Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 6

Dagur - 17.10.1997, Qupperneq 6
6- FÖSTUDAGVR 17-OKTÓBER 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag. Útgáfustjóri. Ritstjórar. Aðstoðarritstjóri. Framkvæmdastjóri. Skrifstofur. DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖRU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14i, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.6so kr. á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsinggdeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171 Alltaf sama hræsnin í fyrsta lagi Sjálfskipaðir „héraðshöfðingjar!" Hagsmunahaukar á Alþingi og sveitarstjórnaúlfar í alþýðuvinagærum sem fyllast sinni hræsnisfullu vandlætingu þegar „kvóti hverfur úr byggð“. Nú eru það Suðurnesjamenn þegar Utgerðarfélag Akureyringa svi'ður á þeim stélfjaðrirnar með því að leggja milljarð á borð- ið fyrir óveiddan fisk. Síðast Vestfirðingar þegar Guggan fór, eða var það þegar Patró missti spón? Málið er einfalt: Þeir stjórnmálamenn sem eru á móti „frjálsu framsali" kvóta eiga að segja það hreint út, og rífa fyrir því kjaft á Alþingi hafi þeir stöðu til, en þegja ella. í öðrulagi Að vísu er þessum heilagsandamönnum vorkunn því einhvers staðar stendur í lögum að heimamenn eigi forkaupsrétt. Sem er auðvitað einskis virði eins og svo margt annað í lögum þeg- ar hæstbjóðandi býður - í gegnum skúffufyrirtæki með lög- heimili í öðrum sýslum. ÚA getur búið til eins mörg Kaldafell um landið og það vill, rétt eins og aðrir hákarlar í sægreifastétt geta þóst vera saklausar smámeyjar hvar sem draga má fisk. Niðurstaðan verður sú sama: kvótinn safnast á færri hendur. Skyldi vera lærdómur í þessu fyrir þá sem vilja láta okkur trúa á lög um þak á kvótaeign? í þriðja lagi Hræsnin nær auðvitað hámarki í því þegar héraðshöfðingjarn- ir grenja út „aðstoð“ gegn markaðsöflunum. Frá ríkinu. Eru nema örfá misseri síðan við borguðum Vestfjarðaaðstoð og Suðurnesjaaðstoð með vinstri hönd, sem hefur ekki hugmynd um hvað sú hægri er að bardúsa? Nokkur hundruð milljónir til íyrirtækja sem flýta sér að hlutabréfavæðast, sameinast og selja sig burt jafn hratt og nýju forstjórajepparnir komast. Öll þessi Iæti þegar markaðurinn vinnur sitt hljóða verk - eins og hann á að gera - og sömu menn hafa samþykkt. Stefán Jón Hafstein. Styttuin maimsævina Garri er annálað letiblóð og má ekki til þess hugsa að mæta í vinnuna degi lengur en hann þarf. Til þess eins að stytta biðina eftir dvölinni á ódáins golfvöllum ellinnar og Þorrablótum á Benidorm hef- ur Garri búið sér til sérstakt dagatal þar sem hægt er að telja dagana þar til eftirlaunaaldri er náð. Af þessum ástæðum fannst Garra góðvinur hans og bróðir í Mammoni, Frið- rik Sophusson fjármálaráð- herra, koma bakið á sér þegar hann tók að viðra þá hugmynd að lengja starfsævina. Á sama tíma og Friðrik leitar lausna vegna þess að Islendingar og Garri kunna að verða of gamlir fyrir buddu fjármálaráðherra er hæstvirtur heilbrigðisráðherra að skera niður í heilbrigðis- kerfinu og að reyna að ná jafnvægi í ríkisfjármálum með því að stytta mannsævina. Öldnmarstofn- auir Garri er alla vega á því að það sé langt um skynsamlegra að spara ríkisútgjöld með því að stytta mannsævina, heldur en að lengja starfsævina. Garri spyr sig