið með ykk ur gesti. 21. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.