Aldamót - 01.01.1897, Qupperneq 125
125
býð þjer, þú ungi raaður, að þú rísir upp«. Til hins
andlega líkþráa hefur það sagt: »jeg vil, vertu hreinn«.
Til hins æsta hafs hinnar órósömu samvizku hefur
það hrópnð : »þegi þú, vertu kyrr!« í eyru móður-
innar angurværu við vöggu barnsir.s síns hefur það
hvislað: »slíkum heyrir guðs ríki til«. Til hins efa-
sjúka manns, sem ráfað hefur út í eyðimörk van-
trúarinnar og finnur sjer engan hvíldarstað, hefur
það kallað: »komið til min allir; jeg skal veita yður
hvíld«. Til hinnar óttafullu sálar, sem hræðist að
sigla um hinn dimma dauðans sjó, segir það: »hjarta
yðar skelfist ekki nje hræðist, í míns föður húsi
eru mörg híbýli«.
Fyrir dyrum hjartans stendur í hvert sinn, sem
guðs orð heyrist, guðs heilagur andi, höfundur guðs
orðs, og bíður þess að dyrnar opnist, svo að hann í
orðinu fái haldið innreið sína. »Þið port, lyptið upp
yðar efra parti; opnið yður, þjer eilítu dyr, að kon-
ungur dýrðarinnar geti komizt inn«.
* * *
Herra forseti, háttvirta samkoma! Aðsvomæltu
legg jeg þetta mál fram fyrir yður til umræðu:
guðs orð, Hannleíkans orð. Jeg hef leitazt við að
gjöra grein fyrir, hvað guðs orð er, samkvæmt
kenningu kirkju vorrar: uppspretta alls andlegs og
trúarlegs lifs, og jeg hef sýnt, hvað það sjálft segist
vera: orð innblásið af guði með guðdóms krapt í
sjer fólginn. Jeg hef lýst biblíunni og sýnt fram á,
að hún er sjálfri sjer samkvæm, einföld, háfleyg og
hjartnæm. Jeg hef fært fram sem almennar sann-
anir fyrir gildi hennar, hvernig henni ber saman
við söguna og visindin. Og loks hef jeg minnzt á
helztu afleiðingar guðs orðs, áhrif þess á siðferði,