líka að því hverjir það verði sem vilji sitja lengur í störfum þegar eftirlaunaaldri er náð. Að Garra læðist sá grunur að háttlaunaðir emb- ættismenn sem fyndu litla V breytingu aðra en minni fríð- indi við að hætta störfum yrðu fyrstir til að sækjast eftir því að dvelja lengur á þeim stofnunum sem þeir eru vistaðir á. Stofnunum eins og Seðlabankanum, Landsvirkj- un eða einhverju huggulegu sendiráði f tempraða belt- inu. Utgjöld ríkis- ins myndu ekki lækka verulega við þessa breyt- ingu og háemb- ættismanna- kerfið rnyndi fyllast af öldn- um stjórn- málaforingjum á faraldsfæti, meðan venju- legt fólk létti af sér okinu á ævikvöldinu og reyndi að láta enda ná saman á skertum líf- eyri Tryggingastofnunar. Kósíheit og kattamatur Sá grunur læðist að Garra að Friðrik sé að byrja að hugsa um þá notalegu tíma þegar hann sjálfur situr í mjúkum leðurstól og sækir um að kraftar hans fái notið sín enn um sinn í þágu Seðlabanka, Landsvirkjunar eða utanríkis- þjónustunnar. Spurningin sem angrar Garra er sú hvort á því augnabliki verði hann sjálfur á sólarströnd að njóta arðsins af skynsamlegri þár- festingu stjórnvalda í mennt- un og þekkingu eða í biðröð í stórmarkaði með tveggja daga gamalt afsláttarbrauð og nokkrar dósir af kattamat. Kynslóðastríðið magnað upp Afar frjó umræða fer nú fram um lífeyrissjóði. Alþingi er önnum kafið að breyta lögum um fyrir- bærin og er komist þar að mörg- um niðurstöðum, flestum eða öllum slæmum. Enda flækjast málin þar þeim mun betur sem lengur er um þau fjallað, enda er þar öllu frestað samkvæmt hinu fornkveðna, að frestur er á illu bestur. Launþegasamtökin og stjórnir lífeyrissjóða þeirra mótmæla í gríð og erg öllum þeim breyting- um sem fjármálaráðherra og hans Iið ætlar að gera á sjóðun- um. Sem stendur eru mörg Iíf- eyrissjóðakerfi í gangi samtímis og stendur til að auka fjölbreytn- ina með viðbótarsjóðum og sér- sjóðum og koma á valfrelsi og samkeppni á þessu sviði sem öðr- um. Samtímis er deilt og jagast um hvaða kerfi sé hentugast og hvað „fólkið vill“. Búnar eru til sér- hannaðar skoðanakannanir til að virkja „þjóðarviljann". Niðurstað- an er auðvitað nákvæmlega eins og þeir sem borga könnun panta hana. Spumingarnar eru í gam- alkunnum dúr: Ertu hættur að beq'a konuna þína? Já eða nei. Vondir sjóðir og góðir Baráttan um lífeyrinn tekur á sig ýmsar myndir. Hér er besta líf- eyriskerfi í heimi, segja sjóðstjór- ar, og vitna í útlendinga. Hér er allt njörvað niður í skylduaðild og þvingun til að borga í tiltekna sjóði, segja aðrir, og heimta frelsi. Bankasjóðirnir eru með allt sitt á þurru, því á þeim bæjum er bara bætt á þjónustugjöldin og viðskiptavinirnir látnir borga ef eitthvað vantar upp á að hægt sé að standa við fyrirheitin um fín eftirlaun bankastjóra og það fólk. Dæmi eru um að ríkissjóður hlaupi í skarðið til að févana banki geti haldið stjórnendur sína vel í ellinni. Ríkissjóð vantar eitthvað á annað hundað milljarða til að standa við lífeyrisskuldbindingar við sitt fólk. Sá dæmafái skussa- háttur heyrir varla til best reknu lífeyrissjóða í veröldinni. Undir þeirri skuld standa skattgreið- endur og engir aðrir. Ekki hlustað á kjaftæði Dálítið er skrýtið að sjá staðhæf- ingar eins og þær, að komandi kynslóðir eigi að standa undir líf- eyrisgreiðslum þeirra