Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 2
2 -FIMMTVDAGUR 30.OKTÓBER 1997 FRÉTTIR Sigmar B. Hauksson: „Ég þekki menn sem stunda refa- veiöar, og þeir segja aö þetta séu mjög skemmtiiegar veiö- ar. Það væri því vel hugsandi, að fara að hæna menn frek- ar að því að stunda þær.“ Verður sport að veiða ref? Af hverju eltast vel vopn- aðir sportveiðimeim við bjargarlausar rjúpur, en fást ekki við verðugri and- stæðinga, t.d. ref, nema gegn greiðslu? Ríkissjóður gerir ráð fyrir að borga mönnum 17 milljónir á næsta ári fyrir að bana samtals 9 þúsund refum og minkum. Þetta er næstum sama upp- hæð og ríkið vonast eftir að fá í tekjur fyrir sölu 10.500 veiðikorta, sem aðal- lega eru keypt af sportveiðimönnum til að stunda fuglaveiðar. En hvers vegna æða þeir gráír íyrir járnum upp um holt og heiðar til að skjóta saklausar og bjargarlausar rjúpur, en sniðganga slyngari og verðugri andstæðinga, eins og mink og ref, nema þeir sem fá borg- að fyrir það? Spuming að hæna menn að refa- veiðum „Það væri spurning að hæna menn að refaveiðum," svaraði Sigmar B. Hauks- son, formaður Skotveiðifélags Islands. „Ég þekki menn sem stunda refaveiðar, og þeir segja að þetta séu mjög skemmtilegar veiðar. Það væri því vel hugsandi, að fara að hæna menn frek- ar að því að stunda refaveiðar, því yfir háveturinn, þ.e.a.s. eftir áramót, er ekki um auðugan garð að gresja hjá skotveiðimönnum. A hinn bóginn hef- ur víða þótt óæskilegt að við sportveiði- menn værum að veiða refi, vegna at- vinnumannanna, þeirra sem fá borgað fyrir þetta og líta á það sem sína at- vinnu. En færu t.d. Veiðistjóraembætt- ið og fleiri að kynna þetta fyrir veiði- mönnum, þá mundu ugglaust margir fara á fjöll og veiða refi.“ — En minkurinn, er hann ekkert s-pennandi? „Jú, jú, en það er kannski ekki beint sportveiðimennska. Minkurinn er inn- flutt aðskotadýr og plága bara eins og rottur. Hann er mest veiddur með hundum og Iítið sport í þessu. Þetta er bara eins og að veiða rottur, menn þurfa að nota járnkalla, bensín, skóflur og öll hugsanleg meðul til að ná hon- um. Hann kemst mjög víða og mikil vinna og fyrirhöfn að ná honum. En það eru strákar í þessu, margir hverjir af áhuga sem hafa gaman af þessu.“ Hlufverk rjúpunnar að vera étin Varðandi refinn sagðist Sigmar þó vita um sportveiðimenn sem ekki skjóta tófu þó þeir sjái hana. Líta svo á að hún eigi rétt á Iandinu rétt eins og við mannfólkið. — Á rjúpan þá eliki sama rétt? „Rjúpan er fædd til að vera étin. Allar rjúpur eru étnar, annað hvort af ref, fálka eða hrafni, eða þá okkur. Það er bara hennar hlutskipti í lífinu að vera matur,“ sagði Sigmar B. Hauksson.- HEI FRÉTTAVIÐTALIÐ Hrafn Jökulsson, varaþing- maður Alþýðuflokksins, gerði mikla lukku í nýja flokknum sínum, Sjálf- stæðisflokknum, á dögmi- um. Hann gekk í flokkinn til að styðja galvaskan frambjóðanda í prófkjör- inu í Reykjavík, Guðlaug Þór Þórðarson, og hélt síð- an glimrandi ræðu í sigur- veislunni. Ýmsir sjálfstæð- isforingjar munu hafa fagnað herhvöt hans ineð lófataki og faðmlögum. Haft var á orði að svo hlýjar viðtökur hefði Hrafn aldrei fengið á með- an hann var í Alþýðuflokknum. Hrafn Jökulsson er vinsæll í pottinum og þar voru menn að rifja upp þetta með afsögn hans sem rit- stjóra hjá Mannlífi. Fáir skildu rökin fýrir því að hann þyrfti að segja af sér sem ritstjóri þótt saksókn- ari sem hann skrifaði um segði ekki af sér. En nú er fullyrt að eftirmaður Hrafns á Mannlífi hafi ver- ið ráðinn, en það er Karl Th. Birgisson fyrrum ritstjóri Pressunnar sem mun taka við blaðinu og ritstýra ásaint Guðrúnu