Dagur - 18.10.1997, Síða 18
34 - LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1997
rDwyur
LIFIÐ I LANDINU
Þeir eru áreiðanlega margir tónlistaraðdáendurnir sem
syrgja sviplegt fráfall tónlistarmannsins fræga, John
Denver, sem eins og kunnugt er fórst í flugslysi sl.
sunnudag. Var söngvarinn og Iagasmiðurinn ástsæli að
heíja sig til flugs á lítillieinkavél sinni af flugvellinum við
Monterey er eitthvað fór úrskeiðis og vélin brotlenti með
þéssum hörmulegu afleiðingum.
Ferill Denvers var í meira lagi fjölskrúðugur og alls
ekki einskorðaður við tónlistina. Hafa afrek hans nokkuð
verið tíunduð í fréttum að undanförnu, en þar má fleiru
bæta við auk annarra staðreynda um hann.
Denver hét fullu nafni John Henry Dentschendorf, var
af þýsku bergi brotinn og fæddist á gamlársdegi 1943.
Dauðaorsök Denvers verður að teljast nokkuð kald-
hæðnisleg í ljósi uppruna hans. Faðir hans var nefnilega
þrautreyndur og heiðraður orustuflugmaður, sem hafði
það í för með sér að mikið rót var á æsku Denvers, tíðir
flutningar á fjölskyldunni milli herstöðva. Fæðingarstað-
ur drengsins var í New Mexico, þar sem hann stundaði
nám í byrjun. Skólagangan náði allt upp á háskólastig,
eða til arkitektúrnáms í Texas.
A námsárunum í Texas fór tónlistin, sem reyndar hafði
lengi verið áhugamál hjá nemanum, að taka æ meiri
tíma og var það einmitt í skólanum sem pilturinn kom
fyrst fram. Nafni sínu hafði hann þá breytt úr
Dentschendorf í Denver og í kjölfarið tók hann þá
ákvörðun að freista gæfunnar sem tónlistarmaður og
flytja til Los Angeles. Fljótlega eftir að hann kom til LA
gekk hann til liðs við þjóðlagatríóið Mitchell Trio. Það
kaldranalega við það var hins vegar að Denver leysti þar
af hólmi stofnandann sjálfan, Chad Mitchell. Með
Mitchell tríóinu var Denver í fjögur til fimm ár með
þokkalegum árangri, en ákvað árið 1969 að fara eigin
leiðir.
Fyrsta lagið eftir Denver sem vinsældum náði var Lea-
ving on a jet plain árið 1969. Það var hins vegar ekki í
hans eigin flutningi heldur Peter, Paul and Mary, þjóð-
lagasöngflokksins vinsæla. „Take me home, country
roads,“ „Rocky Mountain high“, „Sunshine on my
shoulder," „Annie’s song“ og „I’m sorry," eru hins vegar
nokkur dæmi um lög sem hann söng sjálfur og urðu
mjög vinsæl.
Hér á íslandi er Denver hins vegar nær örugglega
mest þekktur fyrir Iagið „Perhaps Iove,“ sem hann söng í
félagi við stórtenórinn spænska Placido Domingo og
kom fyrst út á plötu um 1980. Margar plötur Denvers
hafa svo selst í milljónum eintaka, þar af hafa átta náð
gullplötusölu og sex platínusölu í Bandaríkjunum. Fyrsta
„Greatest hits“ plata hans (þær eru alls þijár og eru þeir
tónlistarmenn fáir, ef nokkrir, sem náð hafa að eiga eins
mörg góð Iög fyrir svo margar slíkar plötur) er t.d. ein sú
mest selda af því tagi sem sögur fara af og var samfleytt í
tvö ár inn á Billboardlistanum frá útgáfudegi 1973.
Auk þess að vera söngvari, gítarleikari, Iagasmiður,
flugmaður og arkitektúrlærður, var John Denver einnig
ýmislegt annað til lista lagt. M.a. söng hann og lék í kab-
arett með ekki minni hetju en Frank Sinatra. Lék bæði í
sjónvarps- og bíómyndum og var virkur á ýmsum félags-
sviðum, t.d. í mannúðar- og umhverfismálum. Síðast en
ekki síst má svo nefna að Denver var á tímabili gríðar-
lega vinsæll sjónvarpsmaður. Gerði hann þætti sem voru
blanda af tónlist og spjalli sem milljónir Bandaríkja-
manna horfðu á. Fékk hann meira að segja Emmyverð-
laun fyrir einn þáttanna.
Má sjá á þessari Iitlu samantekt um Denver, að mikill
og Ijölhæfur listamaður er fallinn frá og því ekki að
ósekju að hans sé minnst með trega og söknuði.
Góður og fjölhæfur listamaður er rétt lýsing á John Denver gengnum.
Björká
Bylgjuiun
Lndanfarna Ijóra sunnudaga hafa á dagskrá Bylgjunnar
verið athygliverðir þættir um hana „Björk okkar" í um-
sjón þess góðkunna og reynda útvarpsmanns, Skúla
Helgasonar. Hefur Skúli leitað fanga vfða við gerð þátt-
anna og grafið upp margt mjög athyglisvert frá ferli söng-
konunnar sem ekki hefur heyrst áður.
Enn eru tveir þættir eftir fyrir þá sem ekki hafa haft
rænu á að hlusta hingað til og verður í þeim m.a. fjallað
ítarlega um einherjaferil Bjarkar og ýmsa atburði, góða og
slæma sem orðið hafa á þeim um fjórum árum frá því
hann hófst. Fer Skúli t.d. ofan í saumana á öllu írafárinu
sem varð í kringum „árás“ Bjarkar á blaðakonu eina í
Austurvegi og bréfsprengjusendingunni sem Björk fékk
frá biluðum aðdáanda fyrir eigi svo margt löngu.
Buddy Guy o.fl. hefurnáð að halda velli á löngum tíma,
allt ffá sjötta áratugnum fram til þessa og ekki hvað síst
gengið vel í seinni tíð, hlaut m.a. tvenn verðlaun, sem
besti sviðsmaður ársins og ásamt meðreiðarsveinum,
„Besta hljómsveit ársins“. Plötur af þrenns konar tagi
voru heiðraðar. „Besta kassagítar/munnhörpuplatan" var
valin, Deep in the blues með munnhörpuleikaranum
aldna James Cotton, „Besta nútíma blúsplatarí' var með
öðrum munnhöruleikara með meiru, William Clarke,
The hard way (Clarke var líka kosinn munnhörpuleikarí
ársins) „Besta sálar/blúsplatarí' var svo valin Texas soul
með W.C. Clark (blakkur kappi sem Stevie heitinn Ray
Vaughan er sagður hafa dregið dám af hvað söng varðar,
sem nú mun reyndar líka vera nýlátinn) og „Blúsplata
ársins af hefðbundinni gerð“ þótti vera Come on in this
house, með einum munnhörpuleikaranum til og líklega
þeim frægasta, Juniour Wells (Islandsvini, er komhingað
um 1985 með Buddy Guy og hélt fína tónleika. Eftir
fregnum að dæma mun hann þó vera þungt haldinn
þessa dagana af veikindum).
Hvað svo konum viðkemur má svo að Iokum geta, að
hin hvíta en jafnframt frábæra Debbie Davies var kjörin
„Nútíma kvenblúsari ársins“ og Irma Thomas, sú frá-
bæra söngkona sem söng upphaflega hið fræga Time is
on my side er Rolling Stones gerðu svo síðarheimsfrægt,
„Sálarblúslistakona ársins".
Bjarkarferill tekinn fyrir i góðum þáttum á Bylgjunni.
„Trega-
vero-
laun“
„Drottningin ÍNew Orleans". Irma Thomas verðlaunuð sem
sálarblússöngkona ársins.
Verðlaunaafhendingar af ýmsu tagi eru stór hluti af hin-
um umfangsmikla tónlistariðnaði. Eru þar til dæmis
mjög áberandi og áhrifamikil, MTV,- Grammy,- Brittish
Music Awards verðlaunin og fleiri og ávallt mikið um-
leikis þegar þau eru á döfinni. Önnur og sérhæfðari
verðlaun eru svo líka til í hinum ýmsu geirum og ekki
eins áberandi, en eru samt litlu síður merkileg til frá-
sagnar. Þar eru m.a. rokkverðlaun sem tímaritið Kerrang
stendur fyrir og sífellt verða meir áberandi og í heimi
blús/sálartónlistar o.s.frv. eru hin þekktu W.C. Handy
verðlaun mikill viðburður.
W.C. verðlaunaafhendingin í ár er einmitt nýyfirstaðin
og var þetta í 18 skiptið sem þau voru afhent. AIls var
um 23 verðlaunaflokka að ræða, sem allt of langt mál
væri að telja upp í heild, en ekki úr vegi að nefna nokkra
af þeim sem heiðraðir voru. Chicagoblúsarinn Luther
AHison, sem ásamt köppum á borð við Lonnie Brooks,