sem búnir eru að borga í sína sjóði í áratugi og eiga allt það sparifé á góðum vöxtum. Það eru aðeins hinir op- inberu, með sína gegnumstreym- issjóði, sem svíkjast aftan að vinnuafli framtíðarinnar með þessum hætti. Það eru sjóðir launþegahreyfinganna, sem nú er sótt hvað harðast að sem eru þeir skynsamlegustu í heimi hér, en ekki þeir sem löggjafinn og stjórnarráðin hafa svikist um að sinna í áratugi. Nú er búið að finna upp kyn- slóðareikning, sem sýnir að börn- in sem brátt lenda í verkfalli, hefja lífsstarfið stórskuldug og verða að greiða fyrir flottheit og óráðsíu forfeðranna. Samtímis hópast aldraðir í samtök og heimta stærri bita af velferðar- kökunni, og þykjast hafa til hans unnið með því að byggja upp góða lífsafkomu þeirra sem enn eru á vinnumarkaði. Hér er vel að verki staðið að etja saman kynslóðunum og láta þær gera kröfur hver á hendur annarri. Munu þau átök eiga enn eftir að harðna. Æskufólkið tekur engu kjaftæði, er niðurstaða mál- þings framtíðarblómans. Gamla fólkið er orðið þreytt á naumt skömmtuðum lífskjörum og þyk- ist eiga eitthvað inni hjá þjóð- inni. Þeir sem enn njóta mann- dómsáranna skaka stríðsaxir hver framan í annan og heimta svona eða hinsegin lífeyriskerfi og hver sem betur getur snýr út úr rökum og staðreyndum, sem raunar ber ekki mikið á í umræðunni. Þegar nú sér fyrir endann á kynjabardaganum er hafið kyn- slóðastríð sem ójafnaðarmenn munu kynda undir og það sem eftir er af fjölskylduræflunum mun tætast, því ærið margir eru tilbúnir að taka undir herópið: Sundraðir föllum vér! Er réttlætanlegt ad nið- urgreiða hvem seldan aðgöngumiða í Þjóð- leikhúsið um 4.400 kr.? Breki Karlsson framkvæmdastjóri Leikfélags íslands. „Já, það er hægt að rétt- læta það. Við verðum að bjóða uppá menn- ingu í land- inu fyrir alla - og á meðan ve nj u1e gt fólk hefur ekki tækifæri á að borga 6.500 kr. í aðgangseyri í Þjóðleikhúsinu tel ég að menningu megi niður- greiða rétt einsog skóla- og heil- brigðiskerfið. Það er slíkt sem gerir Islendinga að einni þjóð.“ Svavar Gestsson Jv. menntamálaráðherra. „Mér finnst ekki hægt að nefna neina upphæð í þessu sam- hengi, en Þjóðleikhús- ið er ein ástæða þess, ásamt Sin- fóníuhljómsveit Islands, Ríkisút- varpinu og fleiri menningar- stofnunum, að Island er sjálf- stætt menningarsamfélag. Þess vegna er rekstur leikhúss af þessu tagi sjálfsagður - einsog í öðrum löndum." „Nei, það finnst mér ekki. Það borga allir skatta í þjóð- félaginu, t.d. virðisauka- skatt, og þannig er verið að skattleggja fólkið sem hefur lægstu tekjurnar - og þær skatt- tekjur fara til þess að greiða nið- ur miðaverð, sem er þrátt fyrir það of hátt fyrir þá sem hafa lág- ar tekjur og vilja sækja leiksýn- ingar. Auk þess er Þjóðleikhúsið í samkeppni við einkaaðila sem fá ekki viðlíka miklar niður- greiðslur." Edda Heiðrún Bachman leikari við Þjóðleikhús. „Mér finnst sjálfsögð mannrétt- indi að hver þjóð eigi Þjóðleikhús, rétt einsog Ríkisútvarp. Og ég veit ekki hvaðan sú firra er komin að listir og menning eigi að vera sjálfbærar kostnaðarlega, vegna þess að það leiðir aldrei nema til eins; þess að þóknast peningunum og eig- endum þeirra, en ekld listinni sjálfri og sköpunargleðinni." Pétur Blöndal alþingismaður.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.