Dagur - 18.10.1997, Side 6

Dagur - 18.10.1997, Side 6
22 - LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997 LÍFID í LANDINU k A Dúi erfluttur til Reykjavíkurog byrjað- urímeðferðvegna kynskiptiaðgerðar. Hanngengurnú undir nafninu Díanna Ómel og vonast til að vera orðinn kona í útliti fyr- irárslok 1998. Innra með sérhefurhann alltafverið kona. „Ég verð að hafa Díönnu nafnið af því að það er íslenskt. Ég má ekki heita Ómel af því að það er erlent nafn,“ segir Díanna Ómel, 19 ára og 1,90 að hæð, þar sem hún situr á kaffihúsi í miðborg Reykjavíkur, vel snyrt og glæsileg að vanda. Díanna vakti athygli lesenda Dags-Tím- ans í vor þegar viðtal birtist við hana undir nafninu Dúi. Hún er frá Grenivík og hefur stundað nám á myndlista- og handíða- braut Verkmenntaskólans á Ak- ureyri, VMA, undanfarin ár en er nú flutt suður. „Ég hafði samband við lækn- ana sama dag og viðtalið birtist og fékk svar í júlí. Svo fór ég í fyrsta tímann til Óttars [Guð- mundssonar geðlæknis] og svo hef ég farið til Arnars [Hauks- sonar] kvensjúkdómalæknis. Ég er búin að fara í blóðprufur, bæði HlV-prufur og genaprufur en meðferðin er bara rétt að byrja,“ segir Díanna. Vill taka allan pakkann íeinu Að minnsta kosti sjö Islendingar hafa þegar skipt um kyn og er frægust þeirra tvímælalaust Anna Kristjánsdóttir. Fram að þessu hafa allar aðgerðirnar far- ið fram erlendis nema ein. Hún hefur átt sér stað hér. Þegar eru nokkrir einstaklingar í athugun hjá vinnuhópi landlæknis um kynskipti og er Díanna meðal þeirra. Hópurinn sker úr um hvort henni verður hleypt áfram í aðgerðina og þá verður hún gerð hér á landi. Sjálf virðist Díanna ekki velkj- ast í vafa um að hún fái að halda áfram og bindur mildar vonir við aðgerðina. Hún kemur til með að fara tíl geðlæknis einu sinni til tvisvar í mánuði og vill fá að „taka allan pakkann í einu, kvensjúkdómalækninn og Iýtalækninn“ til að ferlið taki sem stystan tíma. Hún býst við að undirbúningurinn taki um það bil eitt ár og svo taki sex mánaða hormónameðferð við. Eftir það komist hún strax í að- gerð. -Hvemig líður þér: hlakkarðu til eða...? „Já,“ svarar hún hiklaust. „Ég hlakka til.“ -Árið 1999 verður þetta búið? „Segjum ‘98, i Iok ‘98.“ Sést utan á mér Díanna segir að læknarnir þurfi að fullvissa sig um að henni sé alvara með kynskiptin og vilji skipta um kyn „af lífi og sál“ því að ekki verði aftur snúið. Áður en þeir hleypi henni í hormóna- meðferðina verði þeir að vera vissir um að hún sé ekki bara kvenlegur hommi eða klæðskipt- ingur. Hún sámsinnir að það sé skrítið að láta prófa sig svona „því að ég hef verið ákveðin í þessu í mörg, mörg ár. Mér finnst þetta bara sjást utan á mér, bæði í hegðun og fram- komu,“ segir hún. Díanna er nú að leita sér að vinnu fyrir sunnan því að hún þarf auðvitað að framfleyta sér auk þess sem lækniskostnaður- inn er talsverður þó að heil- brigðiskerfið beri náttúrulega sinn skerf. Hún hefur reynslu úr fiskvinnslu og afgreiðslu í tísku- vöruverslun á Akureyri - var reyndar verslunarstjóri þar í þijá mánuði eða þar til verslunin hætti. Hún ætlaði að halda áfram námi sínu í VMA í haust en ákvað að hætta því að hún var að gefast upp á skólanum og þótti dýrt að fljúga suður í með- ferð einu sinni til tvisvar í mán- uði. -Mér skildist að þú hefðir ver- ið lögð í einelti á Akureyri og þess vegna flutt suður. Hvemig var það? Díanna Úmel er vel snyrt og glæsileg enda um 1,90 á hæð. Hún hefur mikinn áhuga á fötum og langar í nám i fatahönnun, hár- greiðslu eða jafnvel förðun. Hún var á myndlista- og handiðabraut i Verkmenntaskóianum á Akureyri en tók sér pásu i haust og flutti suður því að hún var orðin svo þreytt á einelti og leiðindum. Það var alltaf verið að kalia á eftir henni á göngum og f matsal. mynd: eól. Sámaði eineltið „Það var bara þetta sama og hef- ur verið gegnum tíðina. Það var bara ennþá meira áberandi núna og þá í skólanum sérstaklega. Það var verið að kalla á eftir manni á göngunum og upphróp- anir í matsal og leiðindi. Ég fékk bara nóg af því og vildi taka pásu frá þessu. En ég er ekkert farin endanlega frá Akureyri. Ég kem til baka,“ segir hún. Það er greinilegt að hún vill lítið tala um eineltið sem hún hefur búið við á Akureyri frá 14 ára aldri. Hún viðurkennir að sér hafi sárnað og fengið smá- vegis „einmanaleikatilfinningu" en hafi samt aldrei verið í vand- ræðum með vini og „yfirleitt ver- ið hrókur alls fagnaðar". Hún segist ekki hafa rætt málin við skólameistarann í VMA því að „það dugir ekkert, það gengur ekkert, ekki á Akureyri“. - Og af hveiju ekki? „Bara. Akureyringar eru... Þeir eru...,“ segir hún og heldur svo áfram: „Ekki allir. Þeir eru ekki alvondir, þessar elskur, en upp til hópa eru þeir samt svona.“ Grenivík er góðurstaður -Hvað var kallað á eftir þér í skól- anum? „Það var þetta venjulega. „Oj“, „Sjáiði þetta!“, „Er þetta hér?“,“ svarar hún og það er greinilegt að henni fellur þetta þungt þó að hún vilji lítið ræða um það. Hún segist ekki hafa verið lögð í einelti fyrir sunnan, það sé bara einstaka sinnum horft á eftir sér. Díanna segist hafa verið látin í friði heima á Grenivík og ekkert orðið fyrir einelti þar nema kannski í barnaskóla en það hafi bara verið „Þetta venjulega krakkadæmi". Það er þó greini- Iegt að hún hefur fengið að reyna ýmislegt þó að sjálf dragi hún frekar úr ef eitthvað er. Hún bjó til dæmis ekki á Grenivík í fjög- ur ár og flutti þangað aftur kringum ferm- ingu, einmitt á erfiðasta aldrin- um enda hafi hún verið mót- fallin flutningn- um. Þá hafi hún lokað sig inni og því hafi það ekki verið eingöngu krakk- arnir í skólan- um sem hafi valdið erfiðleikunum heldur líka hún sjálf. „En annars hefur Grenivík alltaf verið mjög góður staður,“ segir hún. lllakkar til Díanna Ómel stefnir að því að ljúka kynskiptunum sem fyrst, „helst á mettíma" og hlakkar mikið til þegar þau verða um garð gengin. „Ég er að deyja, ég hlakka svo til. Og það er eins með flesta mína vini og ætt- ingja. Þeir bíða bara eftir því að ég verði ánægð, að þetta sé loks- ins að fara af stað.“ -En skyldi kosta? „Ég held að þetta kosti tvær milljónir eða meira með hormónum, að- gerð plús lýtaað- gerð. Ef það koma ekld brjóst eftir hormónin þarf ég að láta búa þau til og eins ef ég fæ ekki nógar mjaðmir. Það þarf að eyða óæskilegu hári af andliti og líkama og ég hef nóg af þeim. Háreyðingarnar og leiserinn, hann er mjög dýr,“ svarar hún. Þetta er ekkert að skanunast sínfyrir Díanna talar opið og hreinskiln- islega um kynskiptiaðgerðina og finnst hún verða að gera það. „Ef ég loka þetta af þá er ég í feludæmi sem ég er alls ekki því að ég skammast mín ekkert fyrir þetta. Það er ekkert til að skammast sín fyrir þannig að mér finnst allt í lagi að tala op- inberlega um þetta strax. Vera bara hrein og bein,“ segir hún. Díanna stefnir að því að flytjast utan að kyn- skiptiaðgerðinni lokinni, helst til Taílands, að minnsta kosti hluta úr árinu því að henni finnst erfitt að lifa af íslenska veturinn og svo er ódýrt að lifa í Taílandi. Hún hefur þegar farið þangað einu sinni og leist vel á sig. Hún segir að kynskipti séu ótrúlega algeng þar í landi og því sé fólk opið. Engir fordómar finnist í Taílandi. -GHS Læknamirþurfa að fullvissa sig um að henni sé alvara með kynskiptin og vilji skipta um kyn „aflífi og sál“því að ekki verður aftur snúið. hvað þetta „Ég skammast mín ekkertfyrirþetta. Það er ekkert til að skamm- ast sínfyrir þannig að mérfinnst allt í lagi að tala opinberlega um þetta strax. Vera bara hrein ogbein“.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.