Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 8
8- FIMMTUDAGUR 3 0 . OKTÓBER 1997 FRÉTTASKÝRING N eytendasamtökin flu BJORN fljr A|g " ÞORLÁKS- SON -• ' !f SKRIFAR '> ' - * . H t Jóhannes Gmmarsson formaður Neytenda- samtakanna og Hall- dór Blöndal sam- gönguráðherra deila harkalega um gjald- skrárhækkanir Pósts og síma. Jóhannes leitar eftir hjálp Finns Ingólfssonar, sem leit- ar eftir áliti Sam- keppnisstofnunar. Um fátt er nú meira rætt í þjóðfé- laginu en gjaldskrárbreytingar Pósts og síma. Samgönguráð- herra og Neytendasamtökin eru komin í hár saman vegna málsins en forráðamenn Pósts og síma þegja þunnu hljóði og neita að upplýsa almenning um atriði sem ýmsir telja sig hafa rétt á að fá upp á borðið. Nýjast í þessum málum er að Jóhannes Gunnars- son, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna, hefur ritað við- skiptaráðherra bréf, þar sem lið- sinnis hans er óskað við öflun upplýsinga um gjaldskrárhækkun Pósts og síma. Ráðherra mun senda Samkeppnisstofnun erind- ið. Deilan er hörð ogjafnvel pers- ónuleg. Samgönguráðherra efar heilindi framkvæmdastjóra Neyt- endasamtakanna til að láta sig hag landsbyggðarfólks varða. Neytendasamtökin íhuga aftur á móti málssókn. „Við styðjum að Island verði eitt gjaldsvæði. Hins vegar höfum við miklar efasemdir um að hækkun innansvæðis símtala eigi rétt á sér. Við bendum á að Póst- ur og sími er fyrirtæki sem rekið er með verulegum hagnaði. Er um óeðlilegan hagnað að ræða í krafti einokunar? Við teljum eðli- legra að minnka hagnaðinn með minni hækkunum," segir Jóhann- es Gunnarsson. Rausn eða okur Hann telur það mikla einföldun að málið snúist annars vegar um höfuðborgina og hins vegar um landsbyggðina. Gjaldskrárbreyt- ingin komi ekki síður niður á íbú- um landsbyggðarinnar en höfuð- borgarbúum. P&S segir hins veg- ar að gjaldskrárbreytingin valdi útgjaldaaukningu fyrir fyrirtækið en ekki auknum hagnaði. Jó- hannes vill ekki svara því hvort hann dragi sannleiksgildi þeirra orða í efa en gagnrýnir að Póstur og sími reikni lækkun á gjaldtaxta til útlanda inn í pakkann. „Eru heimilin að tapa á innanlands- samtölum en ná því aftur með því að hringja til útlanda? Það á ekki að blanda breytingum á erlend- um taxta við það að landið verði eitt gjaldsvæði," segir Jóhannes. í krafti einokunar? Engum dylst hugur að Póstur og sími er, enn sem komið er a.m.k., einokunarfyrirtæki að miklu leyti. Jóhannes segir að í nágranna- löndunum lúti sambærileg fyrir- tæki miklu strangara eftirliti en önnur. „Það ætti eins að eiga við um íslensk fyrirtæki s.s. Póst og síma, hitaveitu og rafveitu. Það er óeðlilegt að fyrirtækið taki eitt ákvarðanir um breytingarnar þótt það sé gert með samþykki sam- gönguráðherra. Þetta eru mjög óeðlileg vinnubrögð. Það vantar hlutlausan eftirlitsaðila." Intemetsnotendur reiöir Notendur Internetsins eru sér- lega óánægðir með gjaldskrár- breytingarnar enda hækkar gjald- skrá notenda. Mönnum ber ekki saman um hve mikið en því verið velt upp að hagnaður P&S geti aukist um allt að 200 milljónir á ári vegna hækkunarinnar. Um þetta segir Jóhannes: „Það er vægt sagt undanlegt að eftir að Póstur og sími hefur undanfarið auglýst hvað kosti að nota netið ákveði fyrirtækið án samráðs við fjölmarga notendur að breyta gjaldskrá sinni einhliða. Þessar viðskiptavenjur tíðkast ekki og Intetrnetnotendur verða mjög fyrir barðinu á þessari ákvörðun." Ekki hægt að skrifa Halldóri Engin opinber samskipti hafa orðið milli Neytendasamtakanna og samgönguráðherra vegna gjaldskrárbreytingarinnar. Enda telur Jóhannes það ekki þjóna til- gangi að senda Halldóri Blöndal bréf. Hann hafi reynt það fyrr út af svipuðu máli án árangurs. „Halldór Blöndal virðir Neytend- samtökin ekki svars. Það er ekki uppörvandi að leita aðstoðar manns sem svarar ekki.“ Ef allt um þrýtur er hugsanlegt að Neytendasamtökin hefji máls- sókn á hendur Pósti og síma. „Við útilokum ekkert og ekki heldur málssókn ef fyrirtækið og stjórn- völd ætla að standa fast á fyrra viðhorfi. Við skoðum alla mögu- leika en á þessari stundu ætla ég ekki að fjölyrða um hugsanlegar aðgerðir," segir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Ungir „nethausar“ fá nú aldeilis hausverk þegar reikningurinn berst. Netid er helsta sóknarfæri islendinga inn í upplýsii Menntamálaráðherra [sem sjálfur hefur kynnt sig sem nethaus), hefur ekki látið uppi álit sitt á þessari þróun - en Dagur reyndí Harkaleg deiia er í uppsiglingu eins og Dagur sA ViH ekki bregðast þjóðinni Samgönguráðherra, Halldór Blöndal, telur ekkert athugavert við framgöngu Pósts og síma í málinu og hann fordæmir mál- flutning Neytendasamtakanna. „Ekkert fyrirtæki sem ég þekki og er í eðlilegum rekstri og sam- keppni myndi gefa upp þessi mál. Hér er um viðskiptaleynd að ræða og ég myndi bregðast eigendum símans - þjóðinni - ef ég færi að gefa slíkt upp. Augljóslega myndu hagsmunir fyrirtækisins skaðast og þar með hagsmunir eigend- anna, þjóðarinnar. Þessi krafa er ekki sett fram gagnvart neinu öðru fyrirtæki. Eigendur Dags eru ekki spurðir um forsendur auglýsingaverðs og menn ættu að horfa í eigin barm. En af því að síminn er sameign þjóðarinnar þykjast allir alltaf geta gengið þangað inn og heimtað hitt og þetta. Abyrgðarlaust." Neytendasamtökin ekki allra Neytendasamtökin gagnrýna þig fyrir að svara ekki bréfum þeirra? „Eg man ekki eftir því en það hef- ur líka komið fyrir að Neytenda- samtökin hafa ekki svarað mér. Eg skil ekki af hverju Neytenda- samtökin berjast svona harkalega gegn sjónarmiðum landsbyggðar- innar í þessu efni. Af hverju Iíta Neytendasamtökin ekki á sig sem samtök allra neytenda á Iandinu? „Halldór Blöndal virðir Neytendsamtökin ekki svars. Það er ekki uppörvandi að leita aðstoðar manns sem svarar ekki, “ segir Jóhannes Gunnarsson. „Ég skil ekki afhverju Neytendasamtökin berjast svona harkalega gegn sjónarmiðum landsbyggðarinnar i þessu efni, “ segir Halldór Blöndal og heldur á eina hiutabréfi P&S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.