Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 30.10.1997, Blaðsíða 6
6- FIMMTVDAGUR 30.OKTÓBER 1997 Thypr ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjórí: BIRGIR GUÐMUNDSSON Framkvæmdastjórí: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgöru 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang rítstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: í.oso KR. Á mánuði Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6101 Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (reykjavíK) Hroki risaeölimnar í fyrsta lagi Það verður miklu dýrara fyrir fólk að tala saman í síma eftir helgina. Þetta er vegna gífurlegra hæklcana Pósts og síma á greiðslu fyrir innanbæjarsímtöl - þau símtöl sem alþýða manna notar langmest. I desember síðastliðnum voru þessi símtöl hækkuð um 32 prósent. Nú hækka þau aftur í kringum 80 prósent. Þetta er því önnur stórhækkunin á verði innan- bæjarsímtala á tæpu ári. A móti kemur að landið verður allt eitt gjaldsvæði og að samtöl til útlanda verða ódýrari. í öðru lagi Flestar fjölskyldur í landinu þurfa að borga miklu meira fyrir að lyfta símtólinu og spjalla við ættingja og vini. Þetta á ekki aðeins við um þá sem eiga heima á höfuðborgarsvæðinu, held- ur íbúa þéttbýlisstaða um allt land. En stórhækkanir á kostn- aði vegna innanbæjarsímtala lenda einnig með miklum þunga á þeim fjölmörgu sem nota Netið. Það skiptir engu máli hvort farið er inn á Netið til lærdóms, leiks eða viðskipta - öll notk- un þess verður miklu dýrari. Með þessari hækkun er tvímæla- laust verið að setja verulegar hömlur á nýtt samskiptaform sem Islendingar hafa verið fljótir að tileinka sér og sem býður upp á gífurlega möguleika til menntunar og viðskipta. Það stingur óneitanlega í stúf við íjálglegar yfirlýsingar ráðamanna um mikilvægi Netsins. í þriöja lagi Hér er gripið til prósentuhækkana af því tagi sem íslenskir neytendur þekkja ekki lengur í þjóðfélagi þar sem verðbólga hefur verið í lágmarki árum saman. Það er fyllilega eðlilegt að svo stórfelldar hækkanir á símakostnaði fjölskyldnanna í land- inu veki hörð viðbrögð víða í þjóðfélaginu. Stjórnendur Pósts og síma, sem er enn að öllu leyti í eigu ríkisins, hrista hins vegar af sér öll mótmæli með hroka risaeðlunnar. Þeir neita jafnvel að upplýsa um raunverulegar forsendur þessara hækk- ana; segja í reynd við þjóðina, sem þó á fyrirtækið, að hennar hlutverk sé það eitt að borga það sem upp er sett og þegja. Svei! Svei! Elías Snæland Jónsson Tíu kratastrákar Þá fækkar enn um einn í for- ustusveit krata. Ossur Skarp- héðinsson er orðinn ritsjórí DV og augljóslega á hraðferð út úr pólitík. Össur sagði í út- varpsviðtali í gær að hann hygðist starfa áfram sem þingmaður samhliða hinu nýja starfi, enda væri mikill akkur í því að hafa mann inni á þingi fyrir „málgagn" sem lætur sig þjóðmál og stjórn- mál skipta, svo gripið sé til þeirra orða sem hann notaði. Hann hyggst greini- lega verða einhvers konar þingfréttarit- stjóri á óháðu dag- blaði og hlýtur því í framhaldinu að ganga í þingflokk „óháðra" þar sem Ögmundur Jónasson er einn fyrir. Össur á útleiö Össur hefur nefnilega gefið sterklega til kynna að með því að taka að sér ritstjórn DV muni ýmislegt annað breytast í kjölfarið. Þannig virðist nán- ast liggja fyrir að hann fer ekki aftur í framboð til AI- þingis og sé á útleið úr pólitík. Það að hann segir ekki af sér þingmennsku strax sé þá ein- faldlega eins konar aðflug að því sem koma skal. Með þeirri yfirlýsingu er fátt orðið eftir af forustusveit krata úr Viðeyjarstjórninni, en forusta flokksins nánast eins og hún leggur sig er hætt í pólitíkinni og farin að snúa sér að ein- hverju öðru. Eiður er sendi- herra, Jón Sigurðsson er bankastjóri, Karl Steinar er forstjóri, Guðmundur Árni er enn að ná sér eftir afsögn, Jón Baldvin á leið til Washington og nú síðast Össur í blaða- V mennskuna. Sighvatur er nánast (Rannveig virðist ein- hvers staðar í fríi) aleinn eftir í flokksforustunni af gamla góða genginu. Þetta er nánast eins og í kvæðinu um negra- strákana - og nú er aðeins eftir einn lítill kratastrákur! Líkn með sam- einmgarþraut En kannskí sameining jafnað- armanna bjargi honum úr einsemdinni. Stóra spurningin sem vaknar við einsemd Sighvats í Alþýðu- flokksforustunni er auðvitað sú hvort flokkurinn sé yfir höfuð tilbúinn til stórræða í samein- ingarmálum við Hjörleifa og Stein- gríma, án þess að hafa ein- hvern með sögulegar rætur þarna við stjórnvölinn við hliðina á Sighvati. Óneitan- lega virkar það léttvægt að all- ir nema hann séu einhverjir nýgræðingar. Aðeins einn að- ili sem fór úr flokksforustunni er Iíklegur til að koma aftur og veita Sighvati nokkra líkn með sameiningarþrautunum - Jóhanna Sigurðardóttir. Jó- hanna undi illa plássleysinu í flokksforustunni á sínum tíma, en nú eru þeir farnir sem hún tókst á við. Sighvat- ur er einn eftir. Nú er lag fyr- ir Jóhönnu að koma aftur og þá í nafni sameiningarinnar - hennar tími er loksins kom- inn! „Einn lítill negrastrákur gleði tók að nýju, kynntist negrastelpu og þau eignuðust stráka tíu!“ garri. JÓHANNES SIGURJONS- SON skrifar Upplýsmgaharðllflð Póstur og sími, „einkafyrirtæki í eigu almennings," situr nú undir harðri gagnrýni fyrir að vilja ekki gefa upp ástæður fyrir breyting- um á gjaldskrá. Almenningur krefst þess að sjálfsögðu að fá að vita hversvegna fyrirtæki í al- menningseigu ætlar að láta þennan sama almenning borga meira en áður fyrir sömu þjón- ustu. Því væntanlega verður sú reyndin. Forsvarsmenn Pósts og síma bera við viðskiptaleynd, sem þýð- ir líklega að þeir vilji ekki að samkeppnisaðilar þeirra í brans- anum fái vitneskju um belli- brögðin sem að baki breytingun- um liggja. Hvaða samkeppnisað- ilar?, spyrja menn svo auðvitað í forundran. Upplýsingasteinsmuga í þessu máli er Póstur og sími að gera sig sekan um framferði sem almenningur þolir ver en flest annað, þ.e. upplýsingaharðlífi. Þessa endalausu tregðu til að veita sjálfsagðar upplýsingar um málefni sem eru ekki einkamál viðkomandi stofnunar. Enginn er að óska eftir rennandi upplýs- ingasteinsmugu, þannig að fróð- leikurinn frussist í allar áttir. En svona framferði er óþolandi. Þarna er um upplýsingar að ræða sem neytendur eiga kröfu á að komi fram í dagsljósið. Hið sama gildir auðvitað um laun bankastjóra „einkabanka í eigu almennings." Og ferða- kostnað maka bankastjóra. Og raunar hvað annað sem almenn- ingur, eígandi fyrirtækjanna, vill fá að vita. Póstur og krimmi Forsvarsmenn stofnana og fyrir- tækja virðast aldrei átta sig á þeim grundvallarsannindum að leynd kallar æfinlega á tor- tryggni. Þeir sem liggja á upplýs- ingum eins og ormur á gulli eru æfinlega grunaðir um græsku og álitnir hafa óhreint mjöl í poka- horninu. Þannig er borðleggj- andi að almenningur er t.d. þess fullviss að leyndarlaun banka- stjóranna séu miklu hærri en þau raunverulega eru. Og þar með er hið eftirsótta „goodwill11 bankanna og bankastjóranna miklu minna en ella væri og eru raunar fremur „badwill“ á meðan Ieynd er ekki aflétt. Hið sama gildir um Póst og síma núna. Meðan fyrirtækið gerir ekki hreint fyrir sínum dyr- um, þá er eins víst að það gangi undir nafninu „Póstur og krimmi" manna á meðal og í framhaldinu ver í staklt búið til að mæta samkeppni í framtíð. Gróðapuugar? Nú er eins víst og raunar trúlegt að fullkomlega eðlilegar og skilj- anlegar ástæður búi að baki ákvörðun Pósts og síma um gjaldskrárbreytingar. Til dæmis að fyrirtækið vilji græða enn meira en það hefur gert hingað til. Það eru náttúrlega eðlilegar viðskiptaástæður sem allir „sam- keppnisaðilar" ættu að skilja vel. A.m.k. virðist ekki ástæða til þess að leynd hvíli yfir gróðahug- sjónum fyrirtækja og menn þurfa ekkert að skammast sín fyrir að vilja græða, nema gróðinn sem að er stefnt sé meiri en góðu hófi gegnir. Og þar er hugsanlega komin fram skýring á Ieyndinni. Hvemig lístþér á Össur Skarphéðinsson sem nýjan ritstjóra DV? Ellert B. Sihrani fv. rítstjóri DV. Össur er ágætur mað- ur, snarpur penni og h e f u r reynslu sem ritstjóri. Eg átta mig hinsvegar ekki á því hvernig það á að ganga upp að vera þingmað- ur tiltekins flokks og á sama tíma ritstjóri fijáls og óháðs dagblaðs. Það gekk að minnsta kosti ekki upp þegar ég var í þeirri stöðu. Ég óska honum og blaðinu bara alls góðs. Páll Pétursson félagsmálaráðherra og hóndi á Höllu- stöðum. Eg leyfi mér nú bara að hlægja þegar þú segir mér þessar frétt- ir. En það var annars óskaplegt áfall fyrir DV þegar Ellert B. Schram hvarf af blað- inu, því hann var vandaður blaðamaður. Trúðverðugleikinn eykst ekki við að Össur komi þarna inn. Svavar Gestsson þingmaðurAlþýðubandalags ogfv. ritstjðrí Þjóðvíljans Mér líst bara vel á að fá hann þarna inn en ég spyr mig líka þá hvort hann sé að yfirgefa hið pólítíska svið, sem væri merki- Iegt því hinn þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjavík er á leið til Washington. Já, ég myndi sakna Össurar af þingi. Sjálfur hef ég enga trú á því að hann muni í framtíðinni bæði gegna þing- mennsku og ritstjórastörfum. Það fyrirkomulag ætlaði Ellert man ég að hafa á sínum tíma, en gekk ekki upp. Ingólfur Margeirsson Jv. ritstjóriAlþýðublaðsins. Össur er mjög reynd- ur blaða- maður og kraftmikill ritstjóri og ég vænti mikils af honum sem nýs ritstjóra DV. Ég held líka að það væri rétt mat hjá honum að hætta í fram- tíðinni þingmennsku vegna hins nýja starfs, svo DV geti geti óum- deilanlega gegnt sinni fjórða- valds skyldu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.