Kristjánsdóttur. Guð- rún var raunar meðritstj óri Hrafns á sínum tíma líka. Þetta þóttu tvöfaldar fréttir í heita pottin- um því ekki einasta er Karl Th. orðinn ritstjóri á ný, heldur er hann víst fluttur á mölina í Reykja- vík aftur eftir að hafa húið í nokkur inisseri á Stöðvarfirði... m Kari Th. Birgisson. Hrafn Jökulsson. Jóhann Sigur- jónsson sjávarlíffræðingur og sendi- herra. Sarnið varum 13,2% sam- dráttá veiðum úrnorsk-ís- lenska síldarstofninum fyrír áríð 1998 á fundi íslend- inga, Norðmanna, Rússa, Færeyinga og Evrópusam- bandsins í Osló á þríðjudag. Þróuð verði Tangtíma- nýtmgarstefna — Heildarkvótinn verður 1.290.000 tonn og hlutur Islendinga því um 202 þúsund tonn í stað 233 þúsund tonna sem samið var um í desember á síðasta ári. Er þetta ásættanleg niðurstaða? “Það er engin launung að íslenska sendi- nefndin lagði mikla áherslu á að tekið yrði tillit til ráðgjafar Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins, sem gekk út frá 20% niðurskurði á heildarmagni frá úthlutun þessa árs. Þó hrygningarstofninn sé í góðu ásigkomulagí þá hefur nýliðun verið mjög léleg undanfar- in ár og því miður ekki fyrirsjáanlegur neinn sterkur árgangur. Við teljum því Iykilatriði að hrygningarstofninn sé sem stærstur og að dregið verði úr veiðiálaginu svo upp komi árgangur sem geti staðið undir veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum í nánustu framtíð." — Var það vilji fulltrúa allra þeirra þjóða sem hittust í Osló að semja? “Það gerðu allir sér grein fyrir því að það er mikill ábyrgðarhlutur að semja ekki um þessar veiðar úr stærsta fiskveiðistofni í Norður-Atlantshafi. Það þekkja allir sögu síldveiðanna og að stofninn nánast hvarf á sjöunda áratugnum. Það var mjög erfitt að koma á samningi í fyrra og langt samnings- ferli að baki honum, svo það voru ýmis grundvallaratriði að baki þegar til þessa fundar kom nú. Islenska sendinefndin vildi að farið yrði eftir tillögum Alþjóða hafrann- sóknaráðsins og veiðar dregnar saman um 20%, en samið var um nálægt 200 þúsund tonna minnkun á aflamarki í stað 300 þús- und tonna. Kvóti okkar hefði þá orðið um 185 þúsund tonn. Fijálsar veiðar hefðu þýtt hrun fyrir síldarstofninn og því hefði skap- ast mjög alvarlegt ástand ef ekki hefði náðst samkomulag. Eg held að við megum vel við una við þessi málalok." — Hvenær má búast við að veiðarnar hefjist? “Veiðarnar hefjast ekki af neinum krafti fyrr en maí eða júnímánuði og vonandi tekst að veiða kvótann nú, en á síðasta ári veidd- ust ekki 13 þúsund tonn af 233 þúsund tonna kvóta. íslensk skip mega með sama hætti og á þessu ári veiða allan sinn hlut í Iögsögu Færeyja og færeysk skip sinn hlut í lögsögu Islands. Eins mega íslensku skipin veiða sinn hlut í lögsögu Jan-Mayen og norsk skip mega veiða sem svarar tveimur þriðju hlutum af kvóta Islands, eða 150 þúsund tonn, í lögsögu okkar. Rússnesk skip fá að veiða 5.600 tonn á afmörkuðu svæði innan íslensku Iögsögunnar í stað 6.500 tonna á þessu ári.“ — Var mörkuð einhver stefna til lengri tíma? “Sendinefndirnar fimm voru sammála um nauðsyn þess að þróa langtímanýtingar- stefnu fyrir síldina til að tryggja skynsam- lega nýtingu stofnsins, þar sem höfuðmark- miðið er að draga úr sveiflum í stofnstærð og veiðum. Settur var á fót vinnuhópur til að vinna að tillögugerð að höfðu samráði við sérfræðinga Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Þessi vinna hefst nú strax á vetrarmánuðum og á að liggja fyrir á fundi þessara sömu að- ila í Reykjavík í októbermánuði á næsta ári.“ - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.