Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 3
 FIMMTUDAGUR 3 0 . OKTÓBER 1997 - 3 FRÉTTIR Vmaspjallió hækkar uin 124% á einu ári Hálftíma vinaspjáll 63 kr. Halldór Blöndal á Alþingi: „Þaö mun verða kostnaðartilfærsla frá fyrirtækjum yfir á heimili ef landið verður gert að einu gjaldsvæði." Til að mæta 450 milljóna tekjurýmim af utanlandssímtöl- um verður innlendiir símakostnaður hækk- aður kringum 10%. Hálftíma vinaspjaH innanbæjar hækkar yfir 120% á einu ári. Stefnir P&S í enn nieiri tekjur? Gjaldskrárbreytingar Pósts og síma fela í sér stórkostlega hækkun á venjulegu „vinaspjalli" innanbæjar fyrir fólk hvar sem er á landinu. Framvegis endist skrefið aðeins í 100 sekúndur, í stað 180 sek. eins og nú er. Fyr- ir tæpu ári, í desember sl., var skrefið mun lengra, eða 240 sek- úndur. Skrefum í hálftíma vinaspjalli hefur þannig Ijölgað úr 7,5 upp í 18 á minna en ári, eða um 140%. Þetta þýðir að þau 200 skref sem innifalin eru í fastagjaldinu endast nú aðeins í rúma 6 klukkutíma í stað 13 fyr- ir ári. Aftur á móti geta þeir sem eiga ömmu á öðru landshorni framvegis talað við hana tvöfalt lengur fyrir jafn mörg skref. Verðið á „vinaspjallinu" hækk- aði úr 28 kr. upp í 37 kr. í desem- ber í fyrra og aftur núna í 63 kr., eða alls 124% á tæpu ári. Þar sem fyrsta skrefið telur um Ieið og svarað er hækka stutt símtöl hlutfallslega minna. I kynningu Pósts og síma á nýju gjald- skránni er einmitt sagt hvernig verð fyrir stutt símtöl verður. Þriggja mínútna samtal hefur hækkað úr 5,80 kr. upp í 9,29 kr., eða samtals 60% og þar af 40% nú. Lengri símtöl hækka hlutfallslega mun meira. Símtöl verða áfram helmingi ódýrari á kvöldin og um helgar - og fram- vegis einnig á öllum öðrum helgidögum, t.d. um jól og ára- mót. Er síminn að græða auka- lega? Póstur og sími hefur ákveðið að Iækka símakostnað til útlanda um 22% að meðaltali (0-30%) til að standast betur samkeppni. Það þýðir 400-500 milljóna tekjutap sem náð verður með lið- lega 10% hækkun innlenda „pakkans". Hér er gengið út frá að sannar séu þær yfirlýsingar Pósts og síma að fyrirtækið stefni ekki að hækkun heildar- tekna með breytingunni nú. Verð á hverju skrefi (3,32 kr.) breytist ekki, heldur er hækkunin fram- kvæmd þannig að stórlega er styttur sá tími sem tala má í hverju skrefi, miðað við samtöl innan svæðis. Miðað við sfmtöl frá Islandi árið 1995, samkvæmt skýrslu Pósts og síma, og vöxt næstu tvö árin á undan verða þau tæpast 35 milljónir mínútna í ár. Að gefnu 56 kr. meðalverði á mínútu, þýðir 22% meðallækkun um 430 milljóna tekjutap. Miðað við töluð skref innan- lands árið 1994, og 10% árlega aukningu síðan, spjalla lands- menn líklega ein 1.050 milljónir skrefa áður en árið er úti, sem kostar þá um 3,5 milljarða. Ætli P8tS sér einungis að færa tekju- tapið á milli þurfa þeir að ná 10- 12% tekjuhækkun af innan- landspakkanum, með fjölgun greiddra skrefa. Að ýmsum læð- ist hins vegar illur grunur, að greiddum skrefum fjölgi ennþá meira og þar með aukist tekjur P&S. Kostnaður frá fyrirtækjum til hcimilanna Samgönguráðherra hefur líka sjálfsagt vitað hvað hann söng er hann sagði á Alþingi: „Það mun verða kostnaðartilfærsla frá fyrir- tækjum yfir á heimili ef Iandið verður gert að einu gjaldsvæði.“ Enda hlutur lyrirtækja og stofn- ana mun stærri í símtölum milli svæða og milli landa, sem lækka. Hlutur einstaklinga er stærri í símtölum innan svæðis, sem hækka núna á einu bretti um allt að 80% innan svæðis á höfuð- borgarsvæðinu. Hækkunin er enn meiri úti á landi þar sem inniföldum skrefum í grunn- gjaldi fækkar úr 400 niður í 200. - HEl Olafur og Geir deila á Kirkjujjingi Hart deHt uni þagnar skyldu presta á kirkjuþingi. Geir Waage viU fortölur en ekki rjúfa trúnad. Olafur Skúlason, biskup Islands, og Geir Waage, formaður Presta- félags Islands, deildu hart um þagnarskyldu presta í fyrirspurn- artíma á kirkjuþingi í gær. Geir sagði að prestar ættu undir öllum kringumstæðum að forðast að gera sig að dómara og sagði að Hæstiréttur hefði engan rétt til að krefjast þess af prestum að þeir gefi upplýsingar í dómsmál- um. Olafur sagði hins vegar að það geti komið upp tilteknar krigumstæður þar sem prestur getur ekld annað en rofið trúnað. Ólafur og Geir sendu hvor öðr- Geir Waage segir að prestar eigi ekki að láta dómara segja sér fyrir verkum; viti þeir af rangindum eigi þeir ekki að rjúfa trúnað, en heldur ekki gefa við- komandi frið fyrir sér. um lítt dulbúin skeyti í umræð- unni. Tilefnið var dómsmál þar sem prestur bar vitni; reifaði Geir fréttir Dags um málið og sjón- varpsviðtal við biskup og spurði hvort hæstaréttardómar upp- hefðu þagnarskyldu presta. Olafur sagði í svari sínu að hæstaréttardómar leystu presta ekki undan þagnarskyldu. I þessu tiltekna máli hefði hann rætt við prestinn og stutt það að hann færi eftir hæstaréttardómnum. „Við ræddum þetta í fyllstu auð- mýkt, sem virðist ekki alls staðar vera fyrir hendi,“ sagði biskup. Geir minnti á að prestar eru „áheyrendur í Krists stað“ og beindi þakkarorðum til Karls Sig- urbjörnssonar, verðandi biskups, vegna orða hans í viðtali í Degi á dögunum. „Eg þakka Karli fyrir þær leiðbeiningar og þá leiðsögn sem kirkjunnar þjónum er þar veitt.“ Geir sagði að ganga mætti ansi langt til að tala um fyrir þeim sem trúnaður ríkti gegn. - FÞG Allt að smella hjá A-flokkum Viðræðiir A-Hokkanna um sameiginlegt framhoö næsta vor eru í fúlliiiii gangi um aUt land og víða að komast á lokastig. Sameiginlegt framboð A-flokk- anna í vor er komið vel á veg í flestum stærstu bæjum landsins eins og Reykjanesbæ, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Akranesi, Isaíjarðarbæ, Akureyri og Vest- mannaeyjum. Víðar er unnið að samvinnu flokkanna, með fleir- um, en vinnan komin mis langt. „Bæði flokksfélögin hafa sam- þykkt lillögu um að vinna að þvf að fara út í sameiginlegt framboð og draga allt annað félagshyggju fólk að því framboði," sagði Her- var Gunnarsson, varaforseti ASI og foringi krata á Akranesi. ,,Menn eru búnir að ræða þetta mikið, talsmenn A-flokk- anna, um að setja saman lista í líkingu við R-Iistann í Reykjavík. Eg tel að ef menn ætla að reyna þetta í alvöru sé tímasetningin rétt núna,“ sagði Sigurður Olafs- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í ísafjarðarbæ. I sama streng tók Smári Haraldsson, foringi Alþýðubandalagsmanna. Urn helgina koma svör frá öðrum flokkum um hugsanlegt samstarf vestra. — S.DÓR Jói Begg fer ekki fram Jóhann Bergþórsson lýsti því yfir rétt fyrir kl. 22.00 í gærkvöld að hann myndi ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Frestur rann þá út til að tilkynna framboð en prófkjörið sjálft verður haldið 22. nóvember nk. Jóhann klauf sig ásamt Ellert Borg- ari Þorvaldssyni frá bæjarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna á kjörtímabil- inu og mynduðu þeir meirihluta bæj- arstjórnar með krötum. Mikill styrr hefur staðið um störf Jóhanns á liðn- um árum en þó er ljóst að hann á tölu- verðan fjölda stuðningsmanna. Jóhann Bergþórsson. Þjóðaratkvæði um ESB aðild Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB umsókn og siðareglur í opinberu lífi er meðal þess sem Gróska, samtök jafnarmanna og félagshyggju, hefur á stefnuskrá sinni. Stefnan verður kynnt á fundum sem sam- tökin hyggjast halda um allt Iand til að vinna að samfylkingu félags- hyggjufólks í næstu alþingiskosningum. Gróska vill einnig að greitt verði það sem samtökin kalla „eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindum landsins", aðskilja ríki og kirkju, að sett verði á fót stjórnlagaþing, dreifa valdi og auka þátttökulýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur um ýmis mál. Þá er á stefnuskránni að stytta vinnutíma án þess að skerða tekjur, minnka jaðarskatta og að jafna réit foreldra til fæðingarorlofs. Kvótaþing til bóta, en ekki nóg „Það er jákvætt skref ef viðskipti með aflaheimildir fara öll fram á opnu kvótaþingi, en það er ekki nægjanlegt að mati sjómanna," seg- ir Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Eins og fram kom í Degi í gær er ágreiningur um það í nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði í vetur hvaða reglur eigi að gilda í viðskiptum með aflaheimildir. Fulltrúi sjómanna hefur talað fyrir kvótaþingi, ásamt fulltrúa Framsóknarflokksins, en það hafa fulltrúar útvegsmanna og Sjálfstæðisflokksins ekld viljað fallast á. Benedikt segir að verði aflaheimildir boðnar upp á opnum markaði, muni hugsanlega draga mjög úr „þeim ófögnuði að láta sjómenn taka þátt í kvótakostnaði". Verðlagningin á fiski sé hins vegar áfram óleyst vandamál